Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 38

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 38
36 79. J£ONA NOKKUR kom í heimsókn til nágranna- konu sinnar, sem var mesta subba. Hún tók gestinum hið bezta, bar inn bolla, kökur og kaffi og ætlaði að fara að hella í bollana, en að- komukonunni mun hafa þótt sinn bolli nokkuð óhreinn, því að hún lyfti honum upp og sagði: „Má ég ekki lesa í bollann fyrst?“ 80. JjRIGGJA ÁRA snáði, sonarsonur þekktasta háls,- nef- og eyrnalæknis hér í bæ, horfði lengi á móður sína og sagði svo: „Heyrðu, mamma! Átt þú ekki háls,- nef- og eyrnalokka?" 81. JÓN HELGASON prófessor hélt fyrirlestur hér í Reykjavík á síðast liðnum vetri um íslenzk hand- rit í British Museum. Meðal annars gat hann þess, að þar væri talsvert af skrifum hins kunna heittrúarprests sr. Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka. Ekki taldi Jón það vera mikla skemmtilesningu, en eina skrítlu tilfærði hann þó, sem hrotið hefði úr penna klerks. Var hún á þá lund, að nokkrir íslenzkir og danskir stúdentar í Kaupmannahöfn hefðu rætt um það,

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.