Fréttablaðið - 24.09.2022, Page 56
Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um en umsækjandi þarf að hafa viðeigandi menntun á sviði verkfræði, byggingatæknifræði, iðngreina eða sambærilegrar
menntunar sem nýtist í starfi.
Brennur þú fyrir þjónustuveitingu, ráðgjöf og samskiptum? Átt þú gott með að vinna í teymi starfsfólks sem sinnir fjölbreyttum og ólíkum verkefnum frá degi til dags?
Vörður leitar að öflugum liðsauka í teymi þeirra sem vinna að tjónamati innan eignatjóna. Helstu verkefni snúa að þjónustu við viðskiptavini í tengslum við eignatjón,
ákvörðun um bótaskyldu, uppgjör tjóna ásamt kostnaðar- og verkeftirliti sem og vettvangsskoðanir og áhættumat.
Tjónamatsfulltrúi eignatjóna
Helstu verkefni
- Þjónusta við viðskiptavini félagsins í tengslum við eignatjón
- Mat á tjónum og bótaskyldu, kostnaðarmat og uppgjör eignatjóna
- Verkumsjón/eftirlit og samskipti við hagaðila og birgja
- Vettvangsskoðanir í tengslum við tjón
- Áhættumat fasteigna
Hæfniskröfur
- Verk- eða byggingatæknifræðimenntun og/eða meistaragráða í iðngrein
- Frumkvæði, þjónustulipurð og fagmennska
- Skipulögð vinnubrögð, vandvirkni og nákvæmni
- Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum
- Góð samningatækni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Tekið er á móti umsóknum á ráðningarvef félagsins á vordur.is. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Þór Guðmundsson teymisstjóri, kristinng@vordur.is
eða Hrefna Kristín Jónsdóttir framkvæmdastjóri tjónaþjónustu, hrefna@vordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 25. september nk.
Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með yfir 65 þúsund viðskiptavini um land allt, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir
á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, sjálfbærni, vellíðan og starfsánægju.
Vörður hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021 með áherslu á kynjajafnrétti og hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð 2020 frá Creditinfo og Festu.
Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki frá árinu 2014.
Við leitum að liðsauka
RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR
Að gera betur í dag en í gær
er drifkraftur nýrra hugsana
og betri árangurs.
Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
Rannsóknir auka þekkingu
og gera ákvarðanir markvissari
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.