Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202226 Pennagrein Umræða um flugvelli hefur staðið áratugum saman, og mun gera það áfram. Gallinn er hins vegar sá að oft er engan veginn skýrt hver tilgangur þeirra á að vera. Oftast heyrist orðið „varaflug- völlur“ notað. Greinilega er ein- hver ruglingur um það hvað liggur að baki þess hugtaks. Inn í þetta blandast svo umræðan um Reykja- víkurflugvöll og örlög hans, oft á illskiljanlegan hátt. Þegar farið er í saumana á hugtakinu kemur fljótt í ljós að verið er að ræða mjög mis- munandi gerðir „varavallar“ og lít- ill eða enginn greinarmunur gerður á – því miður. Staðarvalsnefnd (ein af mörgum) Fyrir 35 árum starfaði sá sem þetta ritar í nefnd sem stinga átti upp á heppilegum stað fyrir „varaflug- völl“. Ég hirði ekki um að rekja forsögu málsins í smáatriðum, enda man ég hana ekki lengur, en „kalda stríðið“ var enn í fullum gangi og talið var að kannski mætti láta Mannvirkjasjóð Atlantshafs- bandalagsins borga fyrir „vara- völl“. Hvort sem sjóðurinn hefur í raun verið tilleiðanlegur eða ekki var nokkuð vel skilgreint hvers konar staðsetningu nefndin átti að leita að. Sú tegund „varavallar“ var nokkuð vel skilgreind. Ekki er víst að ég muni allt rétt, en í þessu tilviki var verið að leita að stað þar sem flugumferð gæti fengið skjól í þeim tilvikum sem Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna veðurs. Þáverandi vellir aðrir höfðu þann ókost að þar gátu stærstu vélar illa lent – og því síður athafnað sig þannig að þægilegt væri – og ekki voru heldur nein flughlöð til að koma vélum fyrir yrðu þær fleiri á sama tíma. Það kom fram að stærstu vélar þyrftu um þrjú þúsund metra braut og að auki þurfti neyðarfrá- flug slíkra véla (eða hvað það heitir) að vera laust við hindranir. Mér, sem leikmanni, kom mjög á óvart hversu truflandi fjarlæg fjöll geta verið þegar að þessari síðustu kröfu kemur. Ýmis staðsetning skoðuð Vegna þess að lagt var upp með „veðurkröfuna“ að leiðar- ljósi athugaði nefnd þessi enga möguleika á Suður- og Vesturlandi. Þeir voru ekki nefndir á fundum. Í byrjun var lagt upp með allmarga kosti á Norður- og Austurlandi. Telja má þá upp: Þingeyrasandur og Ásar í Húnavatnssýslu, Sauðár- króksflugvöllur og staður austan Hegraness í Skagafirði, Akureyri, Aðaldalshraun, (bæði á slóðum Húsavíkurflugvallar og vestar í hrauninu), svæðið við Svartárkot í Bárðardal og að lokum Egilsstaðir. Jú, einhvern tíma var Melrakka- slétta nefnd, en hún datt út án þess að koma frekar inn – og svipað var reyndar með Svartárkot. Nefndin skoðaði hina staðina, fráflug reyndist hreinna á vestari legunni í Aðaldalshrauni heldur en á þeirri braut sem nú er notuð, en þegar á staðinn var komið reyndist hraunið svo illa úfið og óslétt að vart yrði þar lögð braut nema með ægilegum kostnaði – datt sá möguleiki þar með út. Húnavatnssýslumöguleikarnir duttu líka fljótlega út, en fengu þó einhverja meðferð. Þrengsli, bæði í fráflugi og á athafnasvæði rýrðu mjög hlut Akureyrar. Það kom á óvart að Mælifellshnjúkur lenti nákvæmlega inn í fráflugsstefnu Sauðárkróksflugvallar þannig að snúa þyrfti brautinni lítillega og ljóst varð að fuglafriðlandið yrði úr sögunni (að mestu leyti). Ekki var þó að heyra að slíkir smá- munir stæðu í áhugamönnum. Þá stóðu eftir Húsavíkurflugvöllur og Egilsstaðir. Niðurstaðan varð sú að Egilsstaðaflugvöllur væri betri kosturinn – vel að merkja miðað við þær forsendur sem lagt var upp með. Að vísu þyrfti að snúa braut- inni lítillega. Ég held að það hafi svo verið gert – og að völlurinn hafi verið lengdur. Ekki veit ég um aðkomu Mannvirkjasjóðsins að því máli. Skýrsla var skrifuð Nefndin skilaði ítarlegri skýr- slu, sem reyndar er ekki á margra borði (og hvarf af mínu fyrir all- mörgum árum og hefur ábyggi- lega skaddast í minninu). Óform- legar umræður innan nefndarinnar voru mér afskaplega lærdómsríkar. Fljótlega gerði ég mér grein fyrir því að áhugi á varavelli vegna veð- urs var ekkert sérlega mikill hjá flugfélögunum. Þau vildu frekar annan völl með svipuðum veður- skilyrðum og Keflavíkurflugvöllur. Formlega væri þá hægt að fylla út í reitinn „varavöllur“ á flugáætlun án þess að þurfa að gera ráð fyrir löngu flugi í annan landshluta með þeim aukaeldsneytiskostnaði sem því fylgdi. Væri veðurspá fyrir Keflavík og varavöll mismunandi fylgdi því meiri kostnaður heldur en væri hún lík. Auðvelt væri þá að fella flug niður þar til spá væri hagstæð á báða velli. Þetta er ekki órökréttur hugsanagangur flug- rekstaraðila, og ef grannt er skoðað kemur hann farþegum endilega ekki svo illa heldur. Mismunandi gerðir varavalla Þegar hér er komið eru lesendur vonandi farnir að átta sig á því að „varavöllur“ er ekki sama og „vara- völlur.“ Við eigum þó eftir að minn- ast á enn eina gerð varavallar (við gætum talið enn fleiri). Það er sú sem hefur borið á góma upp á síðkastið. Eitthvað sem getur beinlínis komið í stað Keflavíkurflugvallar lamist hann um lengri tíma – eða létt á honum reynist umferð um hann fara fram úr því sem hann þolir. Varaflugvöllur sem einungis þjónar þeim tilgangi að vera neyðar- úrræði stakra véla í óvæntu vondu veðri (gerð 1), eða þá þeim að vera til hentugleika fyrir flugrekendur (gerð 2) er auðvitað allt annars eðlis heldur en völlur sem getur að ein- hverju leyti komið í stað Keflavíkur- flugvallar (gerð 3). Það á við jafnvel þó aðeins reyni staðgengishlutverkið takmarkaðan tíma hverju sinni. Það er laukrétt sem borgarstjóri heldur fram að Reykjavíkurflug- völlur getur ekki orðið varavöllur í þessari síðasttöldu merkingu. Okkur kann hins vegar að greina á varðandi áframhaldandi hlutverk hans í innanlandsfluginu – en það er bara allt annað mál. Tilkoma stærri gerðar varaflugvallar utan höfuðborgarsvæðisins breytir engu þar um. Sé Hvassahraunsflugvöllur í raun og veru úr sögunni (um það fullyrði ég ekkert) er ljóst að Reykjavíkurflugvöllur verður enn um hríð miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu – allt þar til menn sætta sig við að Keflavíkur- völlur taki við því hlutverki. Frekari uppbygging neyðarvalla á Norður- og Austurlandi (gerð 1). Áður en áfram er haldið skal áréttað að ég tel frekari upp- byggingu neyðarflugvallar á Norður- og Austurlandi æskilega. Egilsstaðir og Akureyri eru þá aug- ljósustu kostirnir. Hugsanlegt er að auka millilandaflug minni véla frá Akureyri, líkt og reynt hefur verið (stækkun flughlaðs er hluti af þeirri þróun) og æskilegt er að stærri vélar eigi einhverja möguleika til annars en flugtaks og lendinga á Egilsstöðum. Mýravöllur – nokkrar forsendur Til þess að varavöllur af stærri gerðinni verði byggður þarf að vera einhver von til þess að hann nálgist það að bera sig. Sem stendur er vart að sjá að slíkt gerist nema fólki í landinu fjölgi umtalsvert. Það kann þó að vera nær okkur í tíma en við höldum. Nú þegar búa í landinu meira en 60 þúsund fleiri en framtíðarnefnd taldi 1990 að myndi verða nú. Fari fram sem horfir gæti hálfrar milljónar mark- inu verið náð fyrir 2050. Djúpur svefn stjórnvalda í öllum innviða- málum vekur sívaxandi furðu. Það er eins og þau geti engan veg- inn séð þá miklu íbúafjölgun sem er að eiga sér stað. Við erum um það bil að ganga á vegg í flestum málum. Má nefna húsnæðismál, heilbrigðis mál, menntamál, orku- mál og samgöngumál. Allir þessir innviðir eru við brotmörk. En dveljum ekki við þau ósköp öll því hér er einungis verið að fjalla um mjög afmarkaðan þátt þessara innviðamála; flugsam- göngur. Þó það sé hin almenna skoðun greinarhöfundar að fólk ferðist allt of mikið milli landa gerir hann sér grein fyrir því að sú ferðagleði verður vart stöðvuð nema með verðlagningu – því ekki vill hann stýra henni með valdboði – hún verður að stýra sér að mestu með framboði og eftirspurn. Ódýrasta og einfaldasta lausnin í flugsamgöngumálum er auðvitað stóraukin afkastageta Keflavíkur- flugvallar, fjölgun flugbrauta, flug- hlaða, flugstöðva og bættar sam- göngur á því svæði. En kannski eiga þau sjónarmið sem nefnd voru hér að ofan rétt á sér. Kannski er ekki rétt að vera með „öll egg í sömu körfu.“ Við þurfum ef til vill annan raunverulegan afkasta- mikinn flugvöll. Fjölgi fólki mjög á Norður- og Austurlandi kemur sjálfsagt til greina að setja hann niður þar. Kannski birtast einhvern daginn fimmtíu þúsund Kínverjar og nema land í Þistilfirði. Ekki ætla ég að þrátta um staðsetningu nyrðra að öðru leyti en því að mér finnst Akureyri þá ekki koma til greina (af ástæðum sem áður eru nefndar). Ýmsir staðir á Suðurlandi koma til greina. Rætt hefur verið um Rangárþing. En upp á síðkastið er líka farið að nefna Mýrarnar. Við skulum aðeins athuga hvað slíkt þýðir. Það verður að vera alveg skýrt að varavöllur í merk- ingunni neyðar- eða flugrekstrar- hagkvæmnisvöllur er tilgangslaus á Mýrum – sömuleiðis innanlands- flugvöllur (í stað Reykjavíkurflug- vallar). Við skulum ekki eyða tím- anum í slíka umræðu. Eini flug- völlurinn sem til greina kemur á Mýrum er varavöllur í nánast fullri stærð. Ég sé ekki í fljótu bragði annað en að veðurskilyrði séu á Mýrum síst verri en á Keflavíkurflugvelli, og heldur betri heldur en á Suður- landsundirlendinu (þoka er sjald- gæfari). Það er líka rými fyrir völl. Jarðvinna yrði erfið og jarðvegs- skipti trúlega mikil. Hvar á að ná í efni? Það vitum við ekki fyrr en magn hefur verið reiknað út. Þótt eldgos hafi orðið ofan Mýra og hraun runnið niður á láglendið er mjög ólíklegt að slíkt geti valdið vandræðum. Nánar um staðarvalið Ekki kemur til greina að völlur- inn sé austan Langár, hann yrði líklega að vera í Álftaneshreppi (hinum gamla). Ekki skal ég segja hvar, en örugglega vel neðan þjóð- vegarins. Við í Borgarnesi viljum trauðla fá umferð vegna vallar- ins í gegnum bæinn. Ný brú yfir Borgar fjörð utanverðan, eða þá göng er nauðsyn. Tvöföldun Hval- fjarðarganga einnig, og þá þannig að ný göng kæmu upp norðan við Akrafjall austanvert. Vegurinn myndi liggja á svipuðum stað og nú norður Melasveit, en halda áfram beint til norðurs yfir – eða undir – Borgarfjörð utanverðan að flug- vellinum (nærri Leirulæk?). Nýr vegur kæmi einnig frá flugvellinum til norðurs og tengdist núverandi hringvegi nærri núverandi Borgar- nesflugvelli. Þetta yrði auðvitað hinn nýi hringvegur – og Borg- arnes þar með frelsað úr klóm hans. Lokaorð Eins og heyra má er hér um risaframkvæmd að ræða. Ólík- legt er að hún verði nokkru sinni að veruleika vegna kostnaðar. En ef taka á hugmyndina alvarlega á annað borð verður hún að ná uppúr og framhjá deilunum um framtíð Reykjavíkurflugvallar og þrasi um neyðarflugvöll í veður- og flug- rekstrarmerkingu. Ágætt væri ef einhverjir verkfræði- og viðskipta- menntaðir unglingar reyndu að ná utan um þessa hugmynd og reiknuðu fjárhags, framkvæmda- og landnotkunarforsendur fyrir stóran flugvöll á Mýrum. Byrji þeir strax, og verði niðurstaða forkönnunar jákvæð, gætu þeir e.t.v. séð fram- kvæmdir hefjast áður en þeir fara á eftirlaun um 2070. Borgarnesi 20. ágúst 2022, Trausti Jónsson Mýraflugvöllur? - Fáeinar hugleiðingar Í sögu H.C. Andersen „Om Aartusinder“ - eða „Eftir mörg þúsund ár“ segir af flugferðum yfir Atlantshaf, m.a. til Íslands. Vilhelm Pedersen myndskreytti söguna. Svo vill til að þessi mynd gæti rétt sem svo sýnt (gufu-)flugvél koma inn til lendingar á Mýravelli – Akrafjall í baksýn. Lauslegt umfang Mýravallar. Eins og sjá má er neðri hluta Álftaneshrepps umturnað (sama ætti við um öll önnur möguleg vallarstæði). Ekki er neitt vit í að beina flugvallarumferð um Borgarnes. Ný leið (göng eða brú) er því meðal forsenda framkvæmdarinnar og eykur kostnað við hana nokkuð. Eðlilegt er að halda áfram með flugvallarveginn til norðurs í átt að núverandi hringvegi ofan Borgarness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.