Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2022 23 Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþrótta- maður vikunnar að þessu sinni er knattspyrnumaðurinn Andri Þór úr Ólafsvík. Nafn: Andri Þór Sólbergsson Fjölskylduhagir? Einhleypur og barnlaus. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru fótbolti, fjölskylda og vinir og ferðalög, sérstaklega erlendis. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér þessar mundir? Vakna og fara í vinnuna. Svo er það æfing, sund og borða kvöldmat og taka svo góða slökun með strákunum sem ég bý með í Ólafsvík. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Kostir: Myndi segja að ég væri stundvís og reglumaður. Tel mig þolinmóðan og jákvæðan yfir höfuð fyrir utan í boltanum, þá breytist það örlítið. Minn helsti ókostur er líklegast tónlistar- smekkurinn að annarra manna mati, hann er greinilega ekki nógu góður. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi að meðtöldum keppnisleikjum fimm til sex sinnum í viku. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Fyrirmyndin mín í íþróttum er Thierry Henry. Goð- sögn í besta knattspyrnuliðinu á Englandi og frábær knattspyrnu- maður. Af hverju valdir þú knattspyrnu? Valið stóð á milli handbolta og fótbolta þegar ég var yngri. Margir í kringum mig sögðu að ég væri betri í fótbolta og ég hlust- aði á það. Sé samt ekki eftir þeirri ákvörðun, finnst hún hafa verið rétt. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Gef Arnóri Siggeirs- syni þennan titil. Einn af mínum elstu og bestu vinum, aldrei dauð stund með þeim flotta dreng. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast er auðvitað að spila keppnisleiki, skemmir ekki fyrir þegar þeir vinnast. Leiðinlegast eru hlaup án bolta, alveg gjörsam- lega yfirburða leiðinlegast. Hlaup án bolta yfirburða leiðinlegust Íþróttamaður vikunnar Það var vaskur hópur Lionsmanna sem sá um að gróðursetja tré í Paimpol garðinum í Grundarfirði um helgina. Unnið var hörðum höndum og hvergi slegið af. Lions- menn fengu veglegan styrk frá Skógræktinni til þessa verkefnis og lögðu einnig til fjármagn og vinnu. Lionsklúbburinn kom svo að máli við bæjaryfirvöld um staðsetningu fyrir herlegheitin og fór Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi bæjarins, á fullt í samvinnu við Lionsklúbbinn um að finna hent- uga staðsetningu og varð Paimpol garðurinn fyrir valinu. Þarna eiga eftir að vaxa glæsileg tré sem með- limir Lions munu annast og huga að á komandi árum. tfk Hólmfríður Hildimundardóttir sló ekkert af þó að ljósmyndari Skessu- horns væri kominn á svæðið. Lionsklúbbur Grundarfjarðar gróðursetur Hluti hópsins stillti sér upp fyrir ljósmyndara. F.v. Friðgeir Hjaltalín, Guðmundur Smári Guðmundsson, Aðalsteinn Þorvalds- son, Kristín Pétursdóttir, Jóna Björk Ragnarsdóttir, Salbjörg Nóadóttir, Unnsteinn Guðmundsson, Hólmfríður Hildimundar- dóttir, Olga Sædís Einarsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Guðmundur Pálsson. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson lét ekki sitt eftir liggja og er hér að fækka fötum eftir erfiðisvinnuna. Í rýminu eru mörg falleg og upp- lýsandi veggspjöld sem sýna t.d. hvernig ákveðnir kaffidrykkir eru útbúnir. Þá eru líka upplýsingar um og sýnishorn af þeim kaffibaunum sem Valeria notar. Undir öllu hús- inu er kjallari og um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á að útbúa hann fyrir veturinn sem setu- stofu fyrir viðskiptavini. Þar er lágt til lofts og er rýmið þrískipt. Búið er að mála veggina þar ýmist ljós- brúna eða bláa en sumir veggir hafa verið klæddir með ljósum panel. Í loftinu eru bitar sem málaðir hafa verið svartir og í hátölurum hljómar ljúf kólumbísk tónlist. Búið er að fylla rýmið af plöntum og ljósaser- íum og er heildarútkoman mjög notaleg og instagramvæn. Kaffið er í fyrsta sæti Á drykkjarseðlinum eru hinir ýmsu kaffidrykkir, bæði heitir og kaldir og segir Marta að Cappuccino sé einna vinsælasti drykkurinn, það er ef fólki líkar mjólkurblandað kaffi. Kaldir drykkir eru líka á boðstólum, Frappuccino, Ice latte og fleira. Hingað til hafa ekki verið neinar veitingar í boði með kaffinu og Marta segir það ekki trufla við- skiptavinina. „Húsið er frekar lítið svo það er ekki mikið pláss fyrir einhverja almennilega veitingasölu. Við erum að einblína á kaffi númer eitt, tvö og þrjú og fólk er almennt ánægt með það.“ Tveir mánuðir eru síðan kaffi- húsið opnaði og hefur það verið vel sótt bæði af ferðamönnum og Grundfirðingum. „Heima- mennirnir eru duglegir að koma til að fá sér kaffibolla en við erum líka að selja kaffibaunir í pokum og það er mjög vinsælt að kaupa það til að hella upp á heima hjá sér eða gefa í gjafir.“ gbþ/Ljósm. gbþ Í þessari vél eru kaffibaunirnar ristaðar. Vélin stendur í aðalrými kaffihússins. Í kjallara hússins er búið að gera fallegt rými fyrir gesti til að tylla sér.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.