Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 31

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 31
29 Hjónin sváfu sitt í hvoru rúmi, og var sambúðin stirð. Kvöld eitt kemur Þorkell inn frá útiverkum, og liggur kona hans þá í rúminu og hefur ekki sinnt neinum kvöldverkum. Þorkell lætur það afskiptalaust og gengur til sæng- ur. Morguninn eftir er Guðrún enn í rúminu, en Þorkell bóndi yrðir ekki á hana og fer til sinna verka. Sonur þeirra hjóna hafði verið að heiman, en kom heim þennan dag um hádegisbilið. Hann sér strax, að eitthvað er að móður hans, og verður þess var, að hún hefur fengið slag og er mállaus. Hann ávítar nú föður sinn fyrir hirðuleysi um móður sína, en Þorkell mælti þá: „Ég hélt, að hún væri með fýlu, og ætlaði ekki að fara að sleikja úr henni.“ 65. QUÐMUNDUR HANNESSON prófessor var í tíma með læknanemum og sagði við þá: „Það er tvennt, sem ég ætla að brýna fyrir ykkur: Að vera athugulir á allt og að sigrast á viðbjóði við öllu, sem lýtur að sjúkdómum. Hér er ég nú með þvag úr sykursjúkri konu í glasi. Nú sting ég fingri í glasið og sleiki af fingrin- um. Gerið þið nú eins og ég.“ Þeir gerðu það.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.