Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 34. tbl. 25. árg. 24. ágúst 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Guðrún Fjeldsted hefur rekið reiðskóla að Ölvaldsstöðum í Borgarfirði síðan 1972. Hún fór síðustu ferð sumarsins síðastliðinn laugardag en segist ekki viss hvort reið- skólinn verði vakinn að nýju næsta sumar. Í tilefni dagsins bauð Guðrún völdum gestum og skyldfólki í reiðtúr og pylsupartý að honum loknum. Hún ríður hér forreið á bökkum Hvítár með 25 reiðskólanemendur. Lokahnykkur eftir hálfrar aldar farsælt starf. Ljósm. sþ Sveitarstjórn Dalabyggðar fund- aði í síðustu viku og samþykkti m.a. bókanir vegna vegamála. Þar segir að Skógarstrandarvegur, vegur 54 í vegakerfi Íslands, gegni lykilhlut- verki í því að tengja saman Dali og Snæfellsnes. „Skógarstranda- vegur er eini stofnvegur á Vestur- landi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags. Skógar- strandarvegur, með þverun Álfta- fjarðar, er forsenda fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga við Breiða- fjörð og góðri tengingu Snæfells- ness, Dala, Vestfjarða og Norður- lands.“ Þá segir í bókun sveitarstjórnar að nú sé uppi algerlega óásættan- leg staða hvað þessa mikilvægu vegtengingu varðar þegar eins- taka ferðaþjónustufyrirtæki hafa bannað sínum ökumönnum og fararstjórum að aka þessa leið sökum þess hvað vegurinn er í slæmu ástandi. „Sveitarstjórn Dala- byggðar skorar á stjórnvöld að líta á þessa stöðu sem neyðarástand og veita sérstöku fjármagni til þessa vegar þannig að á næstu tveimur árum verði lokið lagningu bundins slitlags á veg 54.“ Þá skorar sveitarstjórn Dala- byggðar á Vegagerðina að huga að því að samhliða langþráðum endur- bótum á veginum yfir Laxárdals- heiði verði horft til þess að endur- bæta og tvöfalda þær brýr sem á leiðinni eru. „Það er ekki ásætt- anlegt að áfram verði einbreiðar brýr sem muna sinn fífil fegurri með blikkandi ljósum eftir að þessi mikil væga leið hefur verið endur- bætt.“ mm Skógarstrandarvegur er forsenda samstarfs sveitarfélaga við Breiðafjörð Þinn árangur Arion

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.