Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2022 15 Garða- og Saurbæjarprestakall DagsetningÚtvarpsmessa verður á Rás 1 frá Akraneskirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 11 Akraneskirkja Sunnudagurinn 28. ágúst Kvöldmessa kl. 20 Miðvikudagurinn 31. ágúst Bænastund kl. 12.15 Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning F I R M A M E R K I : Skrár og notkunarreglur Notkun á merki Uppsetning á fleti Röng notkun á merki Skjöl Merki án texta Notað Í þeim tilvikum þar sem merkið þarf að birtast á smáum fleti, og letrið væri ekki hæfilega læsilegt. Fyrir prentefni Fyrir vefinn /reglulegt .pdf .ai .eps Sækja prentskjöl /negatíft .pdf .ai .eps Sækja prentskjöl /reglulegt .jpg Lág & há upplausn .png Lág & há upplausn .svg Sækja vefskjöl /negatíft .jpg Lág & há upplausn .png Lág & há upplausn .svg Sækja vefskjöl Hefðbundin notkun á merki er blátt á hvítum grunni. lárétt lóðrétt Ekki má breyta hlutföllum á merki. Hér er hægt að nálgast merkið fyrir prent og vefefni, í ýmsum skráargerðum. Ekki má breyta lit á merki. Pantone 7700 CMYK 92 • 62 • 32 • 12 – RGB 27 • 90 • 125 Hex 1b5a7d Merkið getur einnig verið notað negatíft hvítt á bláa lit merkisins. lárétt lóðrétt Merkið getur í vissum tilvikum verið notað hvítt á svörtum grunni. lárétt lóðrétt Merkið skal umlukið auðu plássi, miðað er við minnst hæð merkisins til allrahliða Plássið kemur í veg fyrir að letur, grafík, myndir eða annað efni þrengi að og komi í veg fyrir hámarks sýnileika á merkinu. Ekki má setja merkið negatíft á annan grunn en tekið er fram í notkunarreglum. Hönnun Eggert Ragnarsson | Denorth ehf Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2022 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms og greiða leigu). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2022. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á „Mitt Lán” sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur.is eða island.is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðsins. Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd Fimmtán dögum eftir síðustu sveit- arstjórnarkosningar varð til nýtt sveitarfélag á norðanverðu Snæ- fellsnesi, með sameiningu Stykk- ishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Bæjarstjórn var kjörin fjórtánda maí og hefur hún nú sent átta tillögur að væntanlegu heiti sveitarfélags- ins til Örnefnanefndar að undan- genginni könnun meðal íbúa. Söfnun hugmynda um nafn sam- einaðs sveitarfélags Stykkishólms- bæjar og Helgafellssveitar lauk 1. júní sl. með rafrænu samráðskerfi þar sem allar tillögurnar birtust nafnlaust á vefsvæðinu. Mörgum tillögunum fylgdu skýringar. Þeir sem treystu sér ekki til að nýta raf- rænar lausnir var jafnframt vel- komið að koma tillögum á skrif- stofu Stykkishólmsbæjar eða fá aðstoð við að setja inn hugmyndir rafrænt. Tillögurnar sem sam- þykkt var af bæjarstjórn að senda til umsagnar Örnefndanefndar eru þessar: Breiðafjarðarbyggð Breiðafjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Stykkishólmsbær og Helgafellssveit Stykkishólmur og Helgafellsveit Sveitarfélagið Stykkishólmur Þórsnesþing Örnefnanefnd er stjórn- sýslunefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og starfar á grundvelli laga um örnefni. Hún hefur margþætt hlutverk og veitir m.a. umsagnir um nöfn á nýjum sveitarfélögum. Nefndin miðar í störfum sínum að varðveislu íslensks menningararfs og verndun örnefna. Einnig er það hlutverk hennar að tryggja að ný örnefni séu í samræmi við íslenska mál- fræði og íslenska málvenju og stað- hætti og örnefnahefð viðkomandi svæðis. Formaður örnefnanefndar er Bergur Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri Snorrastofu í Reyk- holti og sagði hann í samtali við Skessuhorn fyrir síðustu helgi að nefndin myndi taka tillögurnar til skoðunar sl. mánudag. Jakob Björgvin Jakobsson bæj- arstjóri í Stykkishólmi segir það spennandi en á sama tíma vanda- samt verkefni að ákveða heiti á nýju sveitarfélagi. „Þannig að við viljum vanda til verka í þessu eins og öðru sem hefur tengst sameiningarferl- inu til þessa. Heiti á sveitarfé- lagi skipar jafnframt mikilvægan sess í hjörtum margra íbúa og því er mikilvægt að málsmeðferðin og ferlið taki mið af og beri virðingu fyrir því. Ég geri ráð fyrir því að næstu skref verði þau að þegar umsögn Örnefndanefndar liggur fyrir munum við taka málið aftur til umræðu á vettvangi sveitarfé- lagsins og ákveða næstu skref og þá sérstaklega hvernig við getum virkjað íbúa til jákvæðrar þátttöku í ákvörðunartökuferlinu.“ gj Föstudagurinn 12. ágúst var síðasti vinnudagur sumarsins hjá vinnu- skólanum í Stykkishólmi. Af því tilefni var ungmennunum komið á óvart og boðið á kajak, farið var í leiki og grillað í lok dags. Fram kemur á vef Stykkishólms- bæjar að starfsfólk vinnuskólans hafi unnið frábæra vinnu í sumar og fær þakkir fyrir þeirra framlag við að halda umhverfinu hreinu og snyrtilegu. Flokkstjórar sumarsins voru þau Agatha Ýr Gunnarsdóttir og Ágúst Nils Einarsson Strand og segir á vef bæjarins að vinnuskólinn hafi verið heppin að krækja í þau. Vaks/ Ljósm. stykkisholmur.is Beðið umsagnar um heiti nýs sameinaðs sveitarfélags Frá Stykkishólmi. Ljósm. sþ. Vinnuskólanum lokið í Stykkishólmi Krakkarnir skelltu sér á kajak. Kubbur er alltaf vinsæl keppni. Ágúst Nils og Agatha Ýr ánægð eftir sumarið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.