Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Síða 30

Skessuhorn - 24.08.2022, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202230 Hvað er uppáhalds hljóðfærið þitt? Spurning vikunnar (Spurt í Tónlistarskóla Borgarfjarðar) Hanna Ágústa Olgeirsdóttir ,,Langspil því það er svo þjóð- legt og skemmtilegt“ Theodóra Þorsteinsdóttir ,,Mannsröddin og klarinett“ Ólafur Flosason ,,Óbó“ Sigfríður Björnsdóttir ,,Sinfóníuhljómsveit“ Árni Jónsson ,,Gítar“ Leyniskonur náðu frábærum árangri á Íslandsmóti golfklúbba 50 ára og eldri en mótið fór fram á Hólmsvelli í Leirunni 18.-20. ágúst. Leyniskonur gerðu sér lítið fyrir og náðu þriðja sætinu eftir sigur gegn Golfklúbbi Kópavogs- og Garðabæjar. Árangurinn er sér- staklega ánægjulegur þar sem liðið sigraði í 2. deild fyrir ári síðan og kepptu þær því sem nýliðar í efstu deild í ár. Sveitina skipuðu ; Ruth Einarsdóttir (sem var einnig liðs- stjóri), Elísabet Valdimarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, María Björk Sveinsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Díana Carmen Llorens og Jóna Björg Olsen. vaks Hvíti riddarinn og Reynir Hellis- sandi mættust í lokaumferð A rið- ils í 4. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Mosfellsbæ. Hvíti riddarinn sem hefur verið í efsta sæti riðilsins í allt sumar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik og bættu við þremur í síðari hálfleik, lokastaðan stórsigur Mosfellinga, 7-0. Reynir lauk leik á Íslandsmótinu í neðsta sæti riðilsins með aðeins þrjú stig, vann einn leik og tap- aði þrettán og markatalan var 26:87. Ingvar Freyr Þorsteinsson var markahæstur með tíu mörk, Kristófer Máni Atlason skoraði sjö mörk og Bárður Jóhönnuson fjögur. Þjálfari liðsins er Brynjar Kristmundsson en hann er einnig aðstoðarþjálfari Guðjóns Þórðar- sonar hjá Víkingi Ólafsvík sem leikur í 2. deildinni í sumar. vaks KFG og Kári áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudags- kvöldið og fór leikurinn fram á Samsung vellinum í Garðabæ. KFG er í harðri baráttu um að komast upp í 2. deild á meðan Kári siglir lygnan sjó um miðja deild. Káramenn byrjuðu betur í leiknum og komust yfir eftir hálftíma leik með marki frá Gabríel Þór Þórðar- syni en sjö mínútum síðar jafnaði Jóhann Ólafur Jóhannsson fyrir heimamenn og staðan jöfn í hálf- leik, 1-1. Axel Freyr Ívarsson kom Kára aftur yfir í leiknum eftir rúmlega tíu mínútna leik í þeim seinni en Ólafur Bjarni Hákonarson jafnaði metin fyrir KFG á 67. mínútu og staðan jöfn á ný. Ekki tókst leik- mönnum liðanna að skora sigur- markið það sem eftir lifði leiks og jafntefli staðreynd, lokastaðan 2-2. Heilmikil spenna er á toppi og botni deildarinnar. Í efri hlut- anum berjast KFG, Sindri, Dalvík/ Reynir og Víðir um sætin tvö sem gefa sæti í 2. deild á meðan ÍH, KH og Vængir Júpiters eru í baráttu um það að reyna að sleppa við fall í fjórðu deildina. Næsti leikur Kára er næsta mið- vikudag gegn Augnablik sem er með 24 stig eins og Kári í 6. og 7. sæti deildarinnar. Leikurinn verður í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.15. vaks Víkingur Ólafsvík lék tvo leiki í liðinni viku í 2. deild karla í knattspyrnu og var sá fyrri á móti Þrótti Reykjavík síðasta miðviku- dag en leikurinn fram á Ólafsvíkur- velli. Þróttur komst yfir í leiknum á 20. mínútu með marki frá Ernest Slupski en Andri Þór Sólbergsson jafnaði metin rétt fyrir leikhlé og staðan 1-1 í hálfleik. Víkingur var mun sterkari í byrjun seinni hálfleiks og var kominn í 3-1 eftir tæpar fimmtán mínútur. Fyrst skoraði Luis Romero Jorge fyrir heimamenn og skömmu síðar var Andri Þór aftur á ferðinni og staðan orðin ansi vænleg fyrir Víking. En þá tók Þróttarinn Hinrik Harðarson til sinna ráða og jafnaði leikinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla þegar stundarfjórð- ungur var eftir af leiknum. Það sem eftir lifði leiks reyndu bæði lið að ná sigurmarkinu en jafntefli niðurstaðan, 3-3. Magni og Víkingur mættust svo á sunnudaginn og fór viðureignin fram fyrir norðan á Grenivíkur- velli. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir gestina því á fyrstu mínút- unni náðu heimamenn forystunni með marki Guðna Sigþórssonar en Andri Þór Sólbergsson jafn- aði metin á 19. mínútu með sínu tíunda marki í deildinni í sumar. Luis Romero Jorge kom síðan Víkingi yfir rétt fyrir hálfleik og staðan 1-2 fyrir gestina. Fjörið hélt áfram í seinni hálf- leik og Kristinn Þór Rósbergs- son jafnaði metin á ný fyrir Magna eftir rúmlega klukkustundar leik. Mitchell Reece kom síðan Víkingi í forystu átta mínútum fyrir leikslok en Magnamenn voru snöggir til og mínútu síðar var staðan aftur orðin jöfn með marki Alexanders Ívans Bjarnasonar. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og jafntefli niður- staðan í markaleik, 3-3. Þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni virðist nokkuð ljóst hvaða liða fara upp um deild og hverjir falla. Njarðvík er komið upp og Þróttur hefur sjö stig á Völsung sem er í þriðja sætinu. Þá hafa Vík- ingur og KFA sjö stig á lið Reynis Sandgerðis sem er í næst neðsta sætinu með ellefu stig og Magna sem er í botnsætinu með tíu stig. Næsti leikur Víkings er á móti KF næsta laugardag á Ólafsvíkur- velli og hefst klukkan 16. vaks Úr leik Hvíta riddarans og Reynis á föstudagskvöldið. Ljósm. tfk Stórtap í síðasta leik Reynis í sumar Byrjunarlið Kára í leiknum á móti KFG. Ljósm. Kári Topplið KFG náði jafntefli gegn Kára Leyniskonur voru hæstánægðar með bronsið. Frá vinstri: Díana Carmen, Ragn- heiður, Rakel, María Björk, Elísabet, Ruth, Jóna Björg og Helga Rún. Ljósm. Leynir Leynir í þriðja sæti í golfi 50 ára og eldri Luis Romero Jorge skoraði í leiknum á móti Magna. Hér í fyrri leik liðanna í sumar. Ljósm. af Víkingur Ó. gerði tvö jafntefli í markaleikjum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.