Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 11.10.2022, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.10.2022, Qupperneq 50
Ég vildi gera það fyrir öll sem eru komin á fimmtugsaldur og eru enn leið eða reið yfir einhverju sem þau langaði alltaf að gera, en gerðu aldrei. Af þessum sökum minnir kvikmyndin á barnasögu fyrir full- orðna, eða fullorðins- sögu fyrir börn. Svo- lítið finnsk í sér, sem er hrós. Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is KVIKMYNDIR Sumarljós og svo kemur nóttin Leikstjórn og handrit: Elfar Aðalsteins Leikendur: Heiða Reed, Ólafur Darri Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir Nina Richter Sumarljós og svo kemur nóttin í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar er byggð á samnefndri verðlaunabók Jóns Kalmans Stefánssonar. Per- sónur úr sjávarþorpi á Vesturlandi tengjast allar þráðum í ýmsum litum, misþykkum. Leikstjóri hlýtur að þekkja sögusviðið vel, því að áður en Elfar fór að starfa við kvikmyndagerð var hann forstjóri útgerðarfyrirtækisins Eskju á Eski- firði. Leikar hefjast undir stjörnubjört- um himni og David Williamson á hrós skilið fyrir framúrskarandi myndatöku. Þegar bók er aðlöguð fyrir hvíta tjaldið eru nokkrar staðl- aðar listrænar ákvarðanir sem þarf að taka. Eins og hvort að prósinn haldi sér að því marki að kvikmynd- in fái hreinlega sögumann. Það heppnast ekki alltaf, og undirrituð man eftir kennara í kvikmynda- skóla sem fór ófögrum orðum um slík vinnubrögð. En reglurnar eru til þess að brjóta þær og leikræn fram- sögn sögukonu gefur myndinni mystískt yfirbragð, en er stundum full væmið. Af þessum sökum minnir kvikmyndin á barnasögu fyrir fullorðna, eða fullorðinssögu fyrir börn. Svolítið finnsk í sér, sem er hrós. Hún gæti jafnvel verið okkar eigin norrænni og þyngri útgáfa af hinni frönsku Amélie. Persónurnar eru mis-sterkar. Saga Elísabetar virkar fremur grunn og hentar kannski bók betur en tjaldi þó að leikkonan Heiða Reed vinni vel úr því. Svandís Dóra Einarsdóttir er sannfærandi sem Þuríður og Ólafur Darri og María Dögg Nelson fara á kostum. Ákvarðanir varðandi staðsetningu í tíma, sem oft er krefj- andi úrlausnar í samtímaskáldskap með tilliti til tækja og tóla í mynd, eru flestar góðar. n NIÐURSTAÐA: Sumarljós og svo kemur nóttin er ástarljóð til litla sjávarþorpsins. Sagan er marglaga og styrkleikarnir fleiri en veikleik- arnir. Myndin er til þess fallin að ganga í breiðan hóp kvikmynda- unnenda heima og heiman og því er óhætt að mæla með henni fyrir næstu bíóferð. Ástarljóð á filmu til íslenska sjávarþorpsins Ólafur Darri Ólafsson á fantaleik í Sumarljós og svo kemur nóttin, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánsssonar. MYND/SKJÁSKOT Danski rithöfundurinn Karen Blixen er söguhetja nýrra leikinna sjónvarpsþátta þar sem ævi höfundar er samofin sögunum sem hún skrifaði. lovisaa@frettabladid.is Connie Nielsen leikur Karen Blixen í nýjum þáttum, The Dreamer – Becoming Karen Blixen, sem voru teknir til sýninga í september á Viaplay. Þættirnir eru byggðir á hug- mynd hennar sjálfrar og Karoline Leth og er um að ræða alls sex þætti. Blixen var einn þekktasti rithöf- undur Dana og er vel þekkt fyrir sögu sína Babette’s Feast og bókina Jörð í Afríku [e. Out of Africa] sem margir þekkja einnig sem Óskars- verðlaunamynd með Meryl Streep og Robert Redford. Nielsen er ein þekktasta leikkona Dana og lék sem dæmi í stórmyndinni Gladiator frá árinu 2000. „Blixen hefur verið mér fyrir- mynd allt frá því að ég var barn: hún var ævintýragjörn, listamaður, ferðamaður og hugsuður. En ég vissi ekki alla söguna, um það hvernig 46 ára gömul kona fann einstakan hæfileika sinn á sama tíma og hún gekk í gegnum dýpstu og erfiðustu krísu lífs síns. Ferlið var sársauka- fullt, þreytandi en á sama tíma spennandi. Ég trúi því að það sé mikilvægt fyrir konur á öllum aldri, sama hver bakgrunnur þeirra er, að þekkja hvetjandi sögu hennar, og ég setti allt mitt, líkama og sál, í að mála upp þessa ótrúlegu mann- eskju,“ segir Connie. Bókin og myndin byggir að miklu leyti á lífi Blixen í Afríku en þar bjó hún um árabil með eiginmanni sínum. Þættirnir, sem nú koma út, taka í raun við af þeirri sögu sem er sögð þar og segja frá því sem færri þekkja, það sem gerðist eftir að Blixen bjó í Afríku og erfiða vegferð hennar að útgáfu bóka sinna. „Hún varð ekki útgefinn rit- höfundur fyrr en hún varð 47 ára gömul. Hún kom heim frá Afríku, og allir þekkja þá sögu, en þegar hún kom aftur neyddist hún til að flytja inn til móður sinnar,“ segir Nielsen. Líf Blixen í Afríku var mjög frjáls- lynt en þegar hún kom heim beið hennar annar raunveruleiki í húsi móður hennar og hefðbundinna gilda. Fjölskyldan var efnuð en í þáttunum er það þó gefið í skyn að það hafi tekið á fjölskylduna fjár- hagslega að styðja við líf Blixen í Afríku. Þegar hún kemur heim er stuðningur þeirra því takmarkaður. „Hún var gjaldþrota og átti því enga peninga og bauðst engin aðstoð frá fjölskyldu sinni nema að hún mátti búa hjá þeim gjaldfrjálst og fékk vasapeninga sem dugðu skammt.“ Connie segir að það hafi verið þarna sem hún byrjaði feril sinn sem rit- höfundur. Það var aðeins fyrir nokkrum árum sem að Nielsen sjálf lærði um þessa sögu Blixen og segir að hún hafi strax orðið forvitin. Hún byrjaði strax að rannsaka líf hennar og komst fljótt að því að hún vildi segja raunverulega sögu hennar. Sagan öðrum hvatning „Ég vildi gera það fyrir öll sem eru komin á fimmtugsaldur og eru enn leið eða reið yfir einhverju sem þau langaði alltaf að gera, en gerðu aldrei. Saga Blixen sem við segjum hér á að vera þeim hvatning, að bara gera það. Það er ekki of seint og þessi saga segir þér það,“ segir Nielsen. „Þetta er eitt af því sem dró mig að sögunni. Að sýna þennan snilling og sanna listamann og að loksins leyfa þeim hluta hennar að vera á skján- um. Ekki bara hana sem rómantíska kvenhetju.“ Hún setti saman hugmynd að þáttum og segir að sér hafi fundist mikilvægt að segja frá lífi Blixen á nýjan hátt. Ekki bara segja frá hennar persónulega lífi, heldur hvernig hennar persónulega líf var henni bæði hindrun og hvatning í listrænum skilningi. „Ég vildi segja sögu þessarar lista- konu með reisn. Ekki bara um kynlíf hennar eða aðra hluti sem venju- lega verða í aðalhlutverki þegar við segjum sögur kvenna, og lista- kvenna. Það er ekki farið yfir ferli þeirra, hverjir listrænir draumar þeirra eru eða hvernig þær ná mark- miðum sínum,“ segir Nielsen og heldur áfram: „Þessi tilhneiging, að sýna konur sem líkama þeirra, er það sem stendur í vegi okkar, þangað til við hættum að gera það.“ Sagan sem hún vildi segja Spurð um móttökurnar segir Con- nie að hún hafi ekki áhyggjur af því þó svo að Blixen sé vel þekkt og dáð í Danmörku, heimalandi hennar. „Þetta er sagan sem ég vildi segja og vann lengi að því að segja. Þetta er það ferli sem ég fór í gegnum og eins og ég vildi að hún væri sýnd. Eftir það er það í höndum annarra og ekki í mínum.“ Þættirnir eru allir aðgengilegir á Viaplay en þeir voru sýndir á kvik- myndahátíðinni í Cannes í apríl. Þættirnir gerast á fjórða áratug síð- ustu aldar og sýna hvernig Blixen fór frá því að vera gjaldþrota eftir heimkomu frá Afríku í að verða virt- ur rithöfundur. Í þáttunum er skipt á milli raunveruleikans og töfrandi saganna sem Blixen skrifaði sem gera þá ævintýralega um leið og sögð er á tímum hálfniðurdrepandi saga Blixen við heimkomu. n Túlkar Blixen sem hugsuð, listamann og ferðamann Connie Nielsen segist hafa viljað segja sögu Blixen með reisn, ekki aðeins um kynlíf eða álíka hluti sem oft taka yfir í sögum um konur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Connie Nielsen túlkar Karen Blixen í nýjum þáttum. MYND/AÐSEND 20 Lífið 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.