Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 12
10
20.
§R. PÁLL Á VÖLLUM í Svarfaðardal spurði einu
sinni dreng einn á kirkjugólfi, hver hefði svikið
Krist.
Drengurinn vissi það ekki.
Prestur segir þá, að það hafi verið lærisveinn
hans og heitið Júdas.
Þá segir strákur:
„Það veit ég, að þessu lýgurðu."
21.
]\|AÐUR NOKKUR hitti kunningjakonu sína, sem
var komin á fertugsaldur. Þau höfðu ekki sézt
lengi.
„Mér sýnist þú hafir fitnað á seinni árum,“ sagði
maðurinn.
„Þetta mátt þú ekki segja,“ sagði konan. „Veizt
þú ekki, að það er móðgandi ?“
„Það er ekki móðgandi fyrir konu, sem komin er
á þinn aldur,“ svaraði maðurinn.
22.
]\EMANDI í gagnfræðaskóla hér í bænum var
spurður að því, hvað ungi lundans væri kallaður.
„Lundabaggi," svaraði hann.
23.
JNGIMUNDUR hét bóndi í Norðurkoti í Grímsnesi.
Þá var prestur í Klausturhólum sr. Þórður Árna-