Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 10
0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% Húsnæði, h iti og ra fm agn Greidd húsaleiga Reiknuð húsaleiga Viðhald og við- gerðir á húsnæði Annað vegna húsnæðis Rafm agn og hiti Samanburður vísitalna n Vísitala neysluverðs (Ísland) n Samræmd vísitala neysluverðs Hér á Íslandi er stór hluti lánaskuldbindinga heimila og fyrirtækja verðtryggður. Vísitalan sem notuð er til verðtryggingar er lántökum einstaklega óhagstæð, auk þess sem hún hefur bein áhrif á sjálfa verðbólguna. NEYTENDUR Ólíkar aðferðir eru til við útreikning á kostnaði vegna eigin húsnæðis í vísitölu neyslu- verðs. Hagstofan notar aðferð „ein- falds notendakostnaðar“. Fasteigna- mat, sem er núvirði húseignarinnar, er framfært með fasteignavísitölu í hverjum mánuði sem miðast við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal á verðbreytingum íbúðaverðs. Vægi kostnaðar vegna eigin húsnæðis í vísitölu neysluverðs (reiknuð húsa- leiga) er tæplega 20 prósent í grunni vísitölunnar. Í ljósi þessa hefur það mikil áhrif til aukningar verðbólgu þegar húsnæðisverð hækkar umtals- vert á skömmum tíma. Ríki með stóra leigumarkaði nota yfirleitt þá aðferð að yfirfæra virði greiddrar húsaleigu á húsnæði sem er í eigu einstaklinga. Aðferðin við að reikna húsaleiguígildi hefur hins vegar ekki verið notuð hér í ljósi smæðar leigumarkaðarins, auk þess sem Hagstofan hefur ekki talið hann endurspegla nægjanlega vel samsetningu þess íbúðarhúsnæðis sem er í eigu einstaklinga. Einnig er sums staðar notuð svokölluð nettó- kaupaaðferð. Hver þessara þriggja reikniaðferða hefur kosti og galla. Það er verulega háð gæðum gagna og eiginleikum húsnæðismarkaða hvaða aðferð hentar í hverju landi, auk þess sem val aðferða þarf að samræmast því hlutverki sem vísi- talan hefur. Nefnd leggur til breytingar Nefnd sem skipuð var af forsætisráð- herra um aðferðafræði við útreikn- ing á vísitölu neysluverðs með áherslu á húsnæðisliðinn, skilaði niðurstöðum árið 2020. Athugun nefndarinnar leiddi meðal annars í ljós að aðferð Hagstofunnar er í fullu samræmi við alþjóðlega viður- kenndar aðferðir. Þó var hvatt til þess að Hagstofan skoðaði hvort aðstæð- ur á leigumarkaði hefðu þróast með þeim hætti á undanförnum árum að hægt væri að nota húsaleiguígildi í auknum mæli til að reikna kostnað vegna eigin húsnæðis og hvort sú aðferð geti þar af leiðandi leyst af hólmi aðferð notendakostnaðar, í heild eða gagnvart hluta íbúðar- húsnæðis (um þetta er fjallað nánar í skýrslu nefndarinnar sem birt er á vef Stjórnarráðsins). Sú vinna stend- ur nú yfir hjá Hagstofunni. Fréttablaðið ræddi við Heiðrúnu Eriku Guðmundsdóttur, deildar- stjóra vísitöludeildar Hagstofunnar, og spurði hvort til skoðunar væri að breyta um aðferð til að meta reiknaða húsaleigu frá því sem nú er í vísitölu neysluverðs og taka mið af upplýsingum um greidda húsaleigu við matið. „Reiknuð húsaleiga í vísitölu neysluverðs, er í dag metin með aðferð sem nefnist einfaldur not- endakostnaður. Aðferðin nýtir fast- eignasamninga á landinu öllu við matið og er byggt á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali. Að nota þriggja mánaða tímabil var ákvörðun sem var tekin á sínum tíma þegar aðferð- in var tekin upp. Lengd tímabilsins er ekki ákveð- in í lögum, heldur er það fræðilegt úrlausnarefni að finna hentuga lengd tímabilsins. Kostur við stutt tímabil er að þá byggir matið á nýlegum gögnum og það samrýmist hlutverki vísitölu neysluverðs sem er að vera mælikvarði á verðlag einkaneyslu. Vísitala neysluverðs er skammtíma- mælikvarði. Tímabilið má heldur ekki vera of stutt því þá getur orðið Húsnæðisliðurinn er heimilum landsins dýr Vísitalan tannhjól í verðbólguvélinni Fasteignaverð hefur nokkuð afgerandi áhrif á „reiknuðu húsaleiguna“ og í ástandi eins og verið hefur hér á landi undanfarin misseri veldur það því að vísitalan sjálf hækkar meira en ella. Seðlabankinn horfir mjög til vísitölu neyslu- verðs við vaxtaákvarðanir. Þegar vísitalan hækkar mikið, eins og undanfarin misseri, bregst Seðla- bankinn við með því að hækka stýrivexti. Innan mánaðar leiðir stýrivaxtahækkunin til þess að öll útlánafyrirtæki, bankar og lífeyrissjóðir, hækka útlánsvexti sína. Hærri vextir nýrra húsnæðislána valda svo hækkun á hinni „reiknuðu húsaleigu“ í vísitölu neysluverðs. Þar með er komin upp sú staða að mæling vísitölu neysluverðs í einum mánuði hefur bein áhrif til hækkunar á næstu eða þar- næstu mælingu hennar vegna þess að hækkandi vextir hafa áhrif til hækkunar á lið sem vegur næstum 20 prósent í vísitölunni. Þar með er vísitala neysluverðs ekki lengur hlutlaust mælitæki sem mælir verðbólgu. Þar með er vísitala neysluverðs orðin tannhjól í þeirri vél sem knýr verðbólguna. Fasteign er ekki neysluvara „Mikilvægast er að hafa hugfast að fasteign er eign, en ekki neysluvara. Við neytum hins vegar þess sem fasteignir framleiða, sem er húsa- skjól. Á sama hátt og landverð á ekki heima í vísitölu neysluverðs. Jafnvel þótt við neytum matvælanna sem á landinu vaxa á fasteigna- verð ekki heima í vísitölu neysluverðs, jafnvel þótt við neytum húsaskjóls- ins sem fasteignir framleiða. Munum að landverð er ekki, réttilega, hluti af vísitölu neysluverðs. Fasteignaverð á ekki að vera það heldur. Það er tiltölulega þægilegt að laga þetta í dag, þökk sé mun betri gögnum er varða leigumarkað. Hvað sem öðru líður er ljóst að til að mæla verðbólgu, það er breytingar á neysluverði, betur á Íslandi verður að taka fasteignaverð út úr vísitölu neysluverðs. Skiptir þá engu máli hvort fasteignaverð sé að hækka eða lækka, því rétt skal vera rétt.“ Ólafur Arnarson olafur @frettabladid.is Mikið vægi hús- næðisliðarins í vísitöluneyslu- verðs til verð- tryggingar hefur kostað íslensk heimili 50 millj- arða síðustu tólf mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM erfiðara að mæla og sveif lur geta aukist. Þriggja mánaða tímabil varð fyrir valinu á sínum tíma og hefur verið haldið síðan.“ Heiðrún segir það vera til skoð- unar hvort mögulegt sé að taka upp nýja aðferð við mat á reiknaðri húsa- leigu, sem felur í sér að byggja matið á upplýsingum um greidda húsaleigu. „Við erum að skoða hvaða gögn eru fyrir hendi og hvernig við getum nýtt þau. Að byggja á upplýsingum um greidda húsaleigu til að meta reiknaða húsaleigu er spennandi aðferð verði raunin sú að hægt verði að koma henni á. Margt hefur breyst síðan núverandi mælingaraðferð var tekin upp svo það hefur gefið okkur gott tilefni til að skoða hvort nú sé tækifæri til breytinga. Við erum ekki komin á þann stað að geta skorið úr um það en höldum ótrauð áfram að leita svara við því,“ segir Heiðrún. Húsnæðisliðurinn sér á parti Vísitala neysluverðs á Íslandi er einstök. Vísitalan er í samræmi við viðurkennda alþjóðastaðla. Hún mælir hins vegar verðlag með allt öðrum hætti en hin samræmda vísi- tala sem mæld er í öllum löndum Evrópu, einnig hér á landi. Stóri munurinn felst í því að hús- næðisliðurinn í íslensku vísitölunni vegur næstum 30 prósent á meðan sá liður er rösklega 11 prósent í hinni samræmdu. „Reiknaða húsaleigan“ vegur næstum 20 prósent í íslensku vísitölunni en er ekki til staðar í þeirri samræmdu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs er verðbólga há hér á landi. Síðustu tólf mánuði hefur hún hækkað um 9,7 prósent. Samkvæmt samræmdu vísitölunni er verðbólga síðustu tólf mánaða hins vegar 5,5 prósent, næst- lægst í Evrópu. Aðrar Evrópuþjóðir miða við samræmdu vísitöluna þegar verðbólga er mæld. Val á vísitölu kostar heimilin Eina landið sem notar vísitölu neysluverðs til að verðtryggja útlán til almennings og fyrirtækja er Ísland. Ísland notar hins vegar ekki samræmdu vísitöluna heldur vísi- töluna sem er lántakendum óhag- stæðari svo miklu nemur. Síðastliðna tólf mánuði hefur það kostað íslensk heimili 50 milljarða að hin sérís- lenska vísitala neysluverðs er notuð í stað þeirrar samræmdu. Nefnd forsætisráðherra, sem vísað er til hér að ofan, leitaði til doktors Kim Zieschang, ráðgjafa og sérfræð- ings í verðvísitölum, til að leggja mat á aðferðafræði við mælingar á húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Í umfjöllun doktors Zieschang kemur fram að aðferðafræði við útreikn- ing á húsnæðislið vísitölunnar er í samræmi við alþjóðleg viðmið um þennan þátt og aðstæður hér á landi. Zieschang veltir þó upp hugmyndum um hvort hægt sé að meta kostnað vegna búsetu í eigin húsnæði þann- ig að liðurinn taki meira mið af lang- tímavæntingum í leiguskilmálum og verði með þeim hætti stöðugri gagnvart skammtímasveiflum í hús- næðisverði. Doktor Zieschang leggur einnig til að Hagstofan taki saman skilmerkilega lýsingu á aðferðum við útreikning greiddrar og reiknaðrar leigu í vísitölu neysluverðs. n Ólafur Margeirsson hag- fræðingur Reiknuð húsaleiga í vísitölu neysluverðs, er í dag metin með aðferð sem nefnist einfaldur notendakostnaður.. Heiðrún Erika Guðmundsdótt- ir, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofunnar 10 Fréttir 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 22. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.