Fréttablaðið - 24.09.2022, Page 33
KYNN INGARBLAÐ
LAUGARDAGUR 24. september 2022
Vísindavaka Rannís
Finnst þér gaman að fikta og prófa
alls konar hluti og fræðast um
hvernig hlutirnir virka?
Á Vísindavöku Rannís gefst
almenningi kostur á að hitta okkar
fremsta vísindafólk og fræðast um
rannsóknir og nýsköpun á öllum
fræðasviðum á stóru sýningar-
svæði. Öflug miðlun vísinda til
almennings hefur sannað sig ræki-
lega á tímum heimsfaraldurs og
náttúruhamfara, þegar mikilvægt
er að fólk fái réttar upplýsingar
sem byggðar eru á rannsóknum
og vísindalegum aðferðum, en
markmiðið með Vísindavökunni
er einmitt að færa rannsóknir nær
almenningi, kynna manneskj-
urnar á bak við vísindin og vekja
fólk til umhugsunar um mikil-
vægi rannsókna- og vísindastarfs í
nútímasamfélagi. Verður það gert
með lifandi kynningum og boðið
upp á skemmtilega og fræðandi
viðburði fyrir alla fjölskylduna.
Allar vísindagreinar eru kynntar
á Vísindavöku, hugvísindi jafnt
sem raunvísindi, auk þess sem hellt
verður upp á hið sívinsæla Vísinda-
kaffi og viðurkenning veitt fyrir
vísindamiðlun.
Rannís stendur fyrir Vísindavöku á
Íslandi en hún er haldin samtímis í
340 borgum og bæjum í 25 löndum
víðs vegar um Evrópu undir heitinu
European Researchers‘ Night.
Missið ekki af stórskemmtilegri
Vísindavöku 2022 – aðgangur er
ókeypis og öll hjartanlega vel-
komin. n
Vísindin lifna við á Vísindavöku Rannís
í Laugardalshöll laugardaginn 1. október
Viltu vita hvernig eldgos eru vöktuð, prófa að búa til tölvuleik, fylgjast með þrívíddarprentun líffæra, hitta lifandi
maura og fræðast um geimbíla og svarthol? Á Vísindavöku Rannís gefst kærkominn kostur á því og meira til.