Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 112
110
vandræðum með undanrennuna, að taka þetta til athug-
unar. Soðnar kartöflur eru ágætar fyrir hænsni og sömu-
leiðis hvers konar grænmetisúrgangur. Alltaf skal hafa
hreint drykkjarvatn og skeljasand í hænsnahúsinu.
Ljósið. Hænsnin eru mjög sólelskir fuglar, og þrífast
því bezt í góðri birtu. Hænsnahúsið þarf því að vera vel
bjart. í skammdeginu þarf að hafa ljós hjá þeim, með
því er hægt að lengja starfsdaginn um nokkra tíma. Hæfi-
legt er að kveikja í hænsnahúsinu kl. 6—7 á morgnana og
hafa Ijós til 8 eða 9 á kvöldin. Yfir lágnættið er eðlilegast
að hafa ljóslaust.
Hænurnar verpa flestum eggjum fyrstu tvö varpárin, en
síðan fækkar þeim með ári hverju. Þar sem útungunin og
uppeldi unganna ekki er alltof kostnaðarsamt, verður því
hagkvæmast að láta hænurnar ekki verða eldri en 3Vi
árs. Ekki er bót að hafa hana með hænunum á öðrum
tíi-'.a en þeim, þegar eggin eru notuð til ungunar, en þá
þarf að hafa sem svarar 1 hana fyrir hverjar 15—20 hæn-
ur. —
Útungunin. Útungunareggin á að velja undan beztu
hænunum. Með því er unnið að umbótum á stofninum.
Stærð útungunareggjanna er hæfileg 55—60 gr. Útungun-
areggin mega ekki vera eldri en 10—12 daga þegar þau
eru lögð undir hænuna. Skum eggjanna þarf að vera
sterkt, slétt og ógallað. Hreiðrið er haft í kassa, sem
settur er á afvikinn stað, og er gott að hafa mold eða
torfu á botni hans, til þess að rakinn haldist hæfilegur.
Ofan á það er svo sett heyrusl eða hálmur og eggin lögð
þar í. Ekki er ráðlegt, að hænan liggi á fleiri en 10—12
eggjum, en kalkúnhænur á 15—20. Hænan á að liggja
alveg kyrr fyrstu tvo dagana, en síðan er hún tekin aí
dag hvern til hins 18. dags, og henni gefið fóður og hún
látin hreyfa sig. Eftir þann tíma er hún svo látin liggja
óáreitt til þess er ungarnir koma úr egginu. Það skeður
á 21.—22. degi. Á 23. degi er svo óhætt að taka hænuna
af hreiðrinu og hún þá flutt þangað sem hún á að vera
með ungana.
Uppeldi og fóðrun unganna. Ungunum er eðlilegast að
fá að ganga með móðurinni fyrstu mánuðina. Ungamir
eru fljótt furðu sprækir og fárra vikna geta þeir fylgt
móðurinni úti sem inni. Um fóðrun unganna er þetta