Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 40

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 40
38 Reyðarfirði. 1 þessum hóp var margt skrafað til skemmtunar. Allt í einu tók Þorsteinn upp peningaseðil og sagði, að þetta fengi sá í verðlaun, sem segði bezta lygasögu. „Ekki tek ég þátt í því,“ sagði Gunnar, „því að ég hef aldrei sagt ósatt orð á ævi minni.“ Þorsteinn brá þegar við, rétti Gunnari peninginn og sagði,, að þetta væri sú bezta lygasaga, sem sögð yrði það kvöldið. 84. J£IN AF SÖGUM Gunnars frá Fossvöllum var þessi: „Ég var einu sinni,“ sagði hann, „farþegi á strand- ferðaskipi, og eitt kvöldið, þegar við sátum í reyk- salnum, sagði ég söguna af frúnni í Reykjavík, sem þóttist orðin viss um, að bóndi hennar héldi við vinnukonuna. Það var nefnilega þannig, að húsbóndinn kom oft seint heim á kvöldin, en hins vegar heyrði frúin stundum umgang í stiganum upp á loft, og nú taldi hún alveg víst, að eiginmaðurinn væri að læðast upp til vinnukonunnar. Frúin hugsaði sér nú að koma bónda sínum í opna skjöldu. Hún sagði vinnukonunni eitt kvöldið, að hún mætti fara heim til foreldra sinna og þyrfti ekki að koma fyrr en daginn eftir. En sjálf fór hún upp í vinnukonuherbergið, háttaði í rúm hennar og slökkti ljósið.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.