Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Ferill Suro- vikins er sagður hafa ein- kennst af ásökunum, spill- ingu og grimmd. Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Á undanförnum árum hafa #MeToo byltingar skekið samfélagið. Siðferðisþröskuldur samfélags- ins er að hækka og þolendur kynferðisof beldis eru að valdeflast. Ég mætti á mótmælafund fyrir utan Menntaskólann í Hamrahlíð í síðustu viku þar sem sterk samstaða og rafmagnaður byltingarmáttur einkenndu andrúmsloftið og umræðuna. Gagnrýnin umræða og meðvitund um kynferðis- lega tilburði fullorðinna í garð barna hefur einnig aukist – og samfélagið hefur í síauknum mæli kallað eftir að lengra sé gengið til að tryggja réttarvernd barna gagnvart kynferðislegri misnotkun af hálfu fullorðinna. Einkum hefur umræðan snúist um hversu skammt sú réttarvernd nær sem ætluð er 15-17 ára börnum. Gert er ráð fyrir því að 15 ára börn hafi þroska og vitsmuni til þess að stunda kynferðismök með fullorðnum einstaklingum – og engin viðmið um ásættanlegt aldursviðmið eru til staðar. Það þýðir að löggjafinn leggur blessun sína yfir það að 15 ára einstaklingur og 59 ára einstaklingur eigi í kynferðislegu sambandi. Á sama tíma eru lögin ekki í stakk búin til þess að takast á við það sem kallað er á ensku grooming, þar sem fullorðinn einstaklingur byggir upp trún- aðar- og tilfinningasamband við barn svo hann eigi auðveldara með að hafa aðgang að því til að misnota það kynferðislega. Í ljósi þess hve auðginnt og varnarlaus börn geta verið, þar sem þau búa ekki yfir reynsluheimi fullorðinna, er full ástæða til að taka þessi mál fastari tökum. Ég hef lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem leggur til að samræðisaldur verði hækkaður í 18 ár. Frumvarpið tryggir þó að einstaklingar á svipuðum aldri sem eiga í samþykku kynferðissambandi á jafnræðisgrundvelli verði ekki sóttir til saka. Þannig má tryggja börnum á aldrinum 15-17 ára þá nauðsynlegu vernd sem löggjafanum ber að veita þeim. n Samræðisaldur verði hækkaður í átján ár Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata Það þýðir að löggjaf- inn leggur blessun sína yfir það að 15 ára ein- staklingur og 59 ára einstakl- ingur eigi í kynferðis- legu sam- bandi. ser@frettabladid.is Okurlandið Landinn ferðast nú sem aldrei fyrr eftir að hafa hangið heima í bómullarbuxunum í fjandans pestinni sem virtist engan endi ætla að taka. En nú hefur hann tekið gleði sína á ný eftir innilok- unina og Tenar sig í drasl, eins og krakkarnir kalla það. Þó er alltaf eitthvað sem skyggir á gleðina, svo sem okrið í vélunum. Þar um borð er verðlagningin með skrautleg- asta móti, svo sem á bjór, en nálega fimmtán hundruð krónur þarf að reiða fram fyrir stykkið – og vel að merkja: lítinn bjór. Það merkir að kassinn af honum kostaði, á flugfélagsverði, liðlega 35 þúsund krónur. Það er auðvitað nokkuð vel í lagt, en skiptir ekki máli, því Íslendingar kaupa hlutina á hvaða verði sem er. Ráðgátan Og fyrst byrjað er að tala um flug- ferðir er upplagt að minnast á eina helstu ráðgátu Leifsstöðvar, en þar fer ferðalangurinn í gegnum hvert nálaraugað af öðru á leið sinni í gegnum innritunartékkið, vegabréfaeftirlitið og vopnaleitina, en þarf, engu að síður, að sýna flugmiðann í hvert einasta skipti sem hann kaupir kaffi eða bjór í biðsalnum. Eins og það sé þá ekki þegar augljóst að hann er að fara til útlanda. En svarið við ráð- gátunni er þetta: Starfsmenn gætu stolist til að kaupa góssið á niður- settu verði. Týpískt. Og eitthvað svo íslenskt. n Nú um helgina urðu atburðir sem gætu orðið til að breyta og magna upp árásarstríð Rússa í Úkraínu. Pútin og herlið hans hóf í gærmorg- un harkalegar hefndaraðgerðir eftir að brúin yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga og Rússland, var sprengd um helgina. Þar að auki hefur Pútín skipt um æðsta yfirmann hersins og skipaði hinn herskáa og óbilgjarna Sergey Suro- vikin, 55 ára, yfirmann innrásarinnar í Úkraínu. Þrír af æðstu mönnum rússneska hersins hafa þurft að taka pokann sinn á aðeins einni viku, vegna opinberrar gagnrýni þar í landi á lélega frammistöðu rússneska hersins. Þetta þykir mikið veikleikamerki fyrir Pútín og því vill hann sterkari mann í brúna. Ferill Surovikin er sagður hafa einkennst af ásökunum, spillingu og grimmd og hann þykir því líklegri til að geta staðist væntingar yfirboðara síns. Og það ekki stóð á hertum tökum Pútíns og Surovikins, herforingjans nýskipaða, eins og herlið og óbreyttir borgarar víða um Úkraínu fundu óþyrmilega fyrir í gærmorgun. Talið er að 80 eldflaugum hafi verið skotið á borgir þar í landi á nokkrum klukkutímum. Óvíst er um framhaldið. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum, var gestur á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Hann sagði margt sem minnti á söguna í Úkraínustríð- inu. Rússar vildu vera stórveldi en færu oftast langt fram úr eigin getu til að sanna þetta. Alls kyns veikleikar væru að hrella rússneska herinn, að mati Alberts, spilling, vanhæfni, og stjórnar- farið innan hans. Heimurinn hafi reiknað skakkt hvernig mál myndu þróast í þessu árásarstríði. Úkraínu- menn hafi reynst mun sterkari í vörn sinni en búist var við. Rússaher hafi hins vegar reynst illa þjálfaður og innan hans séu miklir veikleikar bæði í skipulagi og samvinnu landhers, sjóhers og flughers. Albert sagði að Úkraínustríðið og afleiðingar þess hefðu orðið til þess að átakalínur í alþjóða- stjórnmálum hafi skýrst. Verði ekki einhverjar stórfelldar breytingar í Rússlandi muni sam- skiptin við Vesturveldin áfram verða afar slæm og Rússar færast enn nær Kínverjum. Norðurslóðir munu ekki fara varhluta af þessum átakalínum því sterkari stöðu Kínverja fylgi harðnandi samkeppni við Bandaríkja- menn um yfirráðin í heiminum, sem muni meðal annars skila sér í valdabaráttu á Norður- Íshafinu þegar siglingaleiðir opnast þar um miðja öldina. Og Ísland er svo sannarlega innan þess áhrifasvæðis. n Pútín herðir tökin SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.