Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 84
82
þolir vorkulda betur en margur annar gróður. Áburðar-
magn í meðalfrjóan jarðveg er hæfilegt kg. á ha.:
Á mýrajörð: 200 kg. Kali
300 — Superfosfat
200 — Kalksaltpétur
Á móajörð: 100 kg. Kali
300 — Superfosfat
250 — Kalksaltpétur.
Þetta áburðarmagn er miðað við fyrstu árs rækt, á
mýra- eða móajörð, en á 2. og 3. ári, má minnka salt-
péturinn niður í 100—150 kg. á ha., en úr því verður að
færa komakurinn, því ekki reynist vel að rækta kom
lengur en 2—3 ár á sama blettinum.
Vel má nota búfjáráburð í stað tilbúins, og þá 75—90
vagnhlöss á ha., vart er þó hægt að rækta kornið með bú-
fjáráburði á sama landi lengur en 2 ár, og færa svo til.
Beztu afbrigði af byggi eru eflaust Dönnesbygg ísl., Sölen-
bygg, Pólarbygg og Maskinbygg. Af höfrum Niðarhafrar,
Tennahafrar og Favorithafrar.
Byrja ber uppskeruna á byggi og höfrum þegar kornið er
orðið seighart (ostharka). Uppskerutími fer eftir sáð-
tíma og tíðarfari. Venjulega 25/8 til 20/9. Uppskeran af
ha. getur orðið 18—40 tunnur kom, og hálmur 35—70
hestburðir. Vinnu við uppskeruna verður að læra í verki,
svo að gagni komi. Nánari upplýsingar um komyrkju fást
með því að snúa sér til tilraunabúsins á Sámsstöðum, og
þeirra, sem hafa við hana fengizt í nokkur ár.
JURTAKVILLAR
Eftir Ingólf Davíðsson.
A. Kvillar í kartöflum.
Myglan er illvígasti óvinur kartöflunnar sunnanlands.
Koma grágrænir blettir á kartöflugrösin, einkum út við
blaðrendurnar. í röku og sæmilega hlýju veðri stækka og
dökkna blettirnir. Getur gras næmra afbrigða að lokum
gerfallið. Veikin byrjar á smáblettum í garðinum. Gró
myglusveppsins berast með vindi milli nálægra garða.
Regnvatnið flytur þau niður að kartöflunum. Við smitun
koma blýgráir blettir á kartöflurnar. Eru þeir gmnnir í
fyrstu og þurrir, en seinna getur öll kartaflan rotnað