Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 28
26
59.
TVEIR ISLENZKIR stúdentar voru í París og
þurftu að spyrja til vegar.
Þeir véku sér að virðulegum herra, sem þeir mættu,
og ávörpuðu hann að sjálfsögðu á frönsku.
Hann svaraði á sama hátt og reyndi að leiðbeina
þeim, en annar stúdentinn sagði við hinn:
„Ég skil ekki helvítis karlinn."
„En þetta skil ég,“ sagði herramaðurinn.
Það var þá Brynleifur Tobíasson.
60.
ODDGEIR OTTESEN á Ytra-Hólmi og Snæbjörn
Þorvaldsson á Akranesi voru samtímamenn, og
fengust báðir við verzlun og viðskipti, en ólíkir voru
þeir að mörgu leyti.
Oddgeir var gætinn í fjármálum og vildi engum
skulda. Hann var enginn skartmaður í klæðaburði.
Aftur á móti barst Snæbjörn nokkuð á og var
óragur að stofna til skulda, ef svo bar undir.
Eitt sinn áttu þeir samleið á einhvem fund eða
mannamót, og var Oddgeir í slitnum og ófélegum
jakka.
Snæbjörn tók þá í ermi hans og sagði, að hann
gæti ekki látið sjá sig í þessum jakkagarmi.
„Jú,“ sagði Oddgeir. „Hann er góður. Ég á
hann sjálfur.“