Fréttablaðið - 11.10.2022, Síða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Björn Þór er að eigin sögn með
ólæknandi rúmfatadellu.
„Ég er ekki að þessu til að græða
peninga heldur til að gleðja fólk
með frábærum rúmfötum. Mottó
búðarinnar er „Svo þér líði vel“ og
það er nákvæmlega tilgangurinn
með þessu öllu saman. Að láta fólki
líða vel í vönduðum rúmfötum,“
segir Björn.
„Við seljum rúmföt frá Ítalíu,
Þýskalandi, Kína og núna síðast
bættist Litáen við. Við erum alltaf
með augun opin fyrir góðum rúm-
fötum. Á einni rúmfatasýningunni
rákumst við á hæfileikaríkar ungar
konur frá Litáen sem framleiða
sængurföt eins og við viljum hafa
þau, dásamlega mjúk og straufrí.
Sængurfötin eru einstaklega
falleg. Fyrst tókum við bara inn
tvær týpur, en þær ruku út svo nú
höfum við aukið vöruúrvalið tals-
vert mikið.“
Rúmfötin frá Litáen koma í
nokkrum litum og munstrum
og eru með rennilás. Björn segir
litaþemað í hönnun þeirra frekar
norrænt, sem höfði vel til landans.
„Það er mikið af gráum litum
en einnig svörtum og brúnum.
Kolagrátt og svart hafa verið mikið
í tísku undanfarið, en núna er
drappað og möndlubrúnt að koma
sterkt inn,“ segir hann.
Íslensk rúmföt
„Ómissandi í vöruúrvalinu eru hin
klassísku rúmföt sem hún Margrét
okkar saumar fyrir hver jól. Það
sem tekur hana allt árið að sauma
er rifið úr hillunum vikurnar fyrir
jól og venjulega klárast allt. Rúm-
fötin eru alveg meiri háttar og ein-
göngu gerð úr ítölsku silki damaski
eða bómullarsatíni sem fólk
elskar,“ segir Hildur Þórðardóttir,
starfsmaður hjá rúmföt.is.
„Margrét Guðlaugsdóttir, eða
Magga saumakona eins og hún er
oftast kölluð, er konan á bak við
rúmfötin. Magga hefur gríðarlega
reynslu af því að sauma vönduð
rúmföt. Hún saumaði meðal
annars fyrir Verið á sínum tíma en
einnig fyrir búðirnar Höfnina, Erlu
við Snorrabraut og Kristínu, en
þær eru allar löngu farnar. Síðast
fór Fatabúðin og var mikil eftirsjá
að henni. Það má því með sanni
segja að ansi margir Íslendingar
hafi sofið undir rúmfötunum sem
hún Magga saumar af sinni ein-
skæru list.“
Magga byrjaði að draga þráðinn
í gegnum saumavélina einungis
fimmtán ára gömul. „Þá var ég ekki
að sauma rúmföt, heldur hófst
ferillinn í Belgjagerðinni við að
sauma tjöld og svefnpoka,“ segir
Magga. „Ég fór svo á sníðanám-
skeið hjá Pfaff og lærði að sauma
flíkur og saumaði meðal annars
sloppa fyrir hárgreiðslustofurnar.
Saumaskapurinn hefur loðað við
mig alla tíð síðan.“
Flottasta rúmfataefni í heimi
Magga segir það mikla nákvæmn-
isvinnu að sauma rúmföt. „Maður
skyldi nú halda að eftir tæplega 60
ára starfsreynslu ætti ég að vera
löngu búin að fá nóg af þessu. En
mér hefur alla tíð þótt gaman að
sauma og þykir það enn. Þegar það
kemur nýtt efni í búðina frá Ítalíu
þá renni ég höndunum um það
og hugsa með mér: Noh, hvað það
verður gaman að sauma úr þessu,“
segir hún og hlær.
„Við vorum að fá 1.400 þráða
efni frá Ítalíu um daginn og það
er það flottasta sem ég hef séð um
ævina. Bara páfinn og Bono sofa
undir svona herlegheitum. En nú
geta Íslendingar fengið sér svona
eðalfín rúmföt og getum við sér-
saumað hvaða stærð sem er,“ segir
Magga.
„Rúmfötin sem Rúmföt.is býður
upp á koma víða að úr heiminum
en eiga það sameiginlegt að vera
þau allra vönduðustu sem völ er Margrét með nýju rúmfötin.
600 þráða
himnesk gæði,
nýkomin í
verslunina
rúmföt.is á
Nýbýlavegi og í
vefverslun.
Rúmföt úr egypskri bómull.
Króatískar
svuntur úr
damaski.
Silkidamask-rúmföt frá Ítalíu úr egypskri bómull.
Vönduð rúmföt
á frábæru verði.
á. Það er ótrúlega gaman að geta
boðið upp á rúmföt sem enginn
annar er að selja á Íslandi, eins og
þessi 1.400 þráða sem Magga var
að nefna. Þau eru eins og silki að
mýkt, nema aðeins betri að mínu
mati. Svo eigum við líka helling af
600 og 700 þráða rúmfötum sem
Magga hefur verið að sauma fyrir
okkur að undanförnu. Alveg geggj-
aðar jólagjafir ef maður vill gera
vel við sjálfan sig eða gefa sínum
nánustu,“ segir Björn.
„Kosturinn við að hafa marga
þræði er ekki bara mýktin, heldur
kemur þessi svala tilfinning þegar
maður fer upp í rúm. Sumir eru svo
heitfengir að þeir þurfa að kæla sig
niður. Ef þeim verður of heitt um
miðja nótt er ekkert annað en að
flippa sænginni og þá fá þeir kalt
efnið ofan á sig.“
Lökin vekja lukku
Björn segir gaman að segja frá því
hvað lökin hjá rúmföt.is hafa vakið
mikla lukku.
„Við erum með þrjár týpur á
ólíkum verðbilum svo allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fyrst má nefna 400 þráða lökin.
Næst koma 550 þráða lök, þau eru
ofin úr einum fíngerðum þræði.
Það er enginn að selja svona mjúk,
eða við skulum við segja sleip, lök
á landinu. Að lokum má nefna 600
þráða lök úr ítölsku bómullarsat-
íni. Þau eru þykkust og úr hágæða
egypskri bómull sem gerir þau svo
yndisleg og mjúk. Allar týpurnar
eru mjúkar og þægilegt að snúa sér
á þeim. Við höfum fengið mikið
hrós frá eldra fólki, sérstaklega
fyrir 550 og 600 þráða lökin. Það
kom kona til okkar í sumar og
sagði að hún hefði aldrei sofið á
betra laki og keypti tvö í viðbót.“ n
Rúmföt.is á Nýbýlavegi 28 er
opin milli 12-17.30 virka daga og
11-15 laugardaga. Sími: 565 1025,
rumfot.is.
Við vorumað fá
1.400 þráða efni frá
Ítalíu um daginn og það
er það flottasta sem ég
hef séð um ævina.
Margrét Guðlaugsdóttir
2 kynningarblað A L LT 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURGÓÐUR SVEFN