Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 36
34
73.
QUÐMUNDI varð einu sinni tilrætt um mannkosti
Sigurðar bónda á Skálafelli og sagði:
„Ég vil ekki tala illa um hann Sigurð, en satt að
segja held ég, að það sé leitun á verra manni.“
74.
KRISTJÁN hét bróðir Guðmundar, og bjó hann
einnig í Borgarhöfn. Hann hafði mikla ánægju
af fréttaburði.
Vilhelm Knudsen var þá verzlunarmaður á Papós,
og var tengdamóðir hans hjá honum.
Það einkennilega slys henti hana, að kjálkarnir
á henni hlupu úr liði.
Kristján fréttir þetta, hleypur með miklum asa á
næsta bæ og segir, áður en hann heilsar:
„Heyrið þið, piltar! Hafið þið heyrt af henni
Skonsu? Það hljóp í baklás á henni kjafturinn.“
75.
gGGERT LAXDAL kaupmaður á Akureyri átti
stóran hund og grimman.
Eitt sinn reif hundurinn á eina á hol á götum
bæjarins.
Eigandi ærinnar kærði þetta fyrir bæjarfógeta,
og kallaði hann Laxdal fyrir sig.
„Það verður að skjóta hundf jandann,“ segir bæjar-
fógeti.