Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Qupperneq 16

Skessuhorn - 24.08.2022, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202216 Valgeir Ingólfsson hefur staðið vaktina hjá Vegagerðinni í Borg- arnesi í næstum hálfa öld. Í þessu ævistarfi sínu hefur hann í gegnum tíðina sinnt fjölbreyttum verk- efnum; unnið á vélum á borð við veghefla, skiltabíla og á málningar- bíl, verið verkstjóri og nú síðast var hann yfirverkstjóri á þjónustudeild Vestursvæðis sem hefur aðsetur í Borgarnesi. Þegar hann lítur yfir farinn veg segir Valgeir að honum hafi aldrei þótt ástæða til að skipta um vinnu. Fyrsta verk að mála vinnuskúr Valgeir tekur á móti blaðamanni í húsakynnum Vegagerðarinnar í Borgarnesi en hann lauk síðustu vaktinni þar í lok maí síðastliðnum eftir farsælan feril. „Ég man upp á dag hvenær ég byrjaði að vinna hjá Vegagerðinni. Það var þann 6. júní 1974. Ég var ráðinn til starfa hjá Vegagerðinni á Snæfellsnesi, í áhaldahúsinu hjá Vegamótum og fyrsta verkefnið var að mála vinnuskúr. Síðan kom til mín véla- maður og hefilsstjóri af Snæfells- nesinu, Ríkharður Hjörleifsson, og sagði mér að það vantaði vélamenn í Borgarnesi í afleysingar, vitandi að sveitakrakkar eins og ég værum nokkuð góðir á vélar. Ég renndi í Borgarnes á föstudegi, sótti um og var byrjaður að leysa af á vélum á mánudegi. Þarna var ég tuttugu og eins árs,“ segir Valgeir um til- urð þess að hann réði sig til starfa á sínum tíma. Vegakerfið hefur tekið stakkaskipum Fyrstu verkefnin hjá Vegagerðinni eru honum enn í fersku minni. „Ég fór strax að læra á hjólaskóflu og sinnti ámokstri á bíla, auk þess að leysa af á veghefli. Í þessum verkum var ég allt árið um kring og fór um allar sveitir. Þetta var mjög gaman og átti vel við mig. Ég var fljótur að læra til verka og líkaði vel að vinna á vélum. Þótt ég væri oft einn að vinna, stundum langtímum og jafnvel dögum saman, truflaði það mig ekki neitt. Á þessum árum var Vegagerðin með þrjá til fjóra vinnu- flokka úti á mörkinni, sem sinntu þjónustu varðandi vegina. Þegar ég var á hjólaskóflunni var ég í vinnu- flokki úti í sveitum og það var ekki alltaf gist heima heldur í vegavinnu- skúrum og það var ráðskona sem eldaði ofan í okkur. Það var mis- jafnt eftir stærð verkefna í möl- burði hversu margir voru að vinna. Þetta var allt frá þremur og upp í tíu vörubílar að keyra út og allur mannskapurinn í kringum það. Vegakerfið samanstóð af malar- vegum og það var mikið að gera í viðhaldi þeirra,“ rifjar Valgeir upp og bætir við að vegakerfið hafi tekið stakkaskiptum frá þessum tíma. „Á þessum árum var nánast enginn spotti á landinu með bundnu slitlagi. Það var til dæmis ekki fyrr en um og eftir 1980 að farið var að leggja bundið slitlag hér í kringum Borgarnesið og það liðu mörg ár þar til að búið var að malbika leiðina frá Borgarnesi til Reykjavíkur,“ segir Valgeir og minnist á að fólk sé oft fljótt að gleyma hversu miklu hafi verið áorkað varðandi vegagerð síð- ustu áratugina. Verkfræðilegt þrekvirki Ein stærsta framkvæmd sem hann tók þátt í var undirbúningur og aðkoma að byggingu Borgar- fjarðarbrúar. „Ég vann á vörubíl við að keyra grjóti í varnargarðana, en ég leysti mikið af á bílunum líka. Miklar vinnubúðir voru á Seleyr- inni, sunnan við fjörðinn. Grjót- náman þaðan sem grjótið í varnar- garðana var tekið er innanbæjar í Borgarnesi í dag og búið að byggja á því svæði. Það gekk á ýmsu þegar við vorum að keyra grjóti í varnar- garðana og fyllinguna. Það varð að fylgja flóði og fjöru við smíði brú- arinnar og fyrstu vikurnar þegar unnið var við fyllinguna flæddi yfir hana þegar það var stórstreymt. Það var verkfræðilegt þrekvirki að koma þessari brú upp,“ segir Valgeir. 104 gistinætur En eru einhver önnur verkefni eða framkvæmdir sem standa upp úr í minningunni? „Ég veit ekki hvað skal segja en mér fannst alltaf rosalega gaman að moka snjó. Það var líka skemmti- legur tími árið 1992 en þá vann ég á svokölluðum skiltabíl, þ.e. vöru- bíl með krana sem var í viðhaldi á umferðarmerkjum og uppsetn- ingu nýrra umferðarmerkja um allt land. Mikið var að gera við að setja upp ný umferðarmerki því það var verið að skipta út leiðarmerkjum á vegamótum. Eins var verið að gera stofnbrautir að aðalbrautum og setja upp biðskyldumerki á hliðar- vegi. Það sumar var rosalega mikið að gera hjá mér. Ég fór um allt land, líka Vestfirðina. Um haustið vorum við í að setja upp vegrið, mig minnir að það hafi verið í Bakkaselsbrekkunni. Sem dæmi um hvað maður var mikið í burtu frá heimilinu þá voru gistinætur vegna vinnu það árið 104 talsins,“ segir Valgeir. Heyrði undir sex vegamálastjóra Árið eftir, 1993, lá leiðin síðan yfir í málningarbílinn. „Þá um vorið var ég spurður hvort ég væri til í að taka við málningarbílnum og ég lét slag standa. Ég tók við sem verkstjóri og var í yfirborðsmerk- ingum á vegum í tíu ár. Þá tók við nýr kafli þegar ég varð aðalverk- stjóri og svokallaður rekstrarstjóri var minn næsti yfirmaður. Síð- ustu tíu árin var ég yfirverkstjóri hér á þjónustustöðinni og var með góða verkstjóra með mér. Það starf snýst að mestu um að halda utan um peningamálin, áætlanagerð og skipulag. Þar undir heyrir viðhald malarvega, rykbinding og fleira. Síðan koma alltaf upp verkefni sem eru ekki á áætlun, það bila ræsi eða Valgeir rifjar upp hálfrar aldar starfstíma hjá Vegagerðinni Fannst alltaf gaman að moka snjó Valgeir við starfsstöðvar Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Valgeir var fljótur að læra til verka og líkaði vel að vinna á vélum. „Þótt ég væri oft einn að vinna, stundum langtímum og jafnvel dögum saman, truflaði það mig ekki neitt.“ Arnarneshamar 1985. Valgeir, ásamt vinnufélaga við skiltabílinn. Ljósm. Bjarni Johansen. Snjógöng á Holtavörðuheiði 1974. Ljósm. Hjörleifur Ólafsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.