Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 44
VERKSTJÓRI Helstu verkefni
• Verkþáttastýring í samstarfi
við verkefnastjóra
• Verkstjórn
• Skráning og utanumhald verkferla
• Þátttaka í verkfundum
• Þátttaka í rýnifundum tengdum
verkefna- og gæðastjórnun
• Þátttaka í öryggis- og gæðamálum
Menntunar- og hæfnikröfur
• Sveinspróf í húsasmíði,
meistararéttindi æskileg
• Reynsla af sambærilegum störfum
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Góð tölvufærni
• Gott vald á íslensku í rituðu og töluðu
máli, ásamt góðri enskukunnáttu
VERKEFNASTJÓRI Helstu verkefni
• Verkþáttastýring
• Framkvæmdaeftirlit
• Kostnaðargát/eftirlit
• Kostnaðargreiningar
• Þátttaka í hönnunar- og verkfundum
• Gerð verkáætlana
• Þátttaka í rýnifundum tengdum
verkefna- og gæðastjórnun
• Þátttaka í öryggis- og gæðamálum
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólapróf í byggingatæknifræði,
byggingafræði eða byggingaverkfræði
• Iðnmenntun á byggingasviði er kostur
• Reynsla af sambærilegum störfum
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku í rituðu og töluðu
máli, ásamt góðri enskukunnáttu og
kunnáttu í einu norðurlandamáli
FRAMKVÆMDIR OG RÁÐGJÖF
Okkur vantar góðan liðsauka
Umsækjendur þurfa að vera með reynslu af sambærilegum störfum, liprir í
mannlegum samskiptum og með ríka þjónustulund.
Umsóknarfrestur er til og með 9. okt nk. Umsóknum um störfin þarf að fylgja
kynningarbréf ásamt ferilskrá.
Nánari upplýsingar veitir: Þorleifur Kristinn Árnason (thorleifur@alverk.is).
Alverk er metnaðarfullt
og framsækið fyrirtæki í
mannvirkjagerð með
megináherslu á framkvæmdir
og verkfræðiráðgjöf.
Fyrirtækið starfar að mestu
sem al- og/eða aðalverktaki.
Alverk vinnur í dag að mörgum
krefjandi og spennandi
verkefnum, bæði á
byggingastigi og í þróun. M.a.
svefnskála/gistihóteli fyrir
Landhelgisgæsluna á öryggis-
svæði Keflavíkurflugvallar, 52
íbúða verkefni í Úlfarsárdal
og stækkun hátækniseturs
fyrir Aztiq/Alvotech í
Vatnsmýri í Reykjavík. Svo
erum við með í hönnun og á
undirbúningsstigi byggingu
u.þ.b. 210 íbúða á
höfuðborgarsvæðinu.
Móberg er nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili HSU, sem senn verður
opnað á Selfossi. Allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið.
Við leitum að hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og ófaglærðum sem þurfa að geta
hafið störf sem fyrst. Um er að ræða fjölbreytt störf á skemmtilegum og
metnaðarfullum vinnustað, þar sem lögð er áhersla á einstaklingsbundna umönnun
íbúa, fagmennsku, umhyggju og virðingu fyrir skjólstæðingum.
Umsóknir á starfatorg.is
Framtíðarstarf á nýjasta hjúkrunarheimili landsins
Vilt þú verða hluti af liðsheild HSU?
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014
í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins.
HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, tvö sjúkrahús
og þrjú hjúkrunarheimili auk allra sjúkraflutninga í umdæminu.
Á stofnuninni vinna um 700 metnaðarfullir starfsmenn í 500 stöðugildum.
Unnið er í þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á hagsmuni
skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra.
FAGMENNSKA – VIRÐING – SAMVINNA
8 ATVINNUBLAÐIÐ 24. september 2022 LAUGARDAGUR