Fréttablaðið - 17.09.2022, Page 66
Ég mæli með að
fólk reyni að gera
sem mest sjálft þegar
halda skal veislu og njóti
þess að útbúa sælkera-
rétti. Það er svo gaman
að útbúa kræsingarnar
sjálfur, skreyta með
þeim og svo er það líka
margfalt hagstæðara.
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
100% náttúruleg
hvannarrót
60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI
hvannarrót
Leyndarmál
hvannarrótar
Loft í maga?
Glímir þú við
meltingartruflanir?
Næturbrölt
Eru tíð þvaglát
að trufla þig?
Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru-
verslun, Hagkaupum og Nettó.
Svava B. Sigurjónsdóttir,
ástríðukokkur með meiru,
hefur vakið eftirtekt fyrir
sælkeraréttina sína á veislu-
borðum, bæði sínum eigin
og þegar hún hefur tekið
sig til og aðstoðað vini og
vandamenn.
Þegar góða veislu gjöra skal skiptir
ávallt máli að vera með ljúffengar
veitingar sem slá í gegn. Það er
alltaf jafn gaman þegar gestirnir
tala um hvað maturinn var góður
og enn skemmtilegra þegar þeir
heillast af framsetningunni.
„Eitt það f lottasta í veisluhaldi í
dag er að vera með rómverskt alls-
nægtaborð þar sem kræsingarnar
hreinlega f læða um allt borð og
náttúran fær að njóta sín með.
Heimalagaðar kræsingar, ostar,
kryddpylsur, ávextir og sætir bitar
fá að njóta sín og gleðja bæði augu,
munn og maga,“ upplýsir Svava.
Að undanförnu hefur hún
útbúið nokkur slík veisluborð með
glæsilegri útkomu og heillað gesti
upp úr skónum. Eins og áður sagði
er hún þekkt fyrir sínar sælkera-
veislur og þegar hún heldur matar-
veislu standa gestirnir ávallt á gati
enda stórfengleg veisluborð sem
hún býður upp á. Auk þess sem
Svava hefur gott auga fyrir skreyt-
ingum og er mikill fagurkeri. Einn
réttur hefur slegið rækilega í gegn
og gestirnir hreinlega slefað yfir
en það er hið fræga nautatacos að
hætti Svövu. Í raun má segja að
þetta sé frægasta nauta-tacos sem
sögur fara af.
„Ég mæli með að fólk reyni að
gera sem mest sjálft þegar halda
skal veislu og njóti þess að útbúa
sælkerarétti. Það er svo gaman
að útbúa kræsingarnar sjálfur,
skreyta með þeim og svo er það
líka margfalt hagstæðara,“ segir
Svava, en hún hefur haldið ófáar
veislurnar fyrir sínu nánustu þar
sem veitingarnar eru allar hennar.
Við fengum Svövu til að deila
með lesendum uppskriftinni að
hinu ómótstæðilega og ljúffenga
nauta-tacoi sem við mælum svo
sannarlega með að þið prófið.
Hér er uppskriftin að nauta-
tacosinu og öllum sósunum sem
vert er að bjóða upp á með til
hliðar.
Nautataco að hætti Svövu
Um 100 stykki
2-3 pakkar litlar tréklemmur (fást
hjá A4), notaðar til að klemma
taco-ið saman
4 pakkar stórar tortillur (litlar tor-
Frægasta nauta-taco sem sögur fara af
tillur eru skornar út úr stórum tor-
tillum, náið 4 út úr einni stórri. 4
pakkar eru 96 litlar tortillur, ef þið
viljið gera rúmlega 100, þá kaupið
þið 5 pakka)
Salat inn í tortillurnar
1 stk. rauðkálshaus, meðalstór og
skorinn í strimla
2 pokar spínat, niðurskorið
1 poki gulrætur, raspaðar í grófa
bita með rifjárni eða mandolíni
2 box kóríander, léttsaxað
Þegar búið er að skera og saxa allt
hráefnið er því blandað vel saman
í stórri skál.
Salatsósa
Safi úr tveimur ferskum límónum
3 msk. fiskisósa
Chiliflögur eftir smekk
2 msk. hrásykur
Setjið í skál og blandið vel saman.
Setjið síðan salatsósuna út á salatið
og geymið í ísskáp í nokkra tíma.
Nauta-tacoið
hennar Svövu
er eitt það
frægasta sem
sögur fara af.
Það bráðnar í
munni og fólk
missir sig hrein-
lega því það er
svo ómótstæði-
lega ljúffengt.
Svava er mikill matgæðingur og fagurkeri og þegar góða veislu gjöra skal fer
hún iðulega alla leið og borðin svigna undir kræsingum. MYNDIR/AÐSENDAR
Nautakjötið
1,2-1,4 kg nautalund (mjög góðar
nautalundir fást í Bónus, frosnar,
þíða þarf nokkrum dögum fyrir
eldun)
¼ bolli teriyaki-sósa eða eftir
smekk og stærð lundar
Pipar eftir smekk
Byrjið á að marínera nautalundina
með teriyaki-sósu og kryddið með
pipar. Látið marinerast í um það
bil klukkustund. Grillið lundina
þannig að hún verði medium rare
eða nái um 54°C hita. Kælið lund-
ina og skerið síðan í litla strimla.
Sælkerasósa inn í tortillur
1 stk. flaska La choy teriyaki-sósa
1 stk. flaska Santa Maria teriyaki-
sósa með engifer og sesam.
Setjið sósurnar saman í góða skál
eða könnu og blandið vel saman.
Samsetningin á taco-inu
Hér kemur að smá handavinnu
og tilfinning fyrir hversu mikið
magn á að fara inn í hverja tortillu
svo hægt sé að klemma þær saman
með góðu móti. Þegar þið eruð
búin að setja saman örfáar tortillur
gengur þetta yfirleitt alveg eins og
í sögu því þið finnið ótrúlega fljótt
hve mikið magn þarf í hverja.
Byrjið á að setja smá salat inn
í hverja tortillu, þá nautakjöts-
strimla og loks sósu. Mikilvægt að
setja lítið af sósu inn í tortillurnar
svo þær blotni ekki of mikið og
bera heldur fram auka sósur í
skálum til hliðar. Klemma saman
hliðarnar og raða á disk. Pakka vel
inn svo þær haldist ferskar og kæla
þar til þær eru bornar fram. Það er
ekkert mál að undirbúa allt hrá-
efnið deginum áður. Tortillurnar
þarf þó að setja saman samdægurs
til að þær séu sem ferskastar.
Gott að bera tortillurnar fram
með chilimajó, afganginum af
sósunni sem fer í tortillurnar,
teriyaki-sósu, til dæmis frá Santa
María og jafnvel hoisin-sósu í
skálum til hliðar.
Ef fólk hefur áhuga á að bera
fram heimalagaða sósu með tortil-
lunum læt ég uppskrift fylgja með.
Heimagerð chilisósa
1 dós majónes (má nota sýrðan
rjóma og gríska jógúrt ef vill)
1 krukka chilipaste í krukku eftir
smekk. Byrja með lítið og bæta í
eftir þörfum
Nokkrir dropar Sriracha-sósa
1 tsk. sesamolía. Smakka til og
bæta í sósuna ef ykkur finnst
vanta meira.
Verið óhrædd að gera sósuna eftir
ykkar höfði, smakka til og bæta
í þar til ykkur finnst hún ómót-
stæðilega góð og njótið. n
6 kynningarblað A L LT 17. september 2022 LAUGARDAGUR