Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 4
Ég mun sennilega
aldrei fyrirgefa sumum
en ég á enn frábæra
vini á Mogganum og er
ofboðslega sáttur í dag.
Skapti Hallgrímsson
Rask og tjón var minna
en árið 2019.
Geitin markar upphaf jólaverslunar
Í gær voru 75 dagar til jóla og eins og venjan er fór jólageit IKEA upp til að marka undirbúning verslunarinnar fyrir jólin. Menn og vélar unnu að því hörðum
höndum að koma geitinni á sinn stað. Eins og áður verður girðing í kringum geitina til að hamla því að fólk fari og kveiki í henni, en það hefur verið gert
nokkrum sinnum. Þó ekki síðan árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
KAUPUM BLEIKU SLAUFUNA
Sýnum lit
á bleikaslaufan.is og á sölustöðum
um allt land 1. – 20. október
LíFIÐ E að FLOKKA
RUSLIÐ SITT OG EIGA
LÍTINN GARÐ
Skapti og pabbi hans Hallgrímur á góðri stundu. Ljós og skuggar hafa lífs-
dagana fléttað en Skapti þakkar lesendum frábærar viðtökur. MYND/AÐSEND
Ritstjóri staðarfjölmiðils
á Akureyri, Skapti Hall-
grímsson, er á skömmum
tíma búinn að laða að 50.000
lesendur á mánuði. Ljós og
skuggar í lífinu. Í dag verður
faðir blaðamannsins borinn
til grafar.
bth@frettabladid.is
AKUREYRI Skapti Hallgrímsson,
blaðamaður á Akureyri og fyrr-
verandi fréttastjóri á Mogganum,
upplifir skin og skúrir þessa dagana.
Útför föður hans, Hallgríms
Skaptasonar, fer fram frá Akureyr-
arkirkju í dag. Hallgrímur var í hópi
þeirra sem veittu Skapta hvað mesta
hvatningu til að stofna staðarmiðil.
Blaðamaðurinn syrgir föður sinn
en fagnar því einnig að í september
síðastliðnum fór vefurinn akureyri.
net í hærri hæðir en nokkru sinni.
Notendur yfir 53.000 talsins og 1,1
milljón flettinga.
„Það má kannski segja að óveður
og Flokkur fólksins hér fyrir norðan
hafi hjálpað til,“ segir Skapti. „Ég
trúi þessu varla sjálfur, hvað það
gengur vel.“
Það bar þó ekki að með ánægju-
legum hætti að Skapti stofnaði fjöl-
miðilinn. Árið 2018 var hann heima
beinbrotinn, blaðamaður á Morg-
unblaðinu eftir langan og farsælan
feril, meðal annars við fréttastjórn.
„Ég sat heima verkjaður í lyfjavímu
þegar síminn hringdi og mér var
sagt upp,“ segir Skapti.
„Ég varð mjög sár. Saga mín á
blaðinu spannaði alls 36 ár, það
var æðislega gaman á Mogganum
í gamla daga, allir reru í sömu átt
og bjuggu til frábæran fjölmiðil á
hverjum einasta degi,“ segir Skapti.
„Ég mun sennilega aldrei fyrirgefa
sumum en ég á líka frábæra vini á
Mogganum og er ofboðslega sáttur
í dag.“
Misserum síðar bauð Þórhallur
Jónsson Skapta lén sitt, akureyri.
net, sem áður hýsti fréttir hjá Akur-
eyri vikublaði. Skapti stökk á tæki-
færið en vissi um leið að ekki yrði
flóafriður.
„Þetta er brjáluð vinna, ég vinn
alla daga,“ segir Skapti. „Svona ann-
ríki er kannski ekki endilega upp-
skrift að heilbrigði en þetta þarf
maður að gera til að ná árangri.“
Skapti reyndi að skjótast í vikufrí
fyrr á árinu til Ítalíu. Hann tók þó
tölvuna með sér og skrifaði fréttir
frá baðströndinni. „Þetta er bakt-
ería.“
Skapti segir að það hafi vantað
sterkan staðarnetmiðil á Akureyri.
Hann rifjar upp að ekki alls fyrir
löngu var gefið út dagblað í bænum,
fimm daga vikunnar.
„Pabbi var gríðaráhugasamur
um þennan fjölmiðil og studdi
mig verulega. Ég þakka pabba og
ótal mörgum sem lagt hafa hönd á
plóginn, auglýst eða sent mér frétta-
ábendingar.“ n
Ég trúi þessu varla sjálfur
kristinnhaukur@frettabladid.is
VEÐUR Björgunarsveitir voru kall-
aðar út í um 40 skipti vegna óveð-
ursins sem reið yfir landið á sunnu-
dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi
á Norðausturlandi og Suðaustur-
landi vegna stífrar norðanáttar og
mikillar ofankomu.
Óttast var að veðrið yrði sam-
bærilegt við desemberstorminn
árið 2019. Rask og tjón var þó mun
minna en þá og fólk hélt sig almennt
heima. Einnig hafði verið búist við
fleiri útköllum björgunarsveita.
Rafmagn datt út á stöku stað
á Norðurlandi og Austurlandi á
sunnudag en truf lanirnar stóðu
ekki yfir lengi. Lengst var rafmagns-
laust í Jökuldal á Austurlandi. n
Fólk hélt sig heima
Búist var við miklu raski og tjóni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, hélt til Portúgals í
nótt til að vera viðstaddur umspils-
leik íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu fyrir Heimsmeistaramót
kvenna 2023.
Íslenska landsliðið mætir því
portúgalska á Estádio Capital do
Móvel og ræður leikurinn úrslitum
um það hvort liðið leikur á HM í
Eyjaálfu næsta sumar.
Samkvæmt áætlun á ferðin að
taka rétt tæpan sólahring. Ferða-
langar verða því mættir aftur
hingað til lands við fyrsta hanagal
á morgun.
„Salan hefur farið vel af stað. Við
búumst við því að fara með fulla vél
af stuðningsfólki á leikinn,“ segir
Guðni Sigurðsson, upplýsingafull-
trúi Icelandair.
Haustflensan hefur herjað á leik-
menn íslenska liðsins, meðal annars
Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða.
„Auðvitað er Sara Björk mikill leið-
togi sem og góður leikmaður. Við
þurfum á hennar kröftum að halda,“
sagði Dagný Brynjarsdóttir í gær. n
Guðni styður stelpurnar í Portúgal
Guðni Th. Jóhannesson.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 Fréttir 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ