Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 25

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 25
23 53. JÓHANNA BENÓNÝSDÓTTIR var greindarkerl- ing. Hún átti heima á Skagaströnd, og af þeim kjálka var hún ættuð. Hún átti stundum í nokkrum útistöðum við ná- ungann, en fáir áttu hjá henni, er til orðaskipta kom. Einu sinni þurfti Jóhanna að fá lán, en það kom ekki oft fyrir, því að hún var fyrirhyggjusöm í fjármálum. Henni þótti einsætt að leita um lán þetta til kaupfélagsstjórans, því að jafnan var hún dyggur fylgismaður Framsóknarflokksins. Hún gekk nú á fund kaupfélagsstjórans, en fékk neitun hjá honum, og settist hann við skrifborð sitt og sneri sér að fyrri störfum. Jóhanna gamla fær sér þá stól, sezt á hann og segir: „Hugsa þú, Gunnar! Ég get beðið.“ Hún fékk lánið. 54. JÓHANNA heyrði einhvern tíma, að ljósmóðir hreppsins hefði látið í ljós mikla hneykslun yfir ýmsum slúðursögum, sem gengu manna á milli, og voru höfð eftir henni þau ummæli, að hún skildi hreint ekkert í því, hvar svona sögur fæddust. Þá sagði Jóhanna: „Ég hélt nú, að engar fæðingar í þorpinu færu fram hjá ljósmóðurinni.“

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.