Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 38
36
79.
J£ONA NOKKUR kom í heimsókn til nágranna-
konu sinnar, sem var mesta subba.
Hún tók gestinum hið bezta, bar inn bolla, kökur
og kaffi og ætlaði að fara að hella í bollana, en að-
komukonunni mun hafa þótt sinn bolli nokkuð
óhreinn, því að hún lyfti honum upp og sagði:
„Má ég ekki lesa í bollann fyrst?“
80.
JjRIGGJA ÁRA snáði, sonarsonur þekktasta háls,-
nef- og eyrnalæknis hér í bæ, horfði lengi á móður
sína og sagði svo:
„Heyrðu, mamma! Átt þú ekki háls,- nef- og
eyrnalokka?"
81.
JÓN HELGASON prófessor hélt fyrirlestur hér í
Reykjavík á síðast liðnum vetri um íslenzk hand-
rit í British Museum.
Meðal annars gat hann þess, að þar væri talsvert
af skrifum hins kunna heittrúarprests sr. Þorsteins
Péturssonar á Staðarbakka.
Ekki taldi Jón það vera mikla skemmtilesningu,
en eina skrítlu tilfærði hann þó, sem hrotið hefði úr
penna klerks.
Var hún á þá lund, að nokkrir íslenzkir og danskir
stúdentar í Kaupmannahöfn hefðu rætt um það,