Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 38
Ónógur svefn hefur margvísleg áhrif á heilsuna. Fyrir utan þreytuna og að eiga erfitt með að sinna daglegum störfum hafa margir sjúkdómar verið tengdir ónægum svefni. Samkvæmt könnunum Embættis landlæknis sefur rúmlega fjórðungur Íslend- inga of lítið, eða um sex klukkustundir eða skemur á nóttu, en ráðlögð svefnlengd er sjö til níu klukkustundir. gummih@frettabladid.is Þá sýna niðurstöður rannsókna að hluti barna og ungmenna sefur of lítið en samkvæmt niðurstöðum frá Rannsóknum og greiningu sefur tæplega helmingur ung- menna í 8. til 10. bekk í sjö klukku- stundir eða minna á nóttinni en ráðlögð svefnlengd fyrir þennan aldurshóp er átta til tíu klukku- stundir. Ráðleggingar að betri svefni n Góður svefn er öllum nauðsyn- legur til geta tekist á við við- fangsefni dagsins. Svefn hefur meðal annars jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, á námsgetu og einbeitingu, hjálpar heilanum að festa upplýsingar í minni og er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska barna. n Svefnþörf getur verið mismun- andi en mælt er með að full- orðnir sofi 7 til 9 tíma á nóttu. Að vakna úthvíldur að morgni er besti mælikvarðinn á það hvort verið sé að uppfylla svefnþörf. n Regla á svefni. Það styður við góðan svefn að sofna og vakna á svipuðum tíma alla daga, líka um helgar. Forðast ætti að leggja sig á daginn en ef það er gert þá ekki lengur en 15 mínútur og ekki eftir klukkan 14 á daginn. n Slökun, hugarró og dauf lýsing er ákjósanleg fyrir svefninn. Ef erfitt er að festa svefn á kvöldin er betra að fara fram úr og til dæmis lesa í góðri bók, hlusta á rólega tónlist og fara upp í rúm aftur þegar þig syfjar á ný. n Regluleg hreyfing yfir daginn bætir svefninn en varast skal að hreyfa sig með mikilli ákefð rétt fyrir svefn. Að fá góða birtu að morgni, helst dagsbirtu, hjálpar til við að vakna vel. n Forðast ætti neyslu koffín- ríkra drykkja á borð við kaffi og orkudrykki að minnsta kosti 6 klukkustundum fyrir háttatíma. Hafa skal í huga að mikil neysla koffíns getur valdið svefn- vandamálum. Áfengisdrykkja hefur truflandi áhrif á svefn. n Í svefnherberginu er gott að hafa hæfilega svalt og jafnvel opinn glugga. Það er líka gott að hafa myrkur í svefnherberginu og forðast ætti að horfa á sjón- varp eða nota skjátæki í rúminu. Draga ætti úr notkun skjátækja tveimur klukkustundum fyrir svefn. n Gott er að fjölskyldan komi sér upp samkomulagi um góðar svefnvenjur. Ónógur svefn hefur áhrif Of lítill svefn hefur margvísleg áhrif á heilsuna. Fyrir utan þreyt- una og að eiga erfitt með að sinna daglegum störfum hafa margir sjúkdómar verið tengdir ónógum svefni. Þar má nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting og þunglyndi. Í svefni hvílist líkaminn og endurnýjar sig. Taugakerfið endurnærist í svefni og skorti menn svefn skerðist and- leg geta þeirra. Svefntruflanir geta verið af ýmsum toga. Tímabundið svefnleysi er algengur kvilli með tilheyrandi dagsyfju og vanlíðan næsta dag. Ástæður svefntruflana geta verið, til dæmis ýmiss konar áhyggjur, álag, verkir, sjúkdómar, vímuefnaneysla eða aukaverkanir lyfja. Vaktavinna, óreglulegt eða breytt lífsmunstur getur líka trufl- að svefn. Svefntruflanir aukast með aldrinum og eru algengar meðal kvenna á breytingaskeiði. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að farsíma- og tölvunotkun skömmu fyrir svefninn er ekki æskileg og mörg dæmi er um að foreldrar tak- marki tíma barna sinna á kvöldin í að vera í símum og tölvum til að stuðla að betri nætursvefni. n HEIMILDIR: EMBÆTTI LANDLÆKNIS, HEILSUVERA Góður svefn er öllum nauðsynlegur Fjórðungur Íslendinga sefur of lítið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þorgeir Valur Pálsson, 48 ára lagerstjóri, hefur fundið fyrir óþægindum vegna svefntruflana í mörg ár. Þá vaknaði hann að meðal- tali tvisvar hverja nótt. Nú tekur hann inn Sofðu rótt frá ICEHERBS og sefur út alla nóttina án þess að rumska. Þorgeir byrjaði að taka inn Sofðu rótt frá ICEHERBS í byrjun sept- ember eftir að hafa fundið fyrir svefntruflunum í mörg ár. „Ég sef alla jafna fast þegar ég sofna. En svo rankaði ég vanalega við mér á ákveðnum tímapunkti á nótt- unni og átti oft erfitt með að festa svefn aftur. Þá var ég að meðaltali að vakna svona tvisvar sinnum á nóttu, stundum til að pissa en oftast virtist ekki vera nein sérstök ástæða fyrir því,“ segir Þorgeir. „Raunar tengi ég svefntruflan- irnar ekki við neitt sérstakt, hvorki kvíða né stress. Og það getur vel verið að ég hafi alltaf verið svona, en að með aldrinum finni ég meira fyrir áhrifunum af svefnleysinu. Ég byrjaði líka að finna sérstaklega fyrir því hversu mikilvæg hvíldin er eftir að ég fór að æfa meira í líkamsræktinni, en ég byrjaði að lyfta og æfa stífar fyrir fjórum árum.“ Fann mun á nokkrum dögum Þorgeir var að ræða um nætur- rumskið sitt og þá benti ein- hver honum á að Sofðu rótt gæti kannski hjálpað. „Fyrst keypti ég mér eitt hylkjaglas til að kanna áhrifin. Eftir að hafa tekið eitt hylki á hverju kvöldi í nokkra daga byrjaði ég að finna mun á mér. Það tók mig nokkra daga að fatta muninn, enda hafði ég einstaka sinnum áður náð að sofa út alla nóttina. En þarna náði ég skyndilega, eftir margra ára svefn- truflanir, að sofa fastasvefni alla nóttina án þess að rumska, margar nætur í röð.“ Sefur eins og lamb „Í dag tek ég Sofðu rótt á hverju kvöldi, um hálf ellefu, og steinligg út alla nóttina þar til ég vakna um morguninn. Ég hef aldrei viljað fara á svefnlyf og finnst gott að vita til þess að Sofðu rótt er náttúruleg vara. Ég finn líka fyrir fótaóeirð á næturnar og mest þegar ég er að reyna að sofna. Þá finn ég sérstak- lega fyrir því þegar ég hef tekið vel á í rækinni þann daginn. Við fótapirringnum tek ég magnesíum og saman virka þessi tvö bætiefni mjög vel á mig og ég sef eins og steinn. Ég finn líka fljótt mun ef ég gleymi að taka hylkið. Dæmi um það gerðist bara í fyrradag. Þá gleymdi ég að taka inn Sofðu rótt fyrir svefninn. Sömu nótt vaknaði ég þrisvar sinnum, sem hafði ekki gerst lengi. Svo í gærkvöldi tók ég hylkið og svaf eins og lamb,“ segir Þorgeir. Náttúrulega slakandi og róandi Náttúrulegar lausnir eins og jurtir og lækningajurtir hafa verið notaðar langt aftur í aldir um heim allan. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar, ekki klínískar þó, en þær eiga það sameiginlegt að sýna fram á virkni lækningajurta. Flestar lækningajurtir eru skað- lausar og því er greiður aðgangur að þeim. Náttúrulegar lausnir hafa lengi virkað vel á fjölmarga enda er sú leið oft valin ef fólk vill komast hjá lyfjanotkun. ICEHERBS býður upp á náttúrulega lausn við svefnvandamálum, en gríðarlega stór hópur fólks velur að reyna við náttúrulegar lausnir áður en svefnlyf eru notuð. Sofðu rótt í alla nótt Sofðu rótt frá ICEHERBS inni- heldur magnolíubörk og íslensk fjallagrös. Saman virka þessar tvær jurtir einstaklega vel til þess að bæta svefn á náttúrulegan og heilbrigðan hátt. Þessi öfluga blanda hentar vel fyrir þá sem vilja aðstoð við að ná betri, jafnari og samfelldum svefni sem og bæta andlega líðan. Þessi magnaða jurt, magnolía, hefur verið notuð um aldir við þunglyndi, svefnvandamálum, kvíða og streitu. Þá er hún þekkt fyrir að virka almennt slakandi og róandi, og á að bæta eðlilegan og samfelldan svefn. Rannsóknir á magnolíu hafa sýnt fram á að hún inniheldur virk efni, sem vitað er að hafi áhrif á andlegt jafnvægi. Virku efnin í magnolíuberkinum eru þann- ig þekkt fyrir að örva boðefni í heilanum og koma jafnvægi á hormónið kortísón. Þau geta virkað almennt slakandi og róandi og bæta eðlilegan og samfelldan svefn. Sofðu rótt-blandan inniheldur einnig íslensk fjallagrös sem eru oft nefnd gingseng Íslands. Fjalla- grös eru rík af steinefnum, einkum járni og kalsíum. Fjallagrös hafa verið þekkt fyrir vatnslosandi áhrif sín og geta hjálpað til við að draga úr bjúg. Þau innihalda betaglúkantrefjar sem hafa reynst vel við þyngdartap, geta bætt meltingu og styrkt þarmana. Hrein náttúruafurð Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna í hreina neytendavæna vöru fyrir viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS leggjum áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálfbærri nýtingu nátt- úruauðlinda. Við viljum að vör- urnar okkar nýtist viðskiptavinum okkar, að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá notum við enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og í nýrri vefverslun á iceherbs.is. Sefur rótt eftir margra ára svefntruflanir Þorgeir Valur var snöggur að finna fyrir mun á svefngæðum eftir að hann byrjaði að taka Sofðu rótt frá ICEHERBS á hverju kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 16 kynningarblað A L LT 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURGÓÐUR SVEFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.