Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 100

Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 100
Ég les þetta og ég skil þetta, held ég. En ég er samt ekki búin að meðtaka þetta. Ég er sannfærð um að þessar aðstæður hjálp- uðu mér að fara djúpt inn á við og rifja upp tímann þegar ég var að koma út úr skápnum. Margrét Rán AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is AUSTIN rafdrifinn hægindastóll Stillanlegur með innbyggðum skemli. Ýmsir litir. Verð 149.900 kr. Nú 119.920 kr. TUCSON hægindastóll Rafdrifinn hægindastóll með leðuráklæði á slitflötum og sveif. Verð 189.900 kr. Nú 151.920 kr. AUSTIN sófi 3ja sæta stillanlegur sófi. Hægra og vinstra sæti eru hallanleg með skammel. Miðjusæti niðurfellanlegt og verður að borði. 198 x 95 x 98 cm. Verð 299.900 kr. Nú 239.920 kr. Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. LÝKUR Á MÁNUDAG BUFFALO lyftistóll Stillanlegur hægindastóll/lyftistóll. Leður á slitflötum. Stóllinn aðstoðar þig á fætur. Verð 229.900 kr. Nú 183.920 kr. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. toti@frettabladid.is „Ég myndi segja að þetta væri vika tveggja átaka og þau eru í raun og veru eins ólík og hugsast getur. Ann- ars vegar er þessi hryðjuverkaógn sem virðist vera orðin til á Íslandi. Ég er bara ekki búinn að meðtaka það. Ég les þetta og ég skil þetta, held ég. En ég er samt ekki búin að meðtaka þetta,“ segir Sveinn Waage, sem hefur verið að gera það gott og farið víða með fyrirlestur sinn Húmor virkar. „Þetta er svo fáránlega fjarlægt manni þótt að þetta sé að gerast núna. Það er einhver sakleysis tef- lon-húð yfir manni þegar kemur að Íslandi og kannski er hún að bráðna núna. Svo er það belgingurinn í Pútín. Teflon-húð sakleysis að bráðna n Frétt vikunnar Sveinn Waage Sveinn Waage fyrirlesari. Óvissan þarna er að verða all svaka- leg,“ segir Sveinn og bendir á vinkil sem standi honum nærri. „Og fær að fylgja með í fyrirlestrum mínum. Virðingin, stuðningurinn og traust- ið sem Selenskíj er að fá í geggjuðum aðstæðum eru alveg óumdeilanleg. Sem er skemmtilegt þegar maður er að tengja húmor og traust. Þessi maður var grínisti og gamanleik- ari og það virðist ekki há honum í þessu. Þvert á móti og það er eitt af því sem ég er að reyna að halda fram í þessum fyrirlestrum mínum.“ n Margrét Rán, Einar Stefáns- son og Bergur Dagbjartsson í hljómsveitinni Vök sættu færis í hægagangi heimsfar- aldursins og gerðu sína þriðju plötu í rólegheitum. Platan ber nafn hljómsveitarinnar og Vök-sándið er á sínum stað þótt þau teygi sig í ýmsar nýjar áttir. toti@frettabladid.is „Það kemur alltaf einhver ný umgjörð og nýtt sánd með hverri nýrri plötu og við vorum svo sem ekkert feimin við að gera eitthvað nýtt á þessari plötu,“ segir Margrét Rán, söng kona hljóm- sveitarinnar Vakar, um nýju plötuna sem ber nafn sveit- arinnar og kom út í gær. „Við fórum út úr þægindaramman- um,“ bætir bassa- og gítarleikarinn Einar Stefánsson við. „En þú heyr- ir alveg að Vök- sándið er alveg mjög framarlega á þessari plötu,“ heldur Margrét Rán áfram. „En við buðum inn smá kántrí og smá hipphoppi. Svo er bara líka mikið af draumapoppi og smá svona kirkjuhljómi.“ Lán í faraldursóláni Þau gerðu plötuna í rólegheitum í Covid sem þau segja hafa komið á hárréttum tíma fyrir þau. „Ég ætla nú ekkert að segja að það hafi verið neitt geðveikt að fá Covid en það hentaði okkur bara frekar vel því við vorum búin að ákveða að koma okkur fyrir í hljóðverinu, leggjast í dvala og gera plötu númer þrjú,“ segir Margrét Rán. „Tíminn virtist standa í stað en það var á einhvern undarlegan hátt dýrmætt að fá að upplifa þetta skrítna ástand. Ég er sannfærð um að þessar aðstæður hjálpuðu mér að fara djúpt inn á við og rifja upp tímann þegar ég var að koma út úr skápnum sem varð svo yrkisefnið,“ segir Margrét Rán sem hefur aldr- ei verið jafn berskjölduð í tónlist sinni. Sofið hjá stelpu „Ég hef nefnilega lítið verið að ber- skjalda mig rosalega mikið á f e r l i n u m , “ segir Mar- g rét R á n, sem þurfti a l v e g a ð draga djúpt a n d a n n áður en hún af hjúpaði sig með þessum hætti. „ E i n s l í k a að fara í viðtöl og segja bara: Já, þetta lag er um að sofa hjá stelpu, skilurðu?“ segir hún og hlær. „En þetta er samt rosalega góð þerapía út af fyrir sig. Það var kaffærandi fyrir mig að vera föst í sjálfri mér þegar ég var ungl- ingur og skildi eftir sig djúp sár sem ég er ennþá að kljást við.“ Hún segir plötuna mikið til fjalla um það ferli hennar að verða ástfangin af konu og koma út úr skápnum. „Ég sé það svo skýrt núna hvað það er mikilvægt að fá að vera maður sjálfur. Platan hjálpaði mér að taka utan um þetta ferli og leyfa sárunum að gróa. Hún fjallar um mikilvægi þess að vera sýnilegur því við eigum öll skilið að fá sam- þykki fyrir að vera við sjálf og líða vel í eigin skinni.“ Öðruvísi ferli Vök er þekkt fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem elektró og indí-popp blandast saman, en þau segjast á þessari plötu hafa reynt að brjóta formið á lagasmíðunum og leika sér með óvæntar og mótsagnakenndar hug- myndir. „Við vildum leyfa lögunum að njóta sín og höfum því kynnt þau eitt af öðru síðastliðið ár,“ segir Einar. „Þetta ferli er búið að vera öðruvísi en áður hjá okkur en við erum mjög ánægð með útkomuna.“ Platan kom á allar helstu streym- isveitur í gær og þau Margrét Rán og Einar segja vínilútgáfuna væntan- lega og minna síðan á að þau verða með útgáfutónleika í Gamla bíói 21. október og á Græna hattinum á Akureyri þann 22. október. n Vök naut þess að gefa tónlist sinni frelsi og voru ófeimin við að prufa nýja strauma saman við gamla góða sándið. MYND/ DÓRA DÚNA Ferskir straumar koma saman í kunnuglegri Vök 52 Lífið 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.