Fréttablaðið - 22.09.2022, Síða 17

Fréttablaðið - 22.09.2022, Síða 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 22. september 2022 Þykjó hannar fyrir börn og fjöl- skyldur þeirra. MYND/AÐSEND sandragudrun@frettabladid.is Hreiðrum okkur er yfirskrift sýningar sem verður opnuð í Borgarbókasafninu Spönginni í dag klukkan 17.00. Hönnunar- teymið Þykjó sýnir þar Krakka- hreiður í salnum Sjónarhóli. Sýningin stendur yfir dagana 22. september til 31. október. Hreiðrin eru fléttuð í samstarfi við Blindra- vinnustofuna og Gælu Studio. Í samstarfinu er leitast við að fanga lífræn form spörfuglahreiðra sem voru rannsökuð með líffræðingum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Með verkefninu skoða hönnuðirnir hvernig fullorðnir reyna að vefa ungunum sínum öruggt skjól, hver með sínu nefi. Sóley Stefánsdóttir tónlistarkona sér um hljóðmynd verksins. Upplifunarhönnun Þykjó er þverfaglegt hönnunar- verkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra, stofnað af Sigríði Sunnu Reynisdóttur. Auk hennar er teymið skipað Ninnu Þórarins- dóttur, Erlu Ólafsdóttur og Sigur- björgu Stefánsdóttur . Gæla hönnunarstúdíó bólstrar hreiðrin en stúdíóið þróar vörur sem bjóða upp á fjölbreytt tengsl einstaklings við efni. Stefán B. Stefánsson leiddi hreiðurgerðina í nánu samstarfi við hönn- uði Þykjó, en hann er magn- aður handverksmaður sem hefur f léttað vöggur og körfur úr tágum fyrir Blindravinnustofuna í yfir þrjátíu ár. n Barnahreiður á bókasafni Bianca Hallveig Sigurðardóttir hefur lengi haft áhuga á tísku. Ljósmynd úr verkefni sem hún stjórnaði prýddi nýlega skilti á Times Square. Verkefnið kallar hún When Worlds Collide, sem má þýða sem: Þegar heimar stangast á, en myndirnar birtust fyrst í tímaritinu Erlendur Magazine. FRÉTTALBLAÐIÐ/ERNIR Bianca Hallveig gnæfir yfir vegfarendum á Times Square Það er ekki á hverjum degi sem tvítug íslensk stúlka fær tískuljósmynd birta á risastóru auglýsingaskilti á Times Square. En Bianca Hallveig Sigurðardóttir var svo heppin á dög- unum. Hún vonar að birtingin opni fyrir henni fleiri tækifæri í tískuheiminum. 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.