Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 34
Nú er tímabært að safna kröftum, hvíla starfsfólkið, fækka sýningum, lengja æfingatíma og leggja höfuðið í bleyti. Heims faraldurinn lék leikhúsheiminn illa og það mun taka hann tíma að rétta úr kútn- um. Af hverju eru stóru húsin svona rög við að gefa ungum íslenskum leikstjór- um tæki- færi? Sigríður Jónsdóttir Síðustu tvö leikár virðast eins og fjarlæg martröð sem einkenndist af stöðugum lokunum, veikindum og þroti. Sviðslistaheimurinn stóð faraldurinn af sér, laskaður þó og listafólkið þreytt. En sýningin heldur áfram og blásið er til f lug- eldasýningar á þessu leikári. Mörg verkefni fá framhaldslíf á þessu leikári: 9 líf og Emil í Kattholti ríkja yfir Stóra sviðinu í Borgarleik- húsinu og Vertu úlfur og Sjö ævin- týri um skömm í Þjóðleikhúsinu, allt vinsælar verðlaunasýningar. En hvað er nýtt undir lækkandi sól á komandi mánuðum? Sjálfstæða senan stækkar stöðugt Reykjavik Fringe Festival, sem stækkar stöðugt, var haldin hátíðleg í höfuðborginni yfir sumarmánuð- ina og loksins fór Act Alone fram á Suðureyri. Tjarnarbíó tók stakkaskiptum fyrir sumarmánuðina, barinn var færður og forsalurinn þannig stækkaður fyrir gesti. Sömuleiðis var ný vefsíða tekin í notkun. Nýi framkvæmdastjórinn, Sara Martí Guðmundsdóttir, ætlar greinilega ekki að taka málefnin neinum vett- lingatökum en fyrir liggur grýttur vegur, enda nauðsyn á stærra rými og fjármagni. Ein tillagan er að Tjarnarbíó fái Tjarnargötu 12 til afnota en markaðsherferðin byrjaði brösuglega og hvarf. Leikár Tjarnarbíós er ekki búið að tilkynna en miðað við þann fjölmenna hóp þátttakenda sem er í sjálfstæðu sviðslistasenunni verður dagskráin örugglega pökkuð og áhugaverð. Vonandi verður til- raunastarfsemin ríkjandi en hún hefur verið gjöful. Bíó í leikhúsi og leikhúsbíó Fyrsta frumsýning Þjóðleikhúss- ins er sænski söngleikurinn Sem á himni, byggður á verðlaunakvik- mynd. Jákvætt er að sumarsöngleik- urinn sé kominn yfir á haustið, ekki veitir af eftir fremur dapurt veður. Borgarleikhúsið leitar í bókmennt- irnar fyrir sína fyrstu frumsýningu, Á eigin vegum eftir Kristínu Steins- dóttur. Skandinavískar kvikmyndir koma einnig við sögu en Mátulegir, byggð á Óskarsverðlaunamyndinni Druk, er ein af jólasýningunum í ár. Sérstök ákvörðun þar sem kvik- myndin var á öllum skjáum nýlega. Bíó Paradís endurnýjaði samning sinn við National Theatre Live á dögunum og eru leikhúsunnendur hvattir til að fara í leikhúsbíó. Þar ber helst að nefna nýja uppsetningu á Mávinum og Straight Line Crazy eftir David Hare með Ralph Fiennes í aðalhlutverki. Fjölbreyttur hópur Fjölbreyttur hópur erlendra leik- stjóra kemur til landsins. Þjóðleik- húsið hefur lagt mikinn metnað í erlent samstarf, þar á meðal með Pussy Riot, Stefan Zeromski-leik- húsið frá Póllandi og Complicité með Simon McBurney í fararbroddi. Þýska leikskáldið Marius von Meyenburg mun heimsfrumsýna nýjan þríleik og Ástralinn Benedict Andrews snýr loksins aftur í Þjóð- leikhúsið, til að leikstýra tveimur þeirra. Þessar sýningar raðast inn um og eftir jól. Borgarleikhúsið býður upp á Macbeth með unga og spenn- andi litáíska leikstjóranum Uršulė Bartoševičiūtė og Marat/Sade í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar þar sem okkar helsta og elsta sviðs- listafólk mætir til leiks. Við þurfum nefnilega ekki að leita langt yfir skammt að hæfileikafólki. Ný íslensk leikritun Ný íslensk leikverk eru nokkur, þar á meðal Nokkur augnablik um nótt eftir Adolf Smára Unnarsson, Síð- ustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson og Góða ferð inn í gömul sár eftir Evu Rún Snorra- dóttur. En hvar eru ungu íslensku leikstjórarnir? Sjálfstæða senan, Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhús- kjallarinn, sýna að nóg er af ungu og vel menntuðu sviðslistafólki. Af hverju eru stóru húsin svona rög við að gefa ungum íslenskum leik- stjórum tækifæri? Leikfélagið á Akureyri horfir til fortíðar og frumsýndi Hamingju- daga eftir Samuel Beckett fyrir stuttu, sýningin kemur suður í nóv- ember. Þeirra stærsta verkefni er söngleikurinn Chicago sem Marta Nordal leikstýrir með aðstoð dans- höfundarins Lee Proud. Vonandi leita þau í leikhúsminni Bob Fosse, Gwen Verdon og Chita Rivera frekar en fagurfræði kvikmyndarinnar. Stjórnsýslublús Nýtt frumvarp um fjárlög næsta árs var tilkynnt á dögunum. Hvað sviðslistirnar varðar þá á að kanna rekstrargrundvöll fyrir þjóðar- óperu og athuga húsnæðismál Íslenska dansf lokksins. Fremur óljós loforð. Einnig liggja á borð- inu tillögur um breytingar á fyrir- komulagi listamannalauna, sem er löngu orðið tímabært. Launasjóður listafólks stækkar um 30 milljónir en þörf er á grunnbreytingum og algjörri yfirhalningu launaum- hverfisins. Mikilvægasta skrefið er að sam- eina launa- og styrktarsjóði sviðs- listanna, dreifa umsóknarfrestum yfir árið og fjölga launaflokkum. Ísland verður að búa til sterkara umhverfi fyrir sviðslistir af öllu tagi: Sjálfstæða leikhópa sem þrífast til lengri tíma, aftengja laun einstaka verkefnum og hlúa að leikskáldum. Þróunarstyrkir til handritaskrifa verða að vera aðgengilegri fyrir leik- skáld líkt og tíðkast hjá Kvikmynda- miðstöð Íslands. Það sem koma skal Nú er tímabært að safna kröftum, hvíla starfsfólkið, fækka sýningum, lengja æfingatíma og leggja höfuðið í bleyti. Heimsfaraldurinn lék leik- húsheiminn illa og það mun taka hann tíma að rétta úr kútnum. Erlendis hafa stjórnir og stjórn- endur leikhúsa sætt harðri gagnrýni fyrir yfirborðskenndar breytingar. Ekki má tylla sér í sama rassfarið heldur nýta tækifærið og hugsa skipulagið upp á nýtt. En íslenskir áhorfendur eiga svo sannarlega von á góðu miðað við dagskrána og allir unnendur sviðslista eru hvattir til að styðja við bakið á okkar stórkost- lega listafólki. Allir í leikhús! n Á eigin vegum eftir skáld- sögu Kristínar Steinsdóttur var fyrsta frum- sýning Borgar- leikhússins á leikárinu 2022–2023. MYND/GRÍMUR BJARNASON Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Elmar Gilbertsson óperusöngvari fer með aðalhlutverk hljómsveitarstjórans Daníels sem flyst aftur til heimabæjar síns. MYND/JORRI Sýningin heldur áfram Leikárið 2022–2023 26 Menning 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.