Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 47

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 47
45 „Var hann feitur?“ spurði maður einn, sem þar var viðstaddur. „Feitur!“ svaraði Jón. „Það voru sokkin á honum eyrun.“ 98. KERLING EIN, sem var mjög mædd af andstreymi lífsins, þóttist aldrei fá bænheyrslu, þótt hún bæði til guðs sem bezt hún kunni. — Eitt sinn sagði hún: „Það er ekki til neins að vera að biðja þennan guð um neitt. Það væri þá heldur að biðja hitt tötrið.“ 99. STEINN STEINARR lá banaleguna. Þá kom til hans prestur einn og spurði, hvort hann gæti gert nokkuð fyrir hann. „Ekki strax,“ svaraði Steinn og brosti. 100. EIRÍKUR KRISTÓFERSSON skipherra á varðskip- inu Þór var að flytja nokkra alþingismenn að norðan og vestan til þings. Einn morgun sat hann að kaffiborði með þing- mönnunum ásamt Birni lækni Sigurðssyni á Keldum, sem einnig var farþegi. Björn spurði þá skipherrann, hvort honum þætti

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.