Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 80

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 80
Ég sit hér og ég óttast um öryggi mitt og þori ekki að koma fram undir nafni. En klerka- stjórnin hefur margoft látið taka fólk af lífi í öðrum löndum. Femínist- arnir hér vilja miklu frekar tala um það sem er auðvelt í femínism- anum. Írönsk kona sem búsett er á Íslandi telur norræna femín- ista hafa brugðist írönskum konum í jafnréttisbaráttunni. Hún segir ástandið í heima- landinu skelfilegt, lokað sé fyrir netsamband og ríkis- stjórnin fremji fjöldamorð á eigin þegnum. Konur í Íran leiða nú gríð- arlega öldu mótmæla þar sem þær berjast fyrir auknu frelsi undir íslamska lýðveldinu. Íslamska lýðveldið er leitt af klerka- stjórn, hverrar leiðtogar hafa gerst sekir um ótal mannréttindabrot og verið sakaðir um stríðsglæpi. Konur njóta takmarkaðra réttinda í ríkinu og eru undir stöðugu eftirliti „sið- gæðislögreglu“, sem sökuð er um að beita konur kerfisbundnu ofbeldi. „Í fyrsta lagi er ég rosalega ringluð, reið og sorgmædd,“ segir írönsk kona, búsett í Reykjavík, um ástandið í heimalandinu. Hún vill af öryggisástæðum ekki koma fram undir nafni, en við getum kallað hana Söru. Sara flutti til Íslands fyrir fimm árum síðan, gegnir stjórn- unarstöðu hjá íslensku fyrirtæki, er vel menntuð og á gott tengslanet hér á landi. „Það eru svo margar ólíkar tilfinningar í gangi. Ég lifi mínu hversdagslega lífi á Íslandi, þarf að mæta til vinnu og brosa til fólks,“ segir hún. „Ég get ekki beinlínis rætt þessa hluti stöðugt við kollega mína, að þetta sé að gerast í heima- landinu mínu.“ Skammast sín á Íslandi Sara segist finna til skammar yfir því að vera á Íslandi þessa stundina, þegar hún finnur til forréttinda sinna. „Þegar ég vakna á morgnana og vel fötin sem ég klæðist og mæti til vinnu. Á sama tíma eru konur í Íran að berjast fyrir algjörum grundvallarmannréttindum,“ segir hún. Sara segir mótmælin vera að ná nýju hámarki. „Það er alltaf styttra á milli þessara stóru mótmæla núna. Staðreyndin er sú að almenningur á sér enga rödd í vestrænum fjöl- miðlum. Það gerir mig reiða. Það angrar mig og það angrar þjóðina,“ segir hún. Sara segir að klerkastjórnin hafi slökkt á internet-aðgangi fyrir almenning í Íran. „Það er eitthvað sem þeir lærðu að gera fyrir nokkr- um árum. Þá hugsuðu þeir: Jæja, þetta internet er greinilega rosalega öflugt tæki. Þannig að hvenær sem þeir slökkva á netinu getur fólk ekki lengur komið ástandinu á fram- færi, getur ekki hlaðið upp mynd- böndum og ljósmyndum og fólk um allan heiminn fær ekki aðgang að upplýsingum. Og svo fremja þeir fjöldamorð.“ Í gærmorgun reyndi Sara að senda foreldrum sínum og bróður skilaboð, en þau eru búsett í Íran. „Ég sá að skilaboðin komust ekki til þeirra og þá áttaði ég mig á því að þeir hafa slökkt á netinu aftur. Svona gera þeir þetta.“ Morðið á Masha Amini Sara segir að það nísti að sjá hversu ungir mótmælendurnir eru. „Þau eru bara fimmtán ára gömul úti á götunum. Af hverju á fimmtán ára gömul stúlka að þurfa að fara út á götu og krefjast einhverra grund- vallarmannréttinda?“ Þessi tiltekna alda mótmæla hófst með dauða hinnar 21 árs gömlu Möshu Amini sem var hand- tekin af „siðferðislögreglunni“ þann 16.  september fyrir að klæðast hijab-slæðunni á „rangan máta“. Sara segir að hitamálið þessa stundina sé hijabinn. „Það er ekki eina málið, að sjálfsögðu. Það eru ofsalega margir hlutir sem eru ekki í lagi. Efnahagsmálin eru í algjöru rugli, það er ritskoðunin og frelsis- skerðingin. Allt er rosalega dimmt. En akkúrat núna er áhugavert að fólkið í fremstu línu er konur. Þær eru að brenna hijabinn.“ Sara þagnar og ræskir sig. „Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta.“ Hún þagnar aftur stutta stund. „En ég sé hversu hugrakkar þær eru. Ég sit hér og ég óttast um öryggi mitt og þori ekki að koma fram undir nafni. En klerkastjórnin hefur margoft látið taka fólk af lífi í öðrum löndum. Þeir senda morð- ingja til annarra landa. Ísland er auðvitað lítið og það er auðvelt að finna fólk hérna. En samt skamm- ast ég mín smá fyrir að vera hrædd, vegna þess að svona margar konur heima eru að hætta lífi sínu fyrir mótmælin.“ Vindurinn á hálsinum En man Sara eftir fyrsta augna- blikinu þegar hún ferðaðist utan Írans sem fullorðin manneskja og tók niður hijabinn? Sara brosir áður en hún svarar. „Já, auðvitað. Ég man það rosalega vel. Ég var sautján ára og var að ferðast. Börn þurfa auðvitað ekki að klæðast hijab og ég hafði ekki áttað mig almennilega á þessu. En sautján ára þurfti ég að klæðast hijab í Íran. Ég ferðaðist til Tyrk- lands, sem er auðvitað múslimaríki, en það er mjög ólíkt. Þar er enginn skyldaður til að klæðast hijab,“ segir hún. „Þarna vorum við mamma, hún fór úr hijabinum og fannst það óþægilegt og var feimin við það. Ég gerði það líka en samt... bara það að finna vindinn á hálsinum og eyr- unum var rosalega skrýtið.“ Þó var óttinn aldrei langt undan. „Hvenær sem ég sá lögreglubíl varð ég rosalega hrædd. Þetta er ekki bara mín upplifun heldur eiginlega allra íranskra kvenna sem ég hef rætt þessa hluti við. Þær skrifa um þetta á samfélagsmiðlum, fyrstu skiptin sem þær hafa tekið af sér hijabinn á almannafæri erlendis. Þessi rosalegi ótti við alla bíla sem nálgast. Þetta er alltaf eins,“ segir Sara. Sara segist hafa forðast ákveðnar götur og svæði þegar hún bjó í Íran og segir konur vara hver aðra við ef þær sjá „siðgæðislögregluna“ á sveimi. „Þeir safna konum í sendiferða- bíla og keyra þær í svona lögreglu- miðstöðvar, ekki lögreglustöðvar. Þeir gera svo bara hvað sem þeir vilja við konurnar. Oft er þeim nauðgað, en þetta er eitthvað sem enginn talar um,“ segir Sara. Femínismi á villigötum Sara segir umræðuna um hijabinn á villigötum á Íslandi og í þessum heimshluta. „Ég er ógeðslega þreytt á því að heyra fólk mála þetta einhverjum rómantískum litum, að þessi hluti menningar Mið-Austurlanda sé svo fallegur. Þetta nístir mig. Það er ekkert fallegt við þetta, þetta er ekki val þessara kvenna. Þetta er eitthvað sem fjölskyldur þeirra neyða þær til að gera og þær geta ekki einu sinni tekið þetta niður, án þess að finnast þær vera að gera eitthvað rangt.“ Sara segir að rödd íranskra kvenna hafi verið kæfð í vestræn- um fjölmiðlum. „Viðkvæðið er allt- af að verið sé að hlusta. Og auðvitað er Íran fallegt land og margt fallegt við það. En það er þessi myrka hlið – ég vildi að fólk myndi heyra hana oftar og gangast við þeirri stað- reynd að það er gríðarlegur fjöldi kvenna þarna. Þetta er 80 milljóna manna land og þarna eru fjörutíu milljónir kvenna.“ Sara segir íslenskar konur og nor- rænar konur vera stöðugt að tala um jafnrétti kynjanna, en það dugi skammt þegar komi að málefnum kvenna í Íran. „En ég hef ekki heyrt eina mann- eskju tala um þessi mál. Femínist- arnir hér vilja miklu frekar tala um það sem er auðvelt í femínism- anum. Sjálfsfróunar-tabú eða eitt- hvað. Auðvitað er það alveg mikil- vægt líka. En ef við ætlum í alvöru að tala um kvenréttindi, eigum við þá ekki að tala um réttindi fyrir allar konur í heiminum? Þetta angrar mig mjög mikið.“ n Nánar á frettabladid.is Og svo fremja þeir fjöldamorð Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Írönsk kona sem búsett er á Íslandi segir umræðuna um hijabinn vera á villigötum í þessum heims- hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ NÍNA RICHTER 32 Helgin 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.