Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 11
Í dag eru sjö mánuðir liðnir frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Áminning um framtalsskil lögaðila skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa ekki staðið skil á skattframtali 2022 ásamt ársreikningi, eru hvattir til að annast skil hið allra fyrsta. Skráður lögaðili skal ætíð skila skattframtali vegna undangengins reikningsárs, jafnvel þó að engin eiginleg starfsemi eða rekstur hafi átt sér stað á reikningsárinu. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til ársreikningaskrár. Skattframtali og ársreikningi ber að skila rafrænt á skattur.is Álagning opinberra gjalda á lögaðila árið 2022 vegna rekstrarársins 2021 fer fram 31. október. Lokaskiladagur skattframtals lögaðila er 30. september kristinnpall@frettabladid.is ÚKRAÍNA Rannsók narnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hafi ýmsir stríðsglæpir átt sér stað í stríðinu í Úkraínu. Talsmenn rúss- nesku ríkisstjórnarinnar fullyrða að um sé að ræða rógsherferð. „Byggt á þeim sönnunargögnum sem rannsóknarnefndin hefur undir höndum er hægt að fullyrða að stríðsglæpir hafa átt sér stað í Úkraínu,“ sagði Erik Mose, formað- ur rannsóknarnefndarinnar þegar hann kynnti niðurstöðurnar. Mose vildi ekki nefna hvaða aðilar hafa verið að verki en sagði að rann- sóknin beindist að atvikum sem áttu sér stað í nánd við Kænugarð, Tsjerníhív, Kharkív og Súmíj. Hann bætti við að ríkisstjórn Úkraínu hefði verið liðleg í aðstoð sinni og veitt þeim upplýsingar, en að yfirvöld í Moskvu hefðu ekki svarað fyrirspurnum þeirra. Í rannsókn sinni fór rannsóknar- nefndin í 27 mismunandi bæjar- félög og ræddi við 150 einstaklinga sem voru ýmist þolendur ofbeldisins eða gátu veitt vitnisburð. Þá skoðaði nefndin svæði sem urðu fyrir gjör- eyðileggingu, fjöldagrafir og hús- næði sem voru nýtt til fangavistunar og pyntinga. Út frá vettvangsferðinni var hægt að álykta að það hefðu stríðsglæpir átt sér stað. Að sögn nefndarinnar blöskraði henni að sjá hversu margar aftökur hefðu átt sér stað og hún væri að afla sér gagna eftir að hafa heyrt af fleiri ólöglegum aftökum. Þá lýstu ein- staklingar sem voru teknir í gíslingu í Rússlandi ýmsum pyntingum og að það hefðu ekki allir skilað sér aftur. Að lokum fundust dæmi um mis- munandi kynferðislegt ofbeldi þar sem aldursbil þolenda var á bilinu fjögurra ára til 82 ára og að í ein- hverjum tilvikum hefði aðstand- endur verið vitni að glæpunum. n Staðfestu að stríðsglæpir hefðu átt sér stað í Úkraínu kristinnpall@frettabladid.is COVID-19 Stjórnvöld í Hong Kong samþykktu í gær að falla frá kröfum um dvöl á sóttkvíarhóteli við kom- una til landsins, um tveimur og hálfu ári eftir að henni var komið á. Gerð verður krafa um að einstakl- ingar sem komi til landsins fylgist með eigin heilsu fyrstu dagana og verður þeim bannað að sækja veit- ingastaði heim fyrstu dagana. Um leið var fallið frá kröfu um PCR-próf áður en farið er um borð í f lugvél á leiðinni til Hong Kong en þess í stað þurfa allir einstaklingar að taka hraðpróf. Um tíma var þess krafist að einstaklingar sem kæmu til landsins færu í þriggja vikna sóttkví á hóteli en aðgerðirnar hafa haft áhrif á efnahagslíf Hong Kong. Um 113 þúsund einstaklingar hafa f lutt frá Hong Kong á rúmu ári og fjölmörg flugfélög hafa hætt við áætlunarflug til landsins vegna aðgerðanna á landamærunum. n Falla frá kröfu um sóttkvíarhóteldvöl kristinnpall@frettabladid.is BRETLAND Á sama degi og ný ríkis- stjórn Liz Truss  kynnti  aðgerðir til að rétta af efnahag Bretlands, hrundi gengi sterlingspundsins um tvö prósent. Pundið hefur átt undir högg að sækja undanfarnar vikur og hrundi gengið fljótlega eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Gengið hefur ekki verið lægra miðað við dollarann í tæp fjörutíu ár. Kwasi Kwarteng, fjármálaráð- herra Breta, boðaði nýjar áherslur á breyttum tímum með áherslu á hagvöxt, þegar kom að aðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar í gær. Kwasi boðaði skattalækkanir sem ná helst til tekjuhæstu hópanna, lækkun gjalda við fasteignakaup og hætti við fyrirhugaða hækkun á fyrirtækjaskatti. Með þessu afskrifar ríkisstjórnin um 45 milljarða punda til næstu fimm ára. Þá lofaði Kwasi efnahagsaðstoð upp á 60 milljarða punda þegar kemur að því að greiða rafmagns- reikninga heimilanna næstu sex mánuði, en féll frá tillögu um að hækka skatta á olíufyrirtækin. n Gengi pundsins í sögulegri lægð Yfirvöld í Hong Kong eru búin að gefa eftir á landamærunum. LAUGARDAGUR 24. september 2022 Fréttir 11FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.