Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 24
Vildi ekki fara í leðjuslaginn Það þarf ekki að kynna frægasta núlifandi Íslending­ inn fyrir lesendum. Björk hefur í áratugi haft gríðarleg áhrif á tónlistarheiminn með framúrstefnulegri sköpun og skipað sér fastan sess í popp­ kúltúr á heimsvísu, til bæði austurs og vesturs. Björk Guðmundsdóttir mætir í viðtalið á efri hæð í timburhúsi á Seltjarnar­ nesi. Hún er klædd stórri hvítri úlpu með áberandi augnskugga í jarðlitum. Það er svo­ lítið magnað að sitja á móti stjörnu af þessari stærðargráðu. Tilefnið er nýjasta platan, Fossora. Sjónræn umgjörð í kynningarefni sækir í sveppaheiminn og jörðina. Platan er grípandi við fyrstu hlustun, aðgengileg og ágeng. „Ég er bara í kápunni, í útilegu­ stemningunni eftir gönguna,“ segir Björk. Hvaðan hún gekk fylgir ekki sögunni, og það virkar hnýsið að spyrja. Björk er friðuð stærð í vesturhluta borgarinnar, það er bannað að skipta sér af. Þetta vita allir. Nína Richter ninarichter @frettabladid.is  Ekki innan um áhrifavaldana Björk segist fagna fjölbreytninni í mannflórunni og breytingum sem orðið hafa með stóraukinni ferða­ þjónustu. Aðspurð segist hún ekki finna fyrir auknu áreiti. „Mér finnst gaman að það séu túristar og líka íslenskir áhrifavaldar,“ segir hún. „En þetta er rosalega skýrt. Ég labba ekki niður Laugaveginn klukkan sex á föstudegi þegar það er rosa­ lega mikið af túristum.“ Veitingastaðirnir sem Björk og vinir hennar sækja eru ekki staðir sem ferðamenn eða áhrifavaldar fara á. „Ég fer aldrei á opnanir,“ bætir hún við. „Í þeim hverfum sem ég hangi í er enginn að taka mynd af mér á símann. Mér finnst eins og fólk viti þetta einhvern veginn. Ég var mjög skýr með þetta frá upp­ hafi á Íslandi. Það er bara: Þegar ég er heima vil ég fá frið og er mjög þakklát,“ segir Björk. Hún bætir við að ljósmyndarar sem taki myndir á opnunum virði óskir hennar einnig. „Ég sniglast bakdyramegin og þeir blikka mig bara og vita að ég vil vera í friði.“ Miskunnarlaus níundi áratugur Björk segist koma út úr holunni þegar hún gefur út plötu, en hún vilji að sama skapi ekki vera mynd­ uð þegar hún er úti að labba. Þó sé til þekkt fólk sem kjósi það og hún dæmi það alls ekki. „Þetta líf er fyrir suma en ekki fyrir mig. Ég fagna því að fólk sé að fá að velja þetta sjálft. Það var erfiðara þegar það var í höndunum á fjölmiðlum út af papar azzi. Það var miskunnar­ lausara,“ segir hún. „Eins og á 9. ára­ tugnum í London. Ég er ekki að ýkja, það var móment þegar það voru fjörutíu paparazzar í garð­ inum hjá mér á bak við runna með langar linsur þegar ég fór að sofa. Við Sindri fórum bara til Spánar,“ segir Björk og hlær. Hvað samfélagsmiðla varðar segir Björk frábært að rithöfundar geti skrifað ljóð daglega á Twitter. Sömuleiðis eigi hún vini sem vinna mikið á myndmiðla og nota Insta­ gram. „Ég er sjálf meira á Facebook. En þegar vinir mínir eru að gera ein­ hverja tónleika í Tókýó þá vakna ég og horfi á þá yfir morgunkaffinu, maður fær að fylgjast með,“ segir hún. Björk tekur þó fram að hún myndi aldrei deila neinu persónulegu á samfélagsmiðlum en ítrekar mikil­ vægi þess að fólk fái að velja sjálft hverju það deilir, hvernig það deilir því og að það virði að sama skapi hvernig aðrir vilja gera það. Vonbrigðin með Katrínu Jakobs Í ágúst ræddi Björk við breska blaðið The Guardian um vonbrigði í tengslum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Aðspurð hvort þær Katrín hafi rætt saman í kjöl­ far málsins, svarar Björk: „Nei. Ég hefði getað sagt eitthvað og þá hefði þetta orðið að einhverju hitamáli hérna heima. Ég ákvað að gera það ekki. Ég vildi ekki að þetta lenti í einhverjum leðjuslag á milli okkar, sem mér finnst þetta oft breytast í. Af því að mér finnst málið ekki vera: Björk á móti Katr­ ínu: Þær fara í bikiní út í leðjuna og horfum á þær berjast,“ svarar hún. „Það sem ég vildi frekar, og ég var mjög ánægð með, var að vikuna á eftir var á einhverri útvarpsstöð verið að ræða skilgreininguna fyrir almenning: Hvað þýðir það þegar land fer í neyðarástand? Bara að fræða okkur. Það var mikilvægara og ég vissi líka að ég væri að fara að gera viðtöl eftir tvær vikur og þá gæti ég líka sagt minn punkt. Það yrði svona mýkri lending frekar en að fara að grilla Kötu,“ segir Björk. Misskilningur í fjölmiðlum Hún vill þó meina að misskilningur hafi farið af stað í fjölmiðlum þegar fjallað var um málið, sem hún kveðst vilja leiðrétta. „Þegar ég var í New York var ég búin að tala við Gretu Thunberg, sem fór á bátnum yfir Atlantshafið. Við ætluðum saman að vera með blaðamanna­ fund og skora á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðar­ ástandi,“ segir Björk. „Ég sagði við Gretu: Það er mín reynsla á Íslandi, eins og þegar við vorum að berjast gegn álverunum og öllu þessu, að ef maður fer að ráð­ ast á fólk sem er ósammála manni fara allir í skotgrafirnar og allt fer í lás.“ Hún segist hafa orðið sér úti um símanúmer hjá forsætisráðherra í gegnum vin vinar. „Ég sagði við hana: Heyrðu, Katrín, nú ert þú í forsvari fyrir Norðurlöndin í ár. Ég ætlaði bara að láta þig vita af því að ég og Greta ætlum að halda þennan blaðamannafund áður en þú ert með þína ræðu, þar sem við ætlum að skora á ykkur. En vilt þú kannski bara vera með okkur í staðinn fyrir að þetta sé svona 24 Helgin 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.