Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 24.08.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2022 31 Loksins kom að því! Eftir 119 eyði- merkurdaga án sigurs í Bestu deild karla í knattspyrnu náðu Skaga- menn sigri en þeir unnu síðast leik í deildinni í sumar gegn Víkingi Reykjavík í 2. umferð deildarinnar 24. apríl. Í millitíðinni var Baráttu- dagur verkalýðsins, Mæðradagur- inn, Uppstigningardagur, Hvíta- sunnudagur, Sjómannadagurinn, Þjóðhátíðardagurinn, Jónsmessa, Írskir dagar, Verslunarmanna- helgin, Menningarnótt og ýmislegt annað sem enginn vill muna sem hefur á dagana drifið á þessum tíma en þá að leiknum. Fyrir leik ÍA og ÍBV í dag höfðu Skagamenn tapað sjö leikjum í röð í deildinni og nálg- uðust vafasamt met en gleymum því bara. Kristian Lindberg skor- aði eina mark fyrri hálfleiks þegar hann fylgdi eftir skoti Gísla Laxdals Unnarssonar eftir rúmlega hálftíma leik. Annars var fyrri hálfleikurinn nokkuð fjörugur og kaflaskiptur, heimamenn voru sterkari fyrri hlutann og gestirnir þann seinni en staðan í leikhléi 1-0 fyrir ÍA. Seinni hálfleikur var varla byrj- aður þegar Andri Rúnar Bjarna- son hafði jafnað fyrir Eyjamenn og allt orðið jafnt. Liðin skiptust á að sækja næsta hálftímann en síðasta stundarfjórðunginn gerðu Skaga- menn sig mun líklegri til að ná sigri. Fjórum mínútum fyrir leiks- lok gerði Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA vel þegar hann varði frá Guðjóni Erni Hrafnkelssyni en tveimur mínútum síðar kom sigur- mark leiksins. Hinn 16 ára gamli Haukur Andri Haraldsson var réttur maður á réttum stað á réttum tíma þegar boltinn barst til hans innan vítateigs eftir fyrirgjöf Gísla Laxdals og kláraði Haukur Andri vel færið. Smá hiti var í mönnum á lokamínútunum en heimamenn héldu þetta út og niðurstaðan frá- bær 2-1 sigur Skagamanna. Staðan í neðri hluta deildar- innar er nú þannig að ÍBV er í 9. sæti með 15 stig eftir 18 leiki, FH er með 14 stig, Leiknir R. með 13 stig og ÍA með ellefu stig í botn- sætinu. Næsti leikur Skagamanna er á móti Keflavík næsta sunnudag á HS Orku vellinum í Keflavík og hefst klukkan 17. vaks ÍA lék tvo leiki í liðinni viku í 2. deild kvenna í knattspyrnu og var fyrri leikurinn gegn Hamri á Akra- nesvelli þarsíðasta þriðjudag. Það má með sanni segja að Skagakonur hafi verið á eldi í leiknum því þær skoruðu alls ellefu mörk í öllum regnbogans litum, lokatölur 11-0 fyrir ÍA. Fjörið hófst strax á þriðju mínútu þegar Marey Edda Helga- dóttir skoraði fyrsta mark leiksins og Anna Þóra Hannesdóttir bætti við öðru marki á 21. mínútu. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir var næst á blaði eftir 26 mínútna leik og þær Unnur Ýr Haraldsdóttir og Niko- lina Musto sáu til þess að staðan í hálfleik var 5-0 fyrir ÍA. Brynja Valgeirsdóttir leikmaður Hamars varð fyrir því óláni í byrjun síðari hálfleiks að skora sjálfsmark áður en Samira Suleman skoraði sjöunda mark leiksins. Erla Kar- itas Jóhannesdóttir skoraði mark úr víti tæplega tuttugu mínútum fyrir leikslok og þá var komið að þætti varamannsins Ernu Bjartar Elíasdóttur sem hafði komið inn á 67. mínútu. Hún setti þrennu á 15 mínútna kafla undir lok leiksins og innsiglaði stórsigur ÍA. ÍA og KÁ mættust síðan á laugardaginn í síðustu umferðinni og fór leikurinn fram á Akranes- velli. Skagakonur byrjuðu af krafti í leiknum því eftir rúmlega fimmtán mínútna leik var staðan orðin 3-0 fyrir ÍA. Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði fyrstu tvö mörkin áður en fyrirliðinn Bryndís Rún Þórólfs- dóttir skoraði þriðja markið og sitt sjöunda í deildinni í sumar. Í byrjun seinni hálfleiks bætti Vala María Sturludóttir við fjórða markinu og það var síðan Hugrún Stefnisdóttir sem skoraði fimmta og síðasta mark leiksins, lokatölur 5-0 fyrir ÍA. Markaskorarar ÍA í leiknum voru í yngri kantinum fyrir utan Bryndísi Rún sem er fædd árið 1997. Hugrún er fædd árið 2007 og þær Sunna Rún og Vala María eru fæddar 2008, efni- legar stelpur þar á ferð. ÍA endaði í fimmta sæti í deildinni í sumar með 21 stig í ellefu leikjum með markatöluna 40:19. Í efsta sæti var Fram með 28 stig, Völsungur með 27 stig, Grótta og ÍR í þriðja og fjórða sæti með 26 stig og KH í sjötta sæti með 13 stig. Nú tekur við einföld umferð þessara sex liða um tvö sæti sem gefa þátttökurétt í Lengju- deildinni á næsta tímabili. Liðin taka með sér stigin úr deildar- keppninni og því á ÍA erfitt verk- efni fyrir höndum að saxa á hin liðin í stigasöfnun. Úrslitakeppnin hefst strax á föstudaginn þegar Skagakonur fara í heimsókn á Vivaldivöllinn og spila við Gróttu en í fyrri leik lið- anna í lok júlí burstaði Grótta lið ÍA 6-1. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og hvetjum við stuðnings- menn ÍA að mæta á leikinn og styðja Skagakonur til dáða. vaks Hörður Í. og Skallagrímur áttust við í lokaumferðinni í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Skeiðisvellinum í Bolungarvík. Viktor Már Jónasson kom Skallagrími yfir eftir átta mín- útna leik og Viktor Ingi Jakobsson bætti við öðru marki úr víti á 17. mínútu fyrir gestina. Gabríel Heið- berg Kristjánsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir rúman hálftíma leik og heimamenn því einum færri, staðan í hálfleik 0-2 fyrir Skallagrími. Davíð Hjaltason minnkaði þó muninn fyrir Hörð á 62. mínútu og það var ekki fyrr en á lokamínút- unni sem Viktor Már innsiglaði sigur gestanna, lokastaðan 1-3. Jón Guðni Pétursson leikmaður Harðar fékk síðan sitt annað gula spjald og rautt á lokamínútunni á meðan Viktor Már og Viktor Ingi sluppu með tvö gul spjöld. Skallagrímur endaði í þriðja sæti riðilsins með 33 stig og var aðeins tveimur stigum frá Árbæ sem var í 2. sæti og tryggði sér um leið sæti í úrslitakeppninni. Súrt fyrir Skallagrímsmenn sem unnu ellefu leiki og töpuðu aðeins þremur og markatalan var 55:14. Markahæstir hjá Skallagrími í sumar voru þeir Elís Dofri Gylfason sem var með tíu mörk, Sergio Fuentes Jorda var með sjö mörk og þeir Sigurjón Logi Bergþórsson, Sölvi Snorra- son og Viktor Ingi voru með fimm mörk hver. Spilandi þjálfari liðsins var Sölvi G Gylfason og hefur hann tilkynnt leikmönnum Skallagríms að hann verði ekki þjálfari liðsins í 5. deildinni á næsta tímabili. vaks Skallagrímur með sigur í lokaleiknum Sölvi Gylfa er hættur sem þjálfari Skallagríms. Ljósm. vaks Gísli Laxdal átti þátt í báðum mörkum ÍA. Hér leik á móti KA fyrr í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler Afar kærkominn sigur Skagamanna Skagakonur eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Ljósm. sas Skagakonur unnu stóra sigra á Hamri og KÁ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.