Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Side 12

Skessuhorn - 24.08.2022, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202212 Ýmsar tilfæringar hafa verið í skóla- starfi Grundaskóla á Akranesi síð- ustu ár þar sem skólinn hefur staðið í miklum endurbótum á byggingum. Gamla stjórnunarálma skólans hefur verið lokuð vegna endurbóta síðan í lok apríl og er verið að breyta henni í kennsluálmu. Vonast er til að hún verði tilbúin í byrjun október og mun 9. bekkur þá færa sig þangað. Þar til gamla stjórnunarálman verður tilbúin þarf Grundaskóli að leysa sín mál með bráðabirgða- lausnum. Þá verður til að mynda útikennsla, kennsla á sal og gangar skólans einnig nýttir. Þá er þessa dagana verið að vinna á útisvæði skólans og meðal annars verið að snyrta til við aðalinngang að B-álmu, setja hellur og beð og fjölga hjólastöndum. Því verki átti að ljúka áður en skólinn hófst en þó má búast við að því verki verði ekki að öllu lokið fyrir þann tíma. Þá er unnið af fullum krafti við að gera lausar kennslustofurnar í svokall- aðri Eyju tilbúnar fyrir skólabyrjun og það verkefni átti að nást áður en skólinn hófst. Til stendur að Grundaskóli fái eftir áramót það húsnæði sem leik- skólinn Garðasel er í núna og þarf þá að ráðast í endurbætur á því hús- næði og skólalóðinni. Þar verða lík- lega kenndar list- og verkgreinar til að byrja með en svo mun frístund Grundaskóla færast þangað. Að sögn Sigurðar Arnars Sigurðs- sonar, skólastjóra Grundaskóla, eru undanfarin ár búin að reyn- ast nemendum og starfsfólki erfið og á köflum þreytandi vegna fram- kvæmda og þrengsla en á sama tíma hafa allir aðilar sýnt þessu öllu mikla þolinmæði. Framundan eru enn meiri framkvæmdir í elstu byggingu skólans, eða C-álmu eins og hún er kölluð. Sigurður Arnar segir skóla- samfélagið sameinast um lokamark- miðið sem er nýr og glæsilegur Grundaskóli. „Verkefni okkar er að reka öflugt skólastarf og brúa næstu tvö ár með skapandi lausnum eða þar til að fullbúinn, nýr og glæsi- legur Grundaskóli lítur dagsins ljós. Þegar sú stund rennur upp lofum við stórhátíð á bæ þar sem skóla- samfélagið mun fagna glæsilegri uppskeru.“ vaks Útgerðarfélagið Þórsberg ehf. á Tálknafirði fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 40BB beitningarvélar- bát frá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Nýi báturinn heitir Indriði Kristins BA 751 og er hannaður í samstarfi við Ráðgarð ehf. Báturinn er 12,5 metrar á lengd, 6,5 metra breiður og mælist Gamli Indriði heitir nú Særif SH eftir að báturinn var seldur til Melness í Rifi. Nýr Indriði landaði sínum fyrsta afla í Rifi Indriði Kristins BA kemur úr sínum fyrsta róðri til Ólafsvíkur. Unnið við löndun á fyrsta aflanum sem reyndist 3,5 tonn. 30 brúttótonn. Indriði leysir af hólmi eldri bát með sama nafni sem hefur nú verið seldur til Mel- ness ehf. í Rifi og heitir nú Særif SH. Indriði BA landaði sínum fyrsta afla í Ólafsvík í síðustu viku. „Við lögðum nokkra rekka til þess að prufa nýja bátinn,“ sögðu skip- verjar í samtali við fréttaritara Skessuhorns. „En það þarf að slípa þetta aðeins til svona fyrst um sinn,“ bættu þeir við. Skip- verjar sögðu að það þyrfti m.a. að stilla beitningarvélina þar sem hún beitti aðeins helming krókanna og kom viðgerðarmaður til þess að lagfæra hana. Tvær áhafnir eru á bátnum og verða menn tíu daga á sjó og tíu daga í fríi. Skipverjar sögðu að þeir leggðu gjarnan tvær lagnir í einu. „Þetta er hörkuskip, með mjúkar hreyfingar þrátt fyrir hæðina á því, og virkilega flott aðstaða um borð,“ sögðu þeir. af Framkvæmdir í Grundaskóla í fullum gangi Við aðalinngang að B-álmu var allt kapp lagt á að ljúka framkvæmdum áður en skólinn hófst. Við innganginn í gömlu stjórnunarálmunni er búið að brjóta vegg að sal og sviði skólans. Þarna fyrir innan kemur salernisaðstaða, ný skjalageymsla og náms- gagnageymsla. Útiskólastofurnar eru alls sjö og létta mjög á ástandinu. Í byrjun október á framkvæmdum að vera lokið í gömlu stjórnunar- álmunni. Búið er að fjölga hjólastöndum við skólann.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.