Fréttablaðið - 22.09.2022, Síða 15

Fréttablaðið - 22.09.2022, Síða 15
Í stefnuræðu sinni á Alþingi í síðustu viku benti forsætisráð- herra réttilega á að það eru miklir umbrotatímar í heiminum og í okkar eigin þjóðarbúskap. Við slíkar aðstæður er erfitt að mæla fyrir stefnu ríkisstjórnar án þess að stuða einhverja og vekja deilur um hvernig eigi að mæta nýjum og stórum áskorunum. En forsætisráðherra tókst það full- komlega. Ástæðan er sú að hún talaði ekki um pólitíkina, sem slíkir umbrota- tímar kalla á. Engin málamiðlun um fjölþjóðasamvinnu Flestar þjóðir eru nú að styrkja hagsmuni sína með ríkari fjöl- þjóðasamvinnu bæði á sviði varnarmála og efnahagsmála. Skoðanakannanir hér heima sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að lokið verði viðræðum um mögulega fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á þessum umbrotatímum var þögnin eina svarið í stefnuræð- unni við óskum almennings um aukna fjölþjóðasamvinnu. Forsætisráðherra nefndi að stefnt væri að því að framleiða allt grænmeti og jafnvel allar landbúnaðar afurðir hér heima. Til þess þarf stefnubreytingu, sem miðar að því að gera landbúnaðinn að útflutningsgrein. Þá þyrfti hún að eiga frjálsan aðgang að mörkuðum. En þær dyr vill ríkisstjórnin ekki opna. Þetta er dæmi um snotra hugsun án pólitískrar stefnu. Engin málamiðlun í orkumálum Við þurfum að tvöfalda orkufram- leiðslu á næstu tuttugu árum til þess að ná markmiðum um orku- skipti og eðlilegan hagvöxt. Í stefnuræðu við upphaf sjötta þings stjórnarsamstarfsins hefði mátt ætla að forsætisráðherra lýsti ákvörðunum um þær virkjanir sem nauðsynlegar eru til að ná þessu marki. Um það ríkti hins vegar algjör þögn. Í staðinn féllu nokkur falleg orð um að áform yrðu uppfærð og hert. Meðan við höfum setið með hendur í skauti og ekkert gert í orkumálum í heilan áratug hafa Danir orðið forysturíki í grænni orkuöflun. Við leysum ekki nýjar áskoranir með forskoti 20. aldar. Engin málamiðlun í heilbrigðismálum Fyrir þremur árum birti ríkis- stjórnin heilbrigðisáætlun til 2030. Þar er að finna lausnir á vanda heilbrigðiskerfisins. Þessi áætlun er hins vegar ekki með tímasett markmið. Og hún er með öllu ótengd við fjárlög og fjár- málaáætlun. Hún er sem sagt laus við pólitík. Fyrir vikið er áætlunin dautt plagg ofan í skúffu og ástand heilbrigðismála eins og frásagnir fjölmiðla herma. Í stefnuræðunni var ekki ein vísbending um að setja eigi pólitík í heilbrigðisáætlunina. Engin málamiðlun í peningamálum Ríkisfjármál komu einu sinni fyrir í stefnuræðunni. Skuldir ríkissjóðs eru lægra hlutfall af þjóðarframleiðslu en Skortur á málamiðlunum hjá grannríkjunum. Eigi að síður þurfum við að taka hærra hlutfall skattpeninga frá velferðarkerfinu til að borga vexti en grannríkin. Annað hvort er þetta til marks um lélega hagstjórn eða alvarlega gallað peningakerfi. Eftir fimm ára setu hefði mátt vænta þess að í stefnuræðu kæmi fram skýr pólitík um að laga annað hvort: Hagstjórnina eða brotalöm- ina í kerfinu. Hvorugt gerðist. Um þetta heyrðum við ekki eitt orð. Þetta er stærsta mál íslenskrar hagstjórnar. Óleyst bitnar það á þeim fjölmörgu, sem þurfa að reiða sig á velferðarkerfið. Og það bitnar á heimilunum og venju- legum fyrirtækjum, sem ekki hafa flutt sig úr krónuhagkerfinu. Djúpur vandi Drjúgur hluti stefnuræðunnar fór í að rökstyðja mikilvægi mála- miðlana fyrir lýðræðið. Allt var það satt og rétt. Sérstaka athygli vakti að forsætis- ráðherra sagði skautunarstjórnmál engan vanda leysa. Þetta er mikið rétt. Og sannarlega gott að heyra leiðtoga vinstra skautsins í íslenskri pólitík tala þannig. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki verið gagnrýnd fyrir mála- miðlanir heldur skort á málamiðl- unum. Engin málamiðlun hefur verið gerð um ný nauðsynleg skref í fjöl- þjóðasamvinnu. Engin málamiðlun hefur verið gerð um orkuöflun til orkuskipta. Engin málamiðlun hefur verið gerð til að leysa grund- vallarvanda peningakerfisins. Engin málamiðlun hefur verið gerð um tímasetningar, skipulag og fjármagn til að gefa heilbrigðisá- ætluninni líf. Öll þessi mál eru leyst með því að koma í veg fyrir að eitthvað verði gert eins og varaformaður VG lýsti réttilega fyrir skömmu. Skautin taka kyrrstöðu fram fyrir málamiðlanir um framfarir. Stefnuræðan endurspeglaði vel þennan djúpa pólitíska vanda þjóðarinnar. n Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS 1.490 kr. 690 kr. 1.490 kr. 1.490 kr. 1.490 kr. 1.990 kr. 990 kr. 690 kr. 2.990 kr. ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR 99KR ÓTRÚLEGT ÚRVAL! OPIÐ 10-19 ALLA DAGA 7. SEPT.- 3. OKT. Á FISKISLÓÐ 39 FIMMTUDAGUR 22. september 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.