Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2022 29 Akranes – miðvikudagur 24. ágúst Kári og Augnablik eigast við í 3. deild karla í knattspyrnu í Akra- neshöllinni og hefst leikurinn klukkan 19.15. Borgarfjörður – föstudagur 26. ágúst Töðugjaldaball í Samkomuhúsinu við Þverárrétt með Geirmundi Val- týssyni og hljómsveit. Ballið hefst kl. 23 og kostar 2.500 krónur inn. Ekki verður posi á staðnum. Dalir – föstudagur 26. ágúst Skemmtikvöld Slysavarnadeildar Dalasýslu verður haldið í Árbliki kl. 20. Aðgangseyrir er 3500 krónur og gildir miðinn sem happdrættis- miði líka. Aldurstakmark er 20 ár. Borgarnes – laugardagur 27. ágúst Opin vinnustofa í listsköpunarrými Michelle Bird fyrir hópa að Sæunnargötu 12. Markmið vinnu- stofunnar er að dýpka og víkka skapandi tjáningu og vöxt innan hópsins. Hópar eru velkomnir í listastúdíó Michelle en einnig er hægt að setja upp vinnustofur hvar sem er eftir viðburðinn. Hvalfjarðarsveit – laugardagur 27. ágúst Göngufélag Borgarfjarðar stendur fyrir göngu á Þyrilsnes í Hval- firði. Göngunni stýrir Gísli Einars- son en lagt verður af stað kl. 13 frá bílastæði rétt hjá hvalstöðinni. Gangan tekur um tvær og hálfa klukkustund, er létt og við flestra hæfi. Borgarfjörður – laugardagur 27. ágúst Hátíðardagskrá í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi þar sem Guðmundur Finnsson húsvörður lætur af störfum eftir 40 ára starf og næsti arftaki tekur við lyklum. Einnig verður haldið formlega upp á að 50 ár eru liðin frá upphafi byggingar og 40 ár síðan húsið var tekið í notkun. Dagskráin hefst klukkan 15. Ólafsvík – laugardagur 27. ágúst Víkingur Ólafsvík leikur á móti KF í 2. deild karla í knattspyrnu á Ólafs- víkurvelli og hefst viðureignin klukkan 16. Starf í mötuneyti Elkem Grundartanga Múlakaffi leitar að starfsmönnum í mötuneyti Elkem á Grundartanga. Um framtíðarstarf er að ræða. Um að ræða dagvinnustarf frá kl. 8-16 og vaktavinnustarf og er vinnu- tíminn frá 7:30-18:00. Bílpróf er skilyrði. brynja@mulakaffi.is Skrifstofuhúsnæði til leigu Tvær skrifstofur til leigu á besta stað í miðbæ Borgarness. Um er að ræða 15 og 16 m2 skrifstofur á annarri hæð að Borgarbraut 61. Leigunni fylgir aðgangur að sam- eiginlegu 13 m2 fundarherbergi með skjávarpa og fjarfundabún- aði. Hægt er að leigja báðar skrif- stofurnar saman eða hvora um sig. Möguleiki á að tengjast ljós- leiðara. Húsgöng fylgja án endur- gjalds. Sameiginleg kaffistofa og salerni er á hæðinni. Nánari uppl. veitir Sigurbjörg í s: 898 9254, tölvupóstur landlinur@landlinur. is. Óska eftir bíl Má vera keyrður 100-150 þús km, framleiðandi helst VW, Skoda, Nissan, Kia. Vel viðhaldinn. Verð max 800.000kr. Til afhendingar í ágúst eða september. Týndur hestur Flottur frá Felli er ennþá ófundinn. Áberandi rauður á lit, með rautt fax og tagl, tvístjörnóttur. Fór frá Hlíðarási í Kjós fyrir meira en ári síðan. Ef ein- hver verður við hann var látið endi- lega vita í síma 846- 8336. Sendibíll til sölu Nú er komið að endurnýjun vinnu- bílsins okkar. VW Caddy til sölu. Tilbúin til afhendingar um næstu mánaðamót. Verð: 2.600.000kr + vsk. Nýskráður: 14. desember 2017, með skoðun til ágúst 2023. Bíllinn er díselknúinn, beinskiptur, ekinn 81.300 km. Vel með farinn bíll og ætíð notaður við léttan blaðaflutning. Nánari upplýsingar veitir Magnús í síma 894 8998 eða magnus@skessuhorn.is. ÓSKAST KEYPT TAPAÐ/FUNDIÐ Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Smáauglýsingar ATVINNA Í BOÐI LEIGUMARKAÐUR Nýfæddir Vestlendingar 13. ágúst. Drengur. Þyngd: 3.460 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Ragn- heiður Björnsdóttir og Adrea Valtorta, Reykjavík. Ljósmóðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir. 14. ágúst. Drengur. Þyngd: 4.466 gr. Lengd: 52 cm. Foreldri: Ásta Marý Stefánsdóttir, Hvalfjarðar- sveit. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafs- dóttir. 18. ágúst. Drengur. Þyngd: 4.090 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Lilja Karen Kjartansdóttir og Aron Ingi Ólason, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Alexander Flóki. 19. ágúst. Drengur. Þyngd: 3.990 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Sig- ríður Björg Ásgeirsdóttir og Kjartan Arnar Hauksson, Vest- mannaeyjum. Ljósmóðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir. 20. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.656 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Ásthildur Guðmundsdóttir og Halldór Gauti Kristjánsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Jenný Inga Eiðsdóttir. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2022 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 1. september Föstudaginn 2. september Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Allar gerðir ökutækja skoðaðar Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 02 2 Instagramsíða Skessuhorns heitir skessuhorn.is og eru lesendur hvattir til að fylgja henni. Þegar líður á haustið verða settar þar inn nýjar fréttir, myndir og myndbönd. Skessuhorn er sömuleiðis með Facebooksíðu, hægt er að líka við hana og fá þá fréttir af skessuhorn. is í fréttaveituna. -gbþ Skessuhorn komið á Instagram

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.