Fréttablaðið - 28.09.2022, Qupperneq 26
Upp-
skriftir
gerast ekki
mikið
haustlegri
en þessi.
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Hrafnhildur Hákonardóttir
hefur tekið Mjólkurþistil frá
ICEHERBS um árabil og segir
bætiefnið vera daglegan
gleðigjafa. Mjólkurþistillinn
er þekktur fyrir hreinsandi
áhrif.
Hrafnhildur hefur þjáðst af slitgigt
síðastliðin sex ár og segir mjólkur-
þistilinn hafi bætt líðan sína til
muna. Hún tekur líka D-vítamín,
magnesíum með fjallagrösum,
astaxanthin og stundum fjalla-
grös, allt frá ICEHERBS.
„Það er nú kannski svolítið pjatt-
að hjá mér, en ég heillaðist fyrst af
pakkningunum en er nú aðallega
hrifin af þeim því bætiefnin frá
ICEHERBS eru náttúruleg og hrein.
Allar upplýsingar eru á íslensku og
boxin fara vel í eldhússkúffunni
og ofan í mig. Það er auðvelt að
finna þessi vítamín í hillunum í
apótekum og verslunum og ég veit
hvað þau innihalda,“ segir Hrafn-
hildur.
Hjálpar lifrinni
„Ég er slæm af slitgigt og finn
fyrir verkjum í hálsliðum, baki,
höndum og fótum. Ég tek verkja-
lyf oftar á veturna en sumrin því
kuldinn fer alls ekki vel í gigtina.
Vinur minn mælti með mjólkur-
þistli með verkjalyfjum því hann
getur haft hreinsandi virkni á
líkamann og hjálpað lifrinni að
hreinsa út óæskileg efni.
Mjólkurþistillinn hefur gert
sitt gagn. Ég veit það vegna þess
að ég fer á þriggja mánaða fresti í
blóðprufu til að mæla lifrargildi
innkirtla og annarra kerfa. Ég er
enginn unglingur en gildin eru
alltaf í góðu lagi.
Ég tek tvö hylki af ICEHERBS
Mjólkurþistli á morgnana mjög
samviskusamlega og hann fer
alltaf með mér í ferðalög.“
Ómissandi þegar
freistingar ber að garði
Hrafnhildi er afar annt um heils-
una og borðar hollan og góðan
mat að staðaldri. Hún segist hins
vegar eiga jafn erfitt og við hin að
stand ast freistingar yfir hátíðar
eins og jól og páska. „Það er erfitt
að sniðganga þennan góða mat þó
að allir viti að allt þetta gúmmelaði
sé ekkert sérstaklega gott fyrir
kerfið. En það þarf nú stundum að
njóta og leyfa sér. Ég hryn nú alveg
í það yfir hátíðirnar í mat og drykk
og þá bæti ég við tveimur hylkjum
af mjólkurþistli fyrir svefn. Þetta
tryggir betri svefn hjá mér og
ég er orkumeiri daginn eftir þar
sem líkaminn er ekki að ströggla
við allt það sem ég innbyrði
daginn áður. Ég mæli hiklaust með
mjólkurþistli, ekki bara fyrir þá
sem ætla að gera vel við sig í mat og
drykk heldur bara flesta.
Ég finn líka að mjólkurþistil-
linn hjálpar til eftir á. Sérstaklega
í janúar eftir allt stressið og sukkið
í desember. Í stuttu máli sagt þá
líður mér betur í líkamanum þegar
mjólkurþistillinn er með mér og
ég finn að líkaminn er í betra jafn-
vægi. Ef mér líður vel í líkamanum
þá verður myrkrið, kuldinn,
stressið og allt annað mun bæri-
legra.
ICEHERBS mjólkurþistillinn
með íslenskum fjallagrösum
hjálpar til við að hreinsa líkamann
af umframefnum sem safnast fyrir
í lifrinni og líkamanum.“
Náttúruleg hreinsun
ICEHERBS mjólkurþistill inni-
heldur hreinan mjólkurþistil og
íslensk fjallagrös. Mjólkurþistill
inniheldur virka efnið sylimarin
sem er þekkt fyrir að hafa góð
áhrif starfsemi lifrar og nýrna.
Efni úr mjólkurþistli á að hjálpa
lifrinni við myndum nýrra lifrar-
frumna og er þannig náttúruleg
hreinsun fyrir lifrina. Þá hefur
plantan andoxandi virkni og
hjálpar til við að losa óæskileg
efni út úr líkamanum. Sumir nota
mjólkurþistilinn þegar þeir hafa
neytt áfengis vegna hreinsandi
áhrifa hans.
Íslensk fjallagrös eru þekkt
sem gingseng Íslands og ekki
að ástæðulausu. Þau innihalda
betaglúkantrefjar sem eru
þekktar fyrir að auka þyngdartap,
bæta meltingu og styrkja þarm-
ana. Fjallagrös eru rík af stein-
efnum, einkum járni og kalsíum,
og bera í sér f léttuefni sem hindra
óæskilegar bakteríur. Fjallagrös
hjálpa til við að draga úr bjúg og
er þessi hreinsandi blanda frábær
fyrir almenna matar- og drykkjar-
gleði.
Íslensk og kröftug bætiefni
ICEHERBS framleiðir hrein og
náttúruleg bætiefni. Þar er lögð
áhersla á að virkni skili sér í
réttum blöndum og að eiginleikar
innihaldsefnanna viðhaldi sér að
fullu.
Vörurnar eru framleiddar á
Íslandi og innihalda engin óþarfa
fylliefni. n
ICEHERBS fæst í öllum betri mat-
vöruverslunum, apótekum og
heilsuvöruverslunum og í glæsi-
legri vefverslun á iceherbs.is.
Mjólkurþistill
gerir lífið léttara
Hrafnhildur Hákonardóttir segist finna mikinn mun á sér eftir að hún fór að
taka ICEHERBS mjólkurþistil. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Berglind Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, lífs-
kúnstner og eigandi upp-
skriftasíðunnar Gulur,
rauður, grænn og salt, er ein-
staklega hrifin af haustinu
og blómstrar þá gjarnan í
eldhúsinu.
Berglind segir matinn sem hún
lagar á haustin þyngjast aðeins
og verða matarmeiri, sérstaklega
þegar rigning lemur á gluggann og
haustlægðirnar láta á sér kræla.
Berglind hefur gaman af því að
vinna að fjölbreyttum verkefnum
og takast á við nýjar áskoranir.
„En fyrst og fremst elska ég að
hafa gaman og plús ef maður getur
glatt líf annarra í leiðinni,“ segir
Berglind sem er mikill gleðigjafi.
Aðspurð segist Berglind vera
heilluð af haustinu og að hún verði
miklu afslappaðri þegar haustið
gengur í garð.
„Allir fallegu haustlitir náttúr-
unnar, þegar byrjar að dimma og
ryk hættir að sjást, og góð ilmkerti
finnst mér heillandi. Svo er líka
dásamlegt að geta hlammað sér í
sófann og hámhorft á gott efni með
góðri samvisku – sem er oft erfiðara
á sumrin því þá finnst manni
maður verða að vera svo virkur,“
segir Berglind og brosir dreymin á
svip.
Þegar hausta tekur segir Berglind
að eldamennskan breytist sam-
hliða, þá útbúi hún matarmeiri rétti
og samsetningin sé öðruvísi.
„Ég myndi segja að maturinn
þyngist aðeins og þá sérstaklega
þegar rigningin lemur á gluggana.
Þá langar mig oftast í einhverja
góða súpu eða pottrétti.“
Hvernig gengur þér þegar kemur
Sviptir hulunni af uppáhalds haustréttinum
Smalabaka
Berglindar er
ómótstæðileg á
haustkvöldum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
að því að töfra fram kræsingar fyrir
fjölskylduna?
„Það er bara eins og á öllum
heimilum, gengur svona upp og
ofan. Það eru helst vinir barnanna
sem heillast af eldamennsku minni,
enda er grasið oft grænna hinum
megin við hólinn. En oftast eru
börnin ánægð með það sem ég gef
þeim.“
Berglind sviptir hulunni af einum
af sínum uppáhaldsréttum sem
hún segir að geti verið fullkominn
haustréttur.
„Mig langar að deila með
lesendum uppskrift að góðri
smalaböku. Uppskriftir gerast ekki
mikið haustlegri en þessi. Ég féll
fyrir svona bökum þegar ég fór á
stað í Putney í London sem heitir
Putney pies. Mögulega það besta
sem ég hef smakkað og mæli mikið
með því að fara á þann stað ef þið
hafið tök á. Ef ekki þá mæli ég
með því að þið skellið í þessa
dásamlegu smalaböku.“
Dásamleg smalabaka
fyrir 3-4
2 msk. ólífuolía
1 laukur, saxaður
500 g nautagripaþynnur frá
Kjarnafæði
2 tsk. steinselja
1 tsk. rósmarín
1 tsk. timían
½ tsk. salt
½ tsk. svartur pipar
1 msk. Worcestershire-sósa
2-3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk. hveiti
2 msk. tómat paste
240 ml nautasoð
1 bolli frosnar baunir og gulrætur
Kartöflumús
2 stórar bökunarkartöflur,
afhýddar og skornar í bita
110 g smjör
60 ml rjómi
½ tsk. hvítlauksduft
½ tsk. salt
¼ tsk. svartur pipar
¼ bolli rifinn parmesan
Látið olíu á pönnu og hitið yfir
miðlungshita. Bætið lauknum
saman við og hrærið í 3-5
mínútur. Bætið kjötinu
á pönnuna ásamt
steinselju, rós-
marín, timían,
salti og pipar og
hrærið öllu vel
saman. Eldið í 6-8
mínútur eða þar
til kjötið er farið
að brúnast.
Látið Worces-
tershire-sósu og
hvítlauk saman við
og steikið í 1 mínútu.
Bætið þá hveiti og tómat
paste og hrærið þar til allt
hefur blandast vel saman. Bætið að
lokum við soði og frosnu græn-
meti. Látið malla í 5 mínútur.
Takið af hitanum og geymið.
Sjóðið kartöflurnar í 10-15
mínútur eða þar til þær eru farnar
að mýkjast. Hellið vatni frá og
bætið smjöri, rjóma, hvítlauks-
dufti, salti og pipar saman við og
stappið. Bætið parmesan út í og
blandið öllu vel saman.
Látið kjötið í ofnfast mót. Látið
kartöflumúsina ofan á og dreifið
vel út. Látið í 200°C heitan ofn í
25-30 mínútur. Kælið í 15 mínútur
áður en borið er fram. n
4 kynningarblað A L LT 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR