Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 29

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 29
27 61. PÚLLI sagði: >,Sá, sem ekki getur sofið til hádegis, hann hefur vonda samvizku.“ 62. SR- ÁRELlUS NÍELSSON er kennari í kristnum fræðum í unglingaskóla hér í Reykjavík. Hann lætur nemendur sína stundum gera skrif- legar æfingar í þeirri námsgrein. Einu sinni áttu unglingarnir að skrifa trúarjátn- inguna eftir minni. Hjá einum nemanda varð hún svona: „Kristur var getinn af Pontíusi Pílatusi, píndur nndir Maríu mey, steig á þriðjudögum til heljar." 63. I KAUPTÚNI nokkru var kona, sem átti svo van- gefinn son, að ekki voru tiltök að kenna honum undirstöðuatriðin í kristnum fræðum. Móðir hans vildi þó fyrir hvern mun láta ferma hann, og presturinn féllst á að gera það, ef hún gæti kennt honum eina ritningargrein til þess að hafa yfir á kirkjugólfi. Hann valdi til þess greinina: „Þú ert lampi fóta minna og ljós á mínum vegum.“ Móður drengsins tókst þetta með erfiðismunum, °g fer hann nú í kirkju til fermingar. Þess skal getið, að rafmagnsljós voru í kirkjunni.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.