Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 28

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 28
26 59. TVEIR ISLENZKIR stúdentar voru í París og þurftu að spyrja til vegar. Þeir véku sér að virðulegum herra, sem þeir mættu, og ávörpuðu hann að sjálfsögðu á frönsku. Hann svaraði á sama hátt og reyndi að leiðbeina þeim, en annar stúdentinn sagði við hinn: „Ég skil ekki helvítis karlinn." „En þetta skil ég,“ sagði herramaðurinn. Það var þá Brynleifur Tobíasson. 60. ODDGEIR OTTESEN á Ytra-Hólmi og Snæbjörn Þorvaldsson á Akranesi voru samtímamenn, og fengust báðir við verzlun og viðskipti, en ólíkir voru þeir að mörgu leyti. Oddgeir var gætinn í fjármálum og vildi engum skulda. Hann var enginn skartmaður í klæðaburði. Aftur á móti barst Snæbjörn nokkuð á og var óragur að stofna til skulda, ef svo bar undir. Eitt sinn áttu þeir samleið á einhvem fund eða mannamót, og var Oddgeir í slitnum og ófélegum jakka. Snæbjörn tók þá í ermi hans og sagði, að hann gæti ekki látið sjá sig í þessum jakkagarmi. „Jú,“ sagði Oddgeir. „Hann er góður. Ég á hann sjálfur.“

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.