Fréttablaðið - 17.09.2022, Side 69

Fréttablaðið - 17.09.2022, Side 69
hagvangur.is Markaðs- og kynningarfulltrúi Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á markaðs- og kynningarstarfi Krafts • Umsjón með vitundarvakningu félagsins • Umsjón með vef og samfélagsmiðlum félagsins • Fréttir og almannatengsl • Koma að útgáfu og kynningarefni félagsins • Umsjón með textagerð/prófarkalestur fyrir markaðs- og útgáfuefni félagsins • Ábyrgð á viðburðum er varðar markaðs- og kynningarstarf félagsins • Önnur tilfallandi störf samkvæmt óskum framkvæmdastjóra Umsóknarfrestur er til og með 28. september nk. Viðburða- og fjáröflunarfulltrúi Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón með vefverslun félagsins, innkaupum og afgreiðslu pantana og söluvarnings í verslanir • Umsjón með uppgjöri og birgðaskráningu söluvarnings félagsins • Umsjón, kynning og skipulagning á fjáröflunarviðburðum félagsins • Koma að þróun vefverslunar og framleiðslu á nýjum styrktarvörum • Umsjón með viðburðum og dagskrá félagsins er snýr að félagsmönnum • Umsjón með kynningu styrktarvarnings og viðburðum á samfélagsmiðlum félagsins • Almenn upplýsingagjöf og þjónusta við félagsmenn • Annast önnur tilfallandi verkefni sem rúmast innan starfshlutfalls starfsmanns Umsóknarfrestur er til og með 21. september nk. Kraftur leitar að drífandi einstaklingum með hjarta fyrir málstaðnum. Við leitum að viðburða- og fjáröflunarfulltrúa sem og markaðs- og kynningarfulltrúa í 100% starf. Kraftur er stuðningsfélag sem brennur fyrir félagsmenn sína. Meginmarkmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum. Leitum að kraftmiklu starfsfólki Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi fyrir starfið. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon, ráðgjafi hjá Hagvangi, hlynur@hagvangur.is. Sótt er um störfin á hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.