Fréttablaðið - 11.10.2022, Side 54

Fréttablaðið - 11.10.2022, Side 54
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Péturs Georgs Markan n Bakþankar Það vantar annan skóinn á líkið í skóginum. Kannski týndist skórinn á vonlausum spretti. Skilinn eftir til að deyja. Fórn Pútíns, ein af mörgum. Lífvana hernaður þar sem ungir karlmenn eru leirdúfur ein- ræðisins í Kreml. Fréttafrásögn Jóns Gauta Jóhannessonar fyrir Morgunblaðið af aðstæðum á vígvöllum Úkraínu er í senn hræðileg og niðurdrepandi, virðingarverð og vönduð – vonar- vana. Maður fyllist vonleysi að þessi staða sé yfir höfuð möguleg. Ef rétt er rétt, sem er kannski bara sattlíki og bragðast eins og rétt, eru Rússar á undanhaldi. Skilja eftir sig dauðann. Nú er það gagnsókn Úkraínufólks- ins sem einkennir sögurnar í fjöl- miðlum. Ég segi fólk vegna þess að það er fólk sem fyllir heri heimsins á svona stundum. Venjulegt skólaust fólk. Framhaldið er ennþá óljóst. Afar ólíklegt er að Rússar komi til með að halda nokkru af því sem þeir komu til að ávinna sér. Krímskaginn verð- ur áfram bullsjóðandi átakasvæði. Þau einu sem eiga eftir að finna fyrir þeim skertu lífsgæðum sem fylgja slíku ástandi eru íbúarnir. Það er öðru fremur vegna alþjóða- samvinnu – samtakamáttar og skuldbindinga sjálfstæðra ríkja, sem mögulegt er að standa gegn framrás Pútíns. Pund fyrir pund á Úkraína ekki roð í Rússland. Rúbla fyrir evru og Rússland er á undanhaldi. Ef rétt er rétt. Kannski styrkist Evrópusam- vinna og Natóvarnarvettangurinn við þessi ósköp, gæti maður auð- veldlega sagt spaklega í hæfilegri fjarlægð frá raunveruleikanum. Vonandi. Eini raunverulegi landvinningur þessa stríðs er útþensla harmsins – sorg fólksins, eins og fjölskyldunnar sem elskaði manninn sem núna er skólaust lík í skóginum. n Skólaust lík í skóginum 30-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLU Í OUTLET! 40% AFSLÁTTUR AF SÆNGURVERUM Í OUTLET *Afsláttur á ekki við um vörur í umboðssölu Áb. Sigurður Gunnlaugsson löggiltur fasteignasali 520 9595 Við styrkjum Bleiku slaufuna Stoltur styrktaraðili Bleiku Slaufunnar í 16 ár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.