Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202224 Gengið hefur verið frá samkomu- lagi á milli Háskólans á Hólum og FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Starf- semin hefur um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK Seafood í húsnæði félagsins á Sauðárkróki en mun á næsta ári færast í tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í Hjaltadal. Húsnæðið var áður í eigu FISK Seafood en hefur nú verið gefið skólanum ásamt myndarlegum fjárstyrk til þess að flytja búnað deildarinnar og koma honum fyrir í nýjum húsakynnum. „Með þessu undirstrikar FISK Seafood vilja sinn til þess að styðja áfram við bakið á þeirri mikilvægu starfsemi sem háskólinn starfrækir á sviði rannsókna og kennslu,“ segir í tilkynningu frá Háskólanum á Hólum og FISK Seafood. FISK Seafood áformar umtals- verðar byggingarframkvæmdir vegna nýs hátæknifrystihúss og fiskvinnslu á athafnasvæði sínu við höfnina á Sauðárkróki. Á meðal mannvirkja sem þurfa að víkja er húsnæði sem skólinn hefur haft afnot af án endurgjalds í tæpa tvo áratugi. Aðstaðan sem FISK Seafood hefur nú gefið skól- anum hýsti áður bleikjueldi Hóla- lax í Hjaltadal sem var í eigu FISK Seafood en hefur nú verið lagt af. Bindur félagið vonir við að þessi rúmgóðu húsakynni geti nýst skól- anum um langa framtíð. Hólmfríður Sveinsdóttir, nýráð- inn rektor Háskólans á Hólum, seg- ist afar þakklát fyrir þessa höfðing- legu gjöf: „Það hefur auðvitað verið skólanum afar dýrmætt að hafa getað rekið starfsemi deildarinnar undir þessu þaki FISK Seafood á Háeyri í þennan langa tíma. Um mitt næsta ár verða þau þáttaskil að við flytjum deildina í eigið húsnæði í nágrenni skólans sem er mikilvægt skref í áttina að framtíðaráformum um byggingu á nýju kennslu- og rannsóknahúsnæði á Sauðárkróki fyrir starfsemi Fiskeldis- og fiska- líffræðideildarinnar.“ Friðbjörn Ásbjörnsson, fram- kvæmdastjóri FISK Seafood: „Þetta er sóknarsinnað samkomu- lag fyrir báða aðila. Skólinn getur haldið áfram að byggja upp þessa mikilvægu deild án óvissu um hús- næðismál hennar á næstu árum og við höldum áfram að þróa aðstöðu okkar á Háeyrinni til móts við nýjar kröfur og nauðsynlega samkeppnis- hæfni. Með þessu framlagi okkar getum við áfram litið á okkur sem öflugan bakhjarl kennslu- og vísinda starfs Hólaskóla sem skiptir þjóðina alla miklu máli,“ segir Frið- björn í tilkynningu. mm Frá og með deginum í dag eru allir grunnskólar á Vesturlandi byrj- aðir vetrarstarf sitt. Síðasta skóla- setningin er í dag í Stykkishólmi. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær- morgun í skólastofunni hjá 6. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Þar var lestrartími og krakkarnir áhugasamir að vera byrjaðir. mm/ Ljósm. vaks Segja má að skortur sé á gisti- plássi á Akranesi í ljósi þess að ekkert hótel er rekið í þessu tæp- lega átta þúsund manna sam félagi. Nokkur farfuglaheimili eru rekin í bænum og einnig stök herbergi í heimagistingu. Skammt frá bæjar- mörkunum, á Móum í Hvalfjarðar- sveit, hefur nú verið fjölgað smá- hýsum til útleigu og eru nú sjö tals- ins. Nýting á þeim hefur verið afar góð í sumar og gott útlit með bók- anir fyrir haustið. Allar nánari upp- lýsingar um þjónustuna eru á bók- unarsíðum undir Móar Guest- house. mm Matvælaráðuneytið úthlutaði í síð- ustu viku 584,6 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 58 verk- efni styrki að þessu sinni, en 211 umsóknir bárust sjóðnum. Um 5% verkefnastyrkja voru tengdir Vestur- landi, en í öllum tilfellum voru það styrkir sem að einhverju leyti tengj- ast öðrum landshlutum einnig. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðar- afurða úr landbúnaðar- og sjávar- afurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar mat- væla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðs- sókn á erlendum mörkuðum. Sjóð- urinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum til- gangi eru styrkt verkefni og rann- sóknir einstaklinga og lögaðila. Meðal þeirra verkefna sem fengu úthlutun má nefna: • Hringrásarhænur í bak- görðum • Þróa sælkeravöru úr lamba- og kindaslögum • Markaðsátak í útflutningi á íslensku viskýi • Aukin bragðgæði og áferð íslensks fisks með hæg- meyrnun • Visthæfing landeldis • Bætiefnadrykkir með íslenskum þörungum • Eftirlit og upprunavottun fyrir íslenskar saltfisksfurðir • Próteinframleiðsla úr grasi • Frumþróun bragðefna úr þangi fyrir austurlenskan mat • Viðskiptaáætlun fyrir mjólkur- fé og sauðaostagerð • Folaldajerky og -hrápylsur • Verðmætasköpun úr hliðar- afurðum bjórgerðar Á réttri leið sem matvælaland „Sá sköpunarkraftur og sú áræðni sem íslenskir matvælaframleið- endur búa yfir er sérstakt ánægju- efni og sýnir áþreifanlega að Ísland er á réttri leið sem mat- vælaland. Það gleður mig einnig að sjá að hlutföll á milli kynja eru nær jöfn,“ segir Svandís Svavars- dóttir matvælaráðherra í tilkynn- ingu sem send var úr ráðuneyti hennar. Fjórir sjóðir Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næstu úthlutun úr Matvæla- sjóði á vormánuðum 2023. Mat- vælasjóður veitir styrki í fjórum styrkjaflokkum: Báru, Keldu, Afurð og Fjársjóði. Fyrir þá sem vilja undirbúa umsókn er skil- greining þeirra þannig: Bára Bára styrkir verkefni á hugmynda- stigi. Styrkþegar geta verið fyrir- tæki sem stofnuð eru á síðustu fimm árum. Einnig frumkvöðlar sem vilja þróa hugmynd, hráefni eða aðferðir sem tengjast íslenskri matvælaframleiðslu. Kelda Kelda styrkir verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar sem styður við markmið sjóðs- ins um nýsköpun, sjálfbærni, verð- mætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Afurð Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu og stuðla þar með að verðmætasköpun. Fjársjóður Fjársjóður styrkir verkefni sem hafa það markmiði að styrkja markaðs- innviði og stuðla að markaðssókn afurða tengdum íslenskri mat- vælaframleiðslu. mm Hús Hólalax mun verða nýtt fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólanum á Hólum. FISK Seafood gefur Háskólanum á Hólum húsnæði sitt í Hjaltadal Grunnskólarnir allir byrjaðir Góð nýting á smáhýsunum á Móum Árlegum styrkjum úthlutað til þróunar matvæla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.