Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202220 Anna Þórhildur og Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsbörn eru frá bænum Brekku í Norðurárdal. Systkinin gengu í Varmalands- skóla og Menntaskóla Borgar- fjarðar en héldu svo í háskólanám til Reykjavíkur og síðar erlendis. Anna og Bjarki eru náin og segjast vera góðir vinir, þau stríði þó hvort öðru sé góð innistæða fyrir og gera óspart grín að foreldrum sínum. Þau hafa mikið verið á ferðinni og segjast hafa verið mikið undir fjall- inu, eins og þau orða það. Í sumar fluttu þau bæði heim í Borgar- fjörðinn eftir námsdvöl í Hollandi og Bretlandi og munu nú nýta nám sitt til að starfa á Íslandi. Anna Þór- hildur er 23 ára og útskrifaðist með meistarapróf í píanóleik frá skól- anum Conservatorium Maastricht síðastliðið vor. Hún kláraði áður bakkalárpróf í píanóleik frá Listahá- skóla Íslands aðeins 21 árs og kennir nú píanóleik í Hafnarfirði. Bjarki Þór er 27 ára og mun skila doktors- ritgerð sinni í haust en hann hefur nú hafið störf við rannsóknir við Háskólann á Bifröst. Systkinin segja gott að koma heim og eru fegin því að komast aftur í íslenska náttúru þó útlandabakterían sé ekki alveg horfin. Skilar doktorsritgerðinni í september Bjarki Þór er að klára doktorspróf í stjórnmálasálfræði en hann hefur nú þegar hlotið verðlaun fyrir fyrri störf sín í greininni og ferðast víða á ráðstefnur. Hvað kveikti áhuga þinn á sálfræði? ,,Ég veit það ekki alveg, það er kannski heilbrigð- asta svarið. Upphaflega kviknaði áhuginn á klínísku starfi en ég fann svo mjög fljótt að ég hafði miklu meiri áhuga á rannsóknum og mér fannst aðferðarfræði sálfræðinnar mjög heillandi. Ég vann til dæmis hjá Rannsóknum og greiningu á sumrin þegar ég var í Háskólanum þar sem ég fékk smjörþefinn af því hvað háskólaumhverfið er skemmti- legur starfsvettvangur. Svo hef ég verið virkur í pólitík frá því ég var unglingur. Þegar ég svo upp götvaði að það væri hægt að blanda þessu tvennu saman hugsaði ég að það væri eitthvað fyrir mig. Í framhaldinu fór ég svo í mastersnám í stjórn- málasálfræði í University of Kent í Canterbury í Bretlandi. Ég kom svo heim í eitt ár að því loknu og sótti svo um í doktorsnám í sama skóla og hóf það haustið 2019. Ég mun skila ritgerðinni núna um miðjan september og ver hana í vetur. Ég flutti heim í sumar og hóf störf í ágúst við Háskólann á Bifröst, en ég mun starfa við rannsóknarverk- efni á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vestur landi í vetur. Við ætlum okkur að kanna ímynd Vestur- lands í hugum íbúa annarra svæða á landinu og niðurstöður verkefnisins munu nýtast sveitarfélögum í lands- hlutanum, ferðaþjónustunni á svæð- inu og svo framvegis,“ segir Bjarki. Hlaut virt verðlaun í Aþenu Hvað fjallar doktorsverkefnið þitt um? „Það er mjög góð spurning! Ég er í stuttu máli að skoða það sem ég kalla sameiginlegan narsissisma, sem er þýðing á collective narciss- ism. Það er eiginlega ekki til nein góð þýðing á orðinu narsissismi á íslensku en það er sálfræðilegt hug- tak sem vísar til sjálfhverfu, hégóma og útblásins sjálfstrausts. Í gegnum tíðina hefur narsissismi aðallega verið rannsakaður í samhengi við hugmyndir einstaklinga um sjálfa sig en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að fólk getur líka þróað með sér nars- issisma um félagslega hópa sem það tilheyrir, til dæmis þjóðir, stjórn- málaflokka eða íþróttalið. Í dokt- orsverkefninu skoðaði ég því hvað gerist þegar fólk verður narsissískt í tengslum við landið sitt eða þjóðerni og tengdi við viðhorf um Covid-19 faraldurinn. Upp úr þessari gagna- öflun skrifaði ég vísindagrein og fékk verðlaun fyrir hana í Aþenu í sumar á ráðstefnu Alþjóðasam- taka stjórnmálasálfræðinga. Þetta eru verðlaun fyrir bestu vísinda- greinina sem var skrifuð af ungum vísindamanni árið á undan, sem er mikill heiður að hljóta. Eitt af því skemmtilegasta við doktorsnámið er svo að ég hef fengið tækifæri á að ferðast víða til að sækja ráðstefnur, til dæmis til Bandaríkjanna, Portú- gal, Grikklands, Spánar og Þýska- lands,“ segir Bjarki. Draumurinn að stunda fræði uppi í sveit Bjarki segir ekki sjálfgefið að geta búið í sveitinni sinni og hafa háskóla í fimm mínútna fjarlægð. ,,Mér finnst það mikil forréttindi fyrir mig sem langar að vinna í háskólaum- hverfi, að búa í sveitinni minni og geta fengið vinnu í háskóla sem er hérna fimm mínútum frá. Það er rosalega góður staður fyrir mig til að hefja akademískan feril. Ég er ráðinn út þetta skólaár og svo sjáum við til hvað gerist eftir það. En ég sé fyrir mér að geta stundað mín fræði hér uppi í sveit og líka haldið tengslum við samstarfsmenn mína í Bretlandi í gegnum netið. Mér finnst mjög gott að búa í Borgar- firði. Hér er gott samfélag og fal- leg náttúra, svo er stutt til Reykja- víkur og mér finnst fínt að vera á ferðinni,“ segir Bjarki en hann sér vel fyrir sér að geta búið og starfað í Borgarfirðinum í framtíðinni. Meistaranám í Hollandi Anna Þórhildur hóf píanónám árið 2006, þá átta ára að aldri, en hún segir píanóið alltaf hafa átt hug sinn allan. ,,Ég byrjaði hjá Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur píanókennara og þetta var bara það skemmtilegasta sem ég gerði og finnst það ennþá! Þegar ég útskrifaðist úr Mennta- skóla Borgarfjarðar lá leiðin í Lista- háskólann. Ég hugsaði alltaf að ef mig langaði í eitthvað annað fag eins og raungreinar þá gæti ég alltaf gert það seinna. Það er miklu erf- iðara að fresta tónlistarnáminu upp á að halda sér í æfingu.“ Anna útskrifaðist svo úr LHÍ aðeins 21 árs gömul. ,,Ég í rauninni sleppti tíunda bekk og fór beint í MB úr níunda bekk. Þannig að ég byrjaði í LHÍ þegar ég var ennþá sautján ára eða að verða átján og að því loknu fór ég svo beint út til Hollands í áfram- haldandi nám,“ segir Anna en hún er aðeins 24 ára og útskrifuð með meistarapróf í píanóleik. Að læra hvernig smjör er best að kaupa Anna hóf nám sitt í Maastricht í Hollandi en ári seinna skall Covid- 19 faraldurinn á og segir hún það hafa litað mikið sína upplifun. ,,Það er öðruvísi menning hjá Hol- lendingum í menntakerfinu. Þeir eru fastari fyrir en Íslendingar og lítill sveigjanleiki. Þetta var skemmtileg reynsla en líka krefj- andi. Covid-takmarkanirnar sem því fylgdu trufluðu námið og ég held að það hafi litað tímann minn úti mjög mikið. Fyrsta árið er alltaf erfitt þegar maður flytur ungur til útlanda einn, en þá er maður bara að læra á hversdagslegu hlutina eins og matvörubúðirnar og hvernig smjör er best að kaupa. Svo þegar heimsfaraldurinn kemur þá fer ég heim. Ég tók snögga ákvörðun en annars hefði ég verið föst þarna í íbúðinni minni í Hollandi og ekki mátt fara út fyrir hússins dyr í margar vikur,“ segir Anna. Hvernig var að læra tónlist í gegnum netið? ,,Það fer allt eftir kennara og minn kennari kennir yfirleitt úr nokkurri fjarlægð og situr bak við skrifborð í tímunum. Fyrst fannst manni þetta pínu sérstakt en svo fannst mér þetta bara nokkuð góð kennsluað- ferð sem hentaði mér. Þetta verður til þess að maður kemst ekki upp með að herma bara eftir heldur þarf maður virkilega að vinna sjálf- stætt og sýna í verki að maður skilji öll atriðin. Svo kennslan á netinu var í raun ekki mjög frábrugðið. Ég var í rauninni bara mjög heppin með það. Auðvitað eru hljóðgæðin kannski helsta áskorunin en maður bara vann með það sem maður hafði,“ segir Anna. Tónlistarfræði heillandi Anna mun í vetur kenna á píanó við Tónlistarskólann í Hafnarfirði en hún segir þó rannsóknir á tón- list heilla hana. ,,Ég er mjög spennt fyrir því að byrja að kenna og er mjög fegin að vera komin heim í bili. Það er gott að koma heim, breyta um rútínu og umhverfi. Ég hef samt mjög mikinn áhuga á akademísku starfi, tónlistargrein- ingum og rannsóknum og stefni á doktorsnám í því í framtíðinni. Í bakkalárritgerðinni minni greindi ég þjóðleg einkenni í píanó- konserti Jórunnar Viðar og í meist- araritgerðinni minni greindi ég helstu stílísku einkenni klassískrar píanótónlistar á Íslandi á seinni hluta 20. aldar. Mér finnst rann- sóknir á íslenskri tónlist virkilega spennandi viðfangsefni sem mig langar að kanna meira í framtíðinni og ég hef mikinn áhuga á að miðla slíkri þekkingu með tónleikahaldi, því við erum svo rík af flottri tón- list hér á Íslandi,“ segir Anna Þór- hildur. Plöntutónlist og pennavinur Anna hefur prófað sig áfram í tón- listinni í bland við aðra miðla en m.a. hefur hún búið til tón- list úr plöntum. ,,Ég tók tvisvar þátt í nýsköpunarkeppni sem er haldin af skólanum úti og var í bæði skiptin að vinna með vin- konu minni Harmoney Lee en við komumst í úrslit bæði árin. Það er mjög gaman að segja frá því að við erum pennavinir síðan við vorum ellefu ára. Hún býr í Kanada og er grafískur hönnuður. Í fyrra skiptið sem við tókum þátt var allt á netinu en þá var þema keppninnar sam- band (e. Contact), vegna Covid. Þá þróuðum við tvíþætt konsept þar sem fólk deildi sögum af upp- lifunum sínum af Covid tímabil- inu sem Harmoney setti í grafískar myndir sem birtust svo á skjánum meðan ég spilaði verkið Torrek eftir Jón Leifs. Í lokin spilaði ég svo verkið Vökudraum eftir Jón Leifs, á meðan sögur fólks af því hvað það hlakki til að gera þegar heimsfar- aldrinum lyki birtust á skjánum, allt myndskreytt af Harmoney. Þannig var pælingin tvíþætt; sorg í faraldr- inum og von yfir framtíðinni. Í fyrra var þemað svo framtíðarskógar (e. Future Forest) í tengslum við lofts- lagsbreytingar. Harmoney sýnir mér þá tæki sem er lítil tölva með skynjara og skynjar rafleiðni í líf- rænum hlutum. Við skynjuðum raf- leiðni í plöntum og fáum svo gögn í tölvuna sem við gátum notað til að búa til tóna. Í stuttu máli breyttum við gögnunum í hljóm- borð og bjuggum þannig til tónlist úr plöntum. Við vildum nota þetta til að sýna fólki að við, bæði mann- fólk og plöntur, erum bara atóm og rafmagn og búin til úr sama efninu. Ég uppgötvaði í náminu úti hvað ég er tengd náttúrunni heima á Íslandi og þau tengsl urðu innblástur- inn fyrir þetta verkefni. Ég spilaði svo Claire De Lune eftir Debussy og undir var svo plöntutónlistin. Svo var gagnvirkt myndband af plöntu sem hreyfðist í samræmi við ,,Hafnarfjallið hefur aldrei verið eins fallegt“ Rætt við heimsfarana og systkinin Önnu Þórhildi og Bjarka Þór frá Brekku Anna Þórhildur og Bjarki Þór eru bæði nýflutt heim til Íslands eftir námsdvöl erlendis. Bjarki klárar doktorsnám sitt nú í september og Anna lauk nýverið meistaraprófi í píanóleik. Bjarki Þór tekur hér við verðlaunum fyrir bestu vísindagreinina sem skrifuð var af ungum vísindamanni árið á undan, á ráðstefnu Alþjóðasamtaka stjórnmálasál- fræðinga sem haldin var í Aþenu í júlí síðastliðnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.