Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Side 18

Skessuhorn - 24.08.2022, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202218 Umsókn Kára Viðarssonar, leik- ara og athafnamanns um Sjóböð í Krossavík við Hellissand var eitt þeirra verkefna sem hlaut í sumar styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestur- lands. Verkefnið hlaut þar hæsta styrk sem veittur var, 3,7 milljónir króna. Áður hafði verkefnið hlotið 500 þúsund króna styrk frá Sóknar- áætlun Vesturlands til að vinna við- skiptaáætlun undir leiðsögn Páls Kr. Pálssonar hagverkfræðings. Krossavík við Hellissand Verkefnið snýr að því að setja upp sjóböð í Krossavík sem er lítil vík austast í þorpinu á Hellissandi. Aðkoma að svæðinu er um Útnes- veg og afleggjara frá honum til vesturs að Snæfelli. Umhverfi og aðstæður í Krossavík mótast af hafnarmannvirkjum sem voru um áraraðir aðal hafnaraðstaðan á Hellissandi og voru notuð fram á áttunda áratug 20. aldar. Elsti hluti hafnarmannvirkjanna er frá árunum 1921 til 1922 og njóta þau því friðunar sem mannvirki sem orðin eru 100 ára og eldri. Þeim hefur ekki verið haldið við á síðustu áratugum og svæðið er nú aðallega nýtt til útivistar. Hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði var notað sem athafnasvæði við útgerðina sem áður var í Krossavík og stendur til að nýta núverandi hafnarmannvirki sem hluta af upplifun gesta. Breyta þarf skipulagi Ekkert deiliskipulag er til fyrir Krossavíkursvæðið, en nú er horft til þess að gera þar nýtt deiliskipulag vegna sjóbaðanna. Einnig þarf að breyta aðalskipulagi Snæfellsbæjar fyrir tímabilið 2015 til 2031. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði fyrir lít- inn vindmyllugarð rúmlega 200 m vestan fyrirhugaðs svæðis fyrir sjó- böð. Uppbygging sjóbaða mun hafa þau áhrif að ef reistar verða vind- myllur þarf að gera strangar kröfur um hljóðvist og að hæð þeirra verði takmörkuð. Lýsing og umhverfis- matslýsing fyrir breytingu aðal- skipulags og nýtt deiliskipulag var kynnt og samþykkt í umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 3. maí síðastliðinn. Þær tillögur voru í kjölfarið samþykktar af bæjar- stjórn 5. maí. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir um verkefnið: „Skilgreindur verður um 0,8 ha reitur fyrir afþreyingar- og ferða- mannasvæði merktur AF-2 á aðal- skipulagsuppdrætti. Framkvæmdir verða aðeins á suðvestur hluta reits- ins, en sjór innan hafnarmannvirkja nýtist baðstaðnum. Lýsingin tekur einnig til nýs deiliskipulags fyrir sjóböð… Fyrirhugað er að kynna tillögu deiliskipulags samhliða aðal- skipulagsbreytingu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 0,5 ha lóð, en framkvæmdir verða aðeins á litlum hluta hennar. Deiliskipulagið verði í öllum megin atriðum í samræmi við aðalskipulagsbreytingu. Mats- lýsing fyrir breytingu aðalskipulags og nýtt deiliskipulag verði unnin í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir verði tilkynninga- skyldar eða matsskyldar samkvæmt V. kafla um umhverfismat fram- kvæmda.“ Vel sóttur kynningar- fundur í Röstinni Kynningarfundur vegna verk- efnisins var haldinn 18. ágúst sl. í Röstinni á Hellissandi og var blaðamaður Skessuhorns meðal fundargesta. Þar var þessi fyrir- hugaða breyting á aðalskipulagi Hellissands kynnt og einnig nýtt deiliskipulag vegna sjóbaðanna. Fundurinn var vel sóttur af íbúum, um 50-60 manns voru í Röstinni og fengu þeir að leggja sitt til málanna í lok fundar þegar opnað var fyrir spurningar og athugasemdir. Hildigunnur Haraldsdóttir kynnti breytingu aðalskipulags og nýtt deiliskipulag fyrir fundar- gestum og Kári Viðarsson frum- kvöðull tók svo við og kynnti verkefnið sjálft. Áform gera ráð fyrir lágreistum byggingum við ströndina og misheitum pottum í sjávarmáli með tilheyrandi þjón- ustu. Gert er ráð fyrir að lóð mann- virkja verði um 0,5 ha að stærð og verði þau öll tengd böðunum innan hennar. Byggingum verður skipt upp í smærri einingar til næmari aðlögunar að landi. Lögð verður áhersla á vandaða hönnun bygginga og alls umhverfis. Áhersla er einnig lögð á aðlögun bílastæða að landi og góða aðstöðu fyrir langferða- bíla. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir 25 bílastæðum fyrir einkabíla og fjórum stæðum fyrir rútur. Aðstandendur verkefnisins telja það vera nóg af bílastæðum og hafa ekki áhyggjur af að skapist þar örtröð. Gert er ráð fyrir að gestir baðlónsins þurfi að panta sér pláss í lóninu fyrirfram og að það taki ekki fleiri en 100 gesti í senn. Þá sýna útreikningar að meðaldvalartími fólks í lónum af svipaðri gerð er um þrjár klukkustundir, en samkvæmt því ættu einungis 400 manns að fara í gegnum lónið á degi hverjum þegar mest verður. Nýtt baðlón geri mikið fyrir samfélagið Kári segir í samtali við Skessu- horn að baðlónið geti haft mjög góð og jákvæð áhrif á Hellissand og allt svæðið þar um kring. Bæði séu aukin atvinnutækifæri fyrir heima- menn og lónið trekki að ferðamenn sem stoppi þá lengur en ella og nýti sér um leið aðra þjónustu á svæð- inu, svo sem gistingu eða verslun. Lónið auki ekki síður lífsgæði fólks- ins sem býr á svæðinu. „Með þessu baðlóni viljum við búa til fram- kvæmdasvæði sem hjálpar þessu bæjarfélagi að dafna. Ég sé fram á að svona heilsulind geti orðið til þess að auka lýðheilsu okkar sem samfélags og bæta lífsgæði okkar sem búum hérna því það er hollt og gott að fara í sjóinn og það er hollt og gott að fara í gufubað og það er allt í góðu með það,“ segir Kári. Bætt aðgengi fyrir alla „Þetta er svæði sem fleirum en bara okkur heimamönnum á að fá að líða vel á,“ segir Kári. Fundargestir voru líkt og ætla mátti misánægðir með þessa hugmynd og nefndu fleiri en einn að Krossavíkin hefði mikið tilfinningalegt gildi fyrir þá og aðra bæjarbúa og það hræddi þá að hleypa ætti hundruðum manna á degi hverjum inn á þetta dýrmæta náttúrusvæði. Því svaraði Kári: „Ég vil að þessi sjóböð verði til þess að upplifunin af Krossavík geti verið enn betri en hún er í dag, og þá líka fyrir fólk sem á erfitt með að kom- ast til Krossavíkur eins og aðgengið er núna. Ég sé fyrir mér að ef það koma sjóböð á þennan stað þá sé það líka hlutverk þess fyrirtækis að sjá til þess að allt nærumhverfi sé fallegt og það sé hugsað um það. Sem dæmi má nefna að þessi strandlengja hefur verið hreinsuð af sjálfboðaliðum hér í bænum frá því ég man eftir mér. Ég sé fyrir mér að þetta verði hlutverk okkar sem stöndum að þessu baðlóni, að halda Krossavíkinni fallegri.“ Í spjalli við blaðamann Skessu- horns að loknum fundi bætti Kári við vegna vangaveltna nágranna sinna: „Það er náttúrulega undir hverjum og einum komið að ákveða hvernig þeim líður tilfinningalega með þetta mál. En ég held að við verðum að opna huga okkar fyrir því að þetta er svæði sem fleirum en bara okkur heimamönnum á að fá að líða vel á og vita af og ég er eiginlega fullviss um að þetta geti líka hjálpað okkur í að halda svæð- inu fallegu og gera því hátt undir höfði, þótt við séum að áætla að setja þarna starfsemi á reit sem í 50 ár var bara iðnaðarhverfi hérna á Hellissandi. Þetta svæði er mér mjög kært. Ég fer mjög oft þarna og labba í gegnum þessa höfn með hundinn minn og hef gert frá því ég var lítill. Ég lék mér þarna sem krakki og þess vegna erum við líka að reyna að útfæra svæðið þannig að fólk geti áfram gert það, krakkar geti áfram farið þarna og leikið sér og það sé hægt að labba þarna með hunda og gera flest allt annað,“ segir Kári og bætir svo við: „En ég bý líka hérna og vil halda áfram að búa hérna. Ég vil sjá þetta samfélag blómstra og að það verði grund- völlur fyrir þjónustu á okkar stað. Svona baðlón er líka lýðheilsu- mál og bara lífsgæðaaukning fyrir fólk sem vill nýta sér svona heilsu- lindir, þannig að það eru alveg alls konar sjónarmið sem koma fram. Það er ekkert auðvelt að vega og meta það hvort það sé yfirhöfuð í lagi að fara í svona framkvæmdir en mín skoðun er sú að með réttu móti og ef það er unnið vel þá sé bara hægt að finna mjög fallegan meðal- veg náttúru og starfsemi þarna eins og áður var. Ég elska þennan stað. Alveg eins og ég elska bæjarfélagið mitt og langar til að taka þátt í því að það dafni,“ segir Kári. Hugmynd um sjóböð í Krossavík kynnt fyrir íbúum Hellissands Krossavík við Hellissand. Ljósm. af Kári Viðarsson frumkvöðull og hugmyndasmiður verkefnisins. Ljósm. gbþ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.