Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 48

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 48
46 ekki skemmtilegt að sigla svona með alþingismenn- ina til þings. En Eiríkur svaraði: „Mér þykir nú alltaf skemmtilegra að flytja þá af þingi.“ 101. gíMON JÓHANNSSON í Goðdölum í Skagafirði tók ekki að yrkja fyrr en um sextugsaldur, að sagt er, en síðan hefur hann skemmt mörgum með hnytti- legum stökum. Þetta er sögð hans fyrsta vísa: Sögu þér ég segja kann um Símon bónda úr Dölunum: Um sig búið hefur hann í helvíti og kvölunum. 102. JÓHANNA BENÓNÝSDÓTTIR, sem getið er um framar í þessu hefti, réð sig vetrartíma á heimili eitt á Skagaströnd. Svo stóð á, að húsbóndinn var syðra á vertíð, en konan ein heima með ung börn, og var því kallað, að Jóa ætti að vera „selskabsdama" húsfreyju. Þá kvað Lúðvík R. Kemp þessa vísu: Fullvel tamin, frægðar naut fyrir gamansvörin, seinast frama sjötug hlaut, „selskabsdama“ kjörin. j

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.