Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2022 25 Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 1999 og er tekin í garðinum hjá Haraldi Sturlaugssyni á Akranesi þegar hann fagnaði 50 ára afmæli sínu. Félagar Haraldar tóku sig til og spiluðu knattspyrnu í garðinum hjá honum að morgni afmælisdagsins. Lokahátíð sumarlesarans var haldin síðastliðinn miðvikudag á Bókasafni Akraness en átakið hófst 3. júní og stóð yfir til föstudagsins 12. ágúst. Öllum börnum á aldrinum 6-12 ára gafst kostur á að skrá sig í sum- arlesturinn og fá að láni bækur að eigin vali til að lesa, sér að kostn- aðarlausu. Markmið verkefnis ins er sem fyrr að viðhalda lestrarfærn- inni sem börnin öðlast um vetur- inn en um leið er lögð áhersla á að börnin lesi það sem þau sjálf langar til, hvort sem um er að ræða bók á sérstöku áhugasviði eða góða sögu- bók. Alls skráðu 246 börn sig í sumar- lesturinn að þessu sinni og voru 169 virkir lesendur. Þeir lásu sam- tals 92.736 blaðsíður í 1.311 bókum og segir á síðu bókasafnsins að starfsfólk sé ánægt með þátttök- una og vill þakka öllum þeim sem voru með. „Þetta var skemmti- legt þema og gaman að taka á móti ykkur. Hlökkum til næsta sumars, hver veit hvað verður í boði þá. Við erum nú þegar farnar að leggja höf- uðið í bleyti…“ Hinn stórskemmtilegi og hæfileikaríki Jörgen Nilsson hélt uppi stuðinu, sýndi listir sínar og kenndi krökkunum nokkur brögð. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við á bókasafninu og tók nokkrar myndir af fjörinu. vaks Skólar á öllum námsstigum eru nú að hefja vetrarstarfið. Meðal annars er Tónlistarskóli Borgarfjarðar að hefja nýja önn með nýstárlegum námsleiðum. Sigfríður Björnsdóttir tónlistarskólastjóri segist spennt að taka á móti nemendum haustsins. ,,Við erum sérstaklega spennt að hefja nýja önn og taka við nýjum og gömlum nemendum á öllum aldri. Við hvetjum sérstaklega táninga og fullorðna til að koma, hvort sem þau vilja hefja nýtt nám eða taka upp fyrra nám. Við erum líka alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum,“ segir Sigfríður í samtali við Skessu- horn. Skólinn hefur verið í nokkurs konar umbreytingarferli síðast- liðið ár og mun nú t.d. byrja að kenna nemendum á hljóðver. Árni Jónsson mun kenna áfangann en hann lærði upptökustjórnun í Listaháskóla Íslands. ,,Þetta er til- raunaáfangi og við erum bara að taka fyrstu skrefin. Við byrjum með lítinn bekk og kúrsinn verður svolítið sniðinn að því sem nem- endurnir í kúrsinum vilja gera en annars verður þetta smá sam- suða af því sem ég hef verið að læra sjálfur. Við kennum kannski minna á upptökur til að byrja með og meira á pródúseringu. Þá erum við að læra að nota for- rit sem hljóðfæri, það er það sem nútíma pródúsering snýst helst um, að nota tölvuna og forritin til að búa til hljóð en kannski síður að taka upp hljóð. Ég mun þá nota ProTools til þess og sýni hvernig þetta virkar en ef nemendur eru að nota önnur forrit er það allt í góðu. Við vinnum mögulega einnig með fundin hljóð og lærum að nota þau í ýmislegt þannig að þetta verður bara fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir Árni. sþ Árni Jónsson mun kenna nemendum að nota hljóðver í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hljóðverið er ennþá í uppsetningu og opið er fyrir skráningar í kúrsinn. Stúdíó í Tónlistarskóla Borgarfjarðar Gönguhópurinn lagði í hann frá Hjarðarholtskirkju og gekk yfir í Stafholts- kirkju síðastliðinn laugardag. Pílagrímar komnir á áfangastað Í sumar hafa þær Anna Eiríks- dóttir, sóknarprestur Staf- holtsprestakalls, og Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur og fyrrverandi sóknarprestur Stafholtsprestakalls, staðið fyrir Pílagrímagöngu milli kirkn- anna í sókninni. Gengið var milli Hvammskirkju í Norðurárdal, yfir Grjótháls og að Norðtungu- kirkju. Þaðan var haldið með bökkum Þverár að Hjarðarholts- kirkju en göngunni lauk um liðna helgi þegar gengið var frá Hjarðarholtskirkju í Stafholts- kirkju en hver angi leiðarinnar taldi um tíu kílómetra. sþ Jörgen í essinu sínu. Húllumhæ á Bókasafni Akraness Börnin fengu að leika listir sínar með fjöður. Starfsmenn bókasafnsins tóku þátt í sjóræningjaþemanu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.