Fréttablaðið - 24.09.2022, Qupperneq 29
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 24. september 2022
Ætlaði sér að vinna keppnina
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fór fram um síðustu helgi í Heiðmörk. Kristján Svanur Ey-
mundsson sigraði í hlaupinu en hann hljóp tæplega 215 kílómetra. Hann segir sigurinn um
helgina fara ofarlega á listann yfir helstu hlaupaafrek sín.
„Ef að eitt orð ætti að halda utan um þessa helgi þá er það þakklæti,“ segir Kristján Svanur Eymundsson hlaupagarpur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Safna á fyrir nýjum kirkjuklukkum í
Miðgarðakirkju.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
gummih@frettabladid.is
Á morgun verða söfnunartónleikar
í Hallgrímskirkju undir heitinu
„Hljómar frá heimskautsbaugi“
þar sem norðlenskir stórsöngv-
arar og tónlistarfólk kemur fram.
Söfnunartónleikarnir eru á vegum
sóknarnefndar Hallgrímskirkju
sem hefur haft forgöngu um að
safna fyrir nýjum kirkjuklukkum
í Miðgarðakirkju sem verið er að
reisa í Grímsey. Kirkjan brann til
grunna í september á síðasta ári en
kirkjuklukkurnar tvær úr bronsi
sem voru í kirkjunni bráðnuðu í
eldinum og varð ekkert heilt eftir
nema kólfarnir, sem eru úr járni.
Tónlistarfólkið sem tekur
þátt í söfnunartónleikunum eru
organistarnir Eyþór Ingi Jónsson
og Björn Steinar Sólbergsson,
söngvararnir Jónas Þór Jónsson,
Kristjana Arngrímsdóttir, Óskar
Pétursson og Ösp Eldjárn, auk þess
sem kór Hallgrímskirkju mun stíga
á svið undir stjórn kórstjórans
Steinars Loga Helgasonar.
Tekið við frjálsum framlögum
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju
á morgun hefjast klukkan 17 og
standa yfir í klukkustund. Hægt
er að nálgast miða við innganginn
eða inni á vefnum tix.is. Miða-
verð er 3.000 krónur. Tekið er við
frjálsum framlögum í söfnunina
fyrir nýju kirkjuklukkunum í
Miðgarðakirkju á eftirfarandi
reikning: 0513-26-6902. Kennitala:
590169-1969. n
Hljómar frá
heimskautsbaugi
starri@frettabladid.is
Kristján Svanur Eymundsson
sigraði í Bakgarðshlaupi Náttúru-
hlaupa sem fór fram um síðustu
helgi í Heiðmörk, en hann lauk
32 hringjum í brautinni sem gera
um 214,4 km. Í Bakgarðshlaupinu
hlaupa keppendur 6,7 km hring
á hverjum klukkutíma og sigrar
sá keppandi sem hleypur f lesta
hringi en hann þarf auk þess að
klára síðasta hringinn einn.
Eftir hvern hring geta kepp-
endur notað tímann sem er
eftir af klukkutímanum til að
hvílast og undirbúa sig fyrir næsta
hring. Þetta er síðan endurtekið
á klukkutíma fresti þar til einn
hlaupari er eftir og klárar síðasta
hringinn einn, sem Kristján
gerði í ausandi rigningu. „Bak-
garðurinn fer ofarlega á listann
yfir helstu afrek mín þegar kemur
að hlaupum. Ég er einnig mjög
stoltur af því að hafa komið til
baka eftir að hafa lent í meiðslum
á hné í byrjun júní eftir Hengil 50
km.“
Náttúran heillar
Hlaupin hafa fylgt Kristjáni frá
því í byrjun grunnskóla en móðir
hans, Rósa Friðriksdóttir, er ein af
hans helstu fyrirmyndum þegar
kemur að hlaupum. „Hún hefur