Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 41

Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 41
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að sinna starfinu. Samskiptastjóri Garðabær leitar að öflugum, drífandi og framsæknum einstaklingi með brennandi áhuga á samskiptum til að leiða nýja samskiptadeild sveitarfélagsins. Í starfinu felst m.a. upplýsingagjöf til íbúa, starfsmanna og annarra þeirra aðila sem sveitarfélagið er í samskiptum við. Helstu markmið starfsins eru að efla almannatengsl, samskiptastjórnun, traust og orðspor, ásamt því að auka sýnileika og fanga sérstöðu bæjarins. Starf samskiptastjóra heyrir undir bæjarritara en viðkomandi mun einnig starfa náið með bæjarstjóra og öðrum stjórnendum sveitarfélagsins. Umsjón með störfunum hafa Auður Bjarna­ dóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is). Við hvetjum metnaðarfulla einstaklinga til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 10. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Menntunar­ og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Marktæk reynsla á sviði sam skipta og miðlun upplýsinga þar með talið reynsla af samskiptum við fjölmiðla • Frumkvæði, drifkraftur og brenn­ andi áhugi á samfélags málum • Framúrskarandi samskipta- og miðlunarfærni • Geta til að vinna hratt og undir álagi • Mjög góð íslensku­ og ensku­ kunnátta í ræðu og riti • Reynsla af notkun samfélags miðla í starfi mikilvæg • Rík samskiptafærni og þjónustulund • Skipulagshæfni, sveigjanleiki og ögun í vinnubrögðum • Reynsla af verkefnastjórnun kostur Helstu verkefni og ábyrgð: • Ábyrgð, innleiðing og gerð samskiptaáætlunar • Almannatengsl, fjölmiðla­ samskipti og vöktun. • Umsjón með kynningar­ og útgáfumálum • Ritstjórn, frétta­ og greinaskrif og dagleg umsjón með samfélagsmiðlum og fréttabréfum • Skipulagning viðburða og opinna funda á vegum bæjarins • Upplýsingamiðlun til starfsmanna, viðskiptavina og annarra hagaðila • Ráðgjöf og aðstoð með vefsíðum stofnana bæjarins Sviðsstjóri umhverfis sviðs Garðabær leitar að framsæknum leiðtoga með skýra sýn og er jafn framt drífandi og öflugur. Viðkomandi verður hluti af stjórnenda teymi sem leiðir uppbyggingu samfélagsins í Garðabæ og metnaðarfulla þjónustu. Hlutverk sviðsins er að tryggja faglegt starf og fjárhagslega hag kvæman rekstur þeirra málaflokka og deilda sem undir sviðið heyra ásamt því að annast jákvæða og skilvirka þjónustu við bæjarbúa og aðra sem til sviðsins leita. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis­ og hreinlætismál og umsjón með fasteignum. Menntunar­ og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verkfræði eða hlið- stæðum greinum • Meistarapróf eða önnur fram­ haldsmenntun er æskileg • Framúrskarandi leiðtoga-, samstarfs­ og samskiptahæfni • Reynsla af stjórnun og rekstri • Reynsla og þekking í skipu lags­, mannvirkja­ og umhverfis málum • Góð verkkunnátta og víðtæk reynsla við stjórnun stærri verkefna • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu, lögum, reglum og stöðlum sem starfinu tilheyra • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku Helstu verkefni og ábyrgð: • Daglegur rekstur umhverfis­ sviðs • Umsjón með afgreiðslu erinda og stjórnsýslumála er varða verkefni sviðsins • Umsjón með gerð fjárhagsáætlunar sviðsins og framkvæmd hennar • Vinna að þróun upp­ byggingar í bæjarfélaginu í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar • Undirbúningur og framkvæmd stærri verkefna er heyra undir sviðið í samráði við hagsmunaaðila hverju sinni Garðabær er vaxandi samfélag í mikilli uppbyggingu þar sem lífsgæði og náttúrugæði fara saman. Hjá Garðabæ starfar samhentur hópur stjórnenda og starfsmanna með mikinn metnað til að veita íbúum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og auðga mannlíf og bæjarbrag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.