Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Síða 39
37
hvaða tungumál væri talað í helvíti, og töldu Danirn-
ir það handvíst, að þar væri töluð Islenzka.
Þá gall við Sigurður Vigfússon, sem kallaður var
íslandströll:
„Það verður ógaman fyrir Dani, ef það bætist ofan
á annað, sem þeir verða að þola eftir dauðann, að
þeir skilji ekki sprokið.“
„Þetta þótti rétt spidsfynduglega sagt,“ bætti sr.
Þorsteinn við.
82.
BERGUR 1 KÁLFHAGA var oft fljótur til svars
og gamansamur í orðum. Hann varð maður gamall,
en eltist vel.
Eitt sinn, er hann var kominn á efri ár, hitti hann
kunningjakonu sína, Pálínu Pálsdóttur frá Eyrar-
bakka, og sagði hún þá við hann:
„En hvað þú ert alltaf fallegur, Bergur minn, þó
að þú eldist.“
Hann svaraði samstundis:
„Það er von, væna mín! — Þetta var af svo miklu
að taka.“
83.
GUNNAR FRÁ FOSSVÖLLUM sagði sögur manna
bezt, og talið var, að hann kynni þá stundum að
kríta nokkuð liðugt.
Einu sinni var saman kominn hópur manna. Þeirra
á meðal voru Gunnar og Þorsteinn kaupfélagsstjóri á