Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 34

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 34
32 69. J^YJÓLFUR hét maður Marteinsson. Hann dvaldist lengst af á Austurlandi, en var sunnlenzkur að ætt. Hann var fjörmaður, en flasfenginn og gálaus í orðum. Einu sinni var hann á báti,. sem fórst í lendingu, og drukknuðu allir nema hann. Frá þeim atburði sagði Eyjólfur með þessum orðum: ,.,Ég ólmaðist og ólmaðist og djöflaðist og djöfl- aðist, þangað til ég komst í land, en hin helvítin nenntu ekki að hreyfa sig og drápust allir.“ 70. gÓNDI EINN á Austfjörðum reið til kirkju með barn sitt til skírnar. Hann lagði reifastrangann á kirkjugarðinn og fór og flutti hest sinn. Stúlka á kirkjustaðnum fann barnið og bar það inn í kirkju. Bóndi finnur nú ekki barnið. Hann heldur, að hann hafi týnt því á leiðinni og fer að leita, en finnur það vitanlega ekki. Á leiðinni til kirkjunnar aftur mætir hann mönn- um, sem segja honum, að nú sé verið að skíra barn- ið inni í kirkjunni. Hann hraðar sér þá þangað, en rekst í fátinu á klrkjuhornið og verður þá að orði: „Það er asnalegur andskoti að geta hvergi sett kirkjuna nema rétt á gangveginn." I

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.